Fleiri fréttir

Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?

Bolli Héðinsson skrifar

Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg.

Alþýðufylkingin og kosningarnar

Þorvaldur Þorvaldsson skrifar

Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.

Fegurð hins smáa

Sverrir Björnsson skrifar

Íslenskir stjórnmála- og athafnamenn hafa alltaf hugsað stórt.

Auðlindirnar þrjár

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu.

Hvað með okkur unga fólkið?

Sandra Marín Gunnarsdóttir skrifar

Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér.

Regnboginn svíkur ekki

Haraldur Ólafsson skrifar

Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á.

Til hamingju Hringsjá!

Fanný Gunnarsdóttir skrifar

Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins.

Eiga píratar erindi við landsbyggðina?

Bjarki Sigursveinsson skrifar

Efstu frambjóðendum á listum þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis var nýlega boðið að svara fjölmörgum spurningum fyrir kosningavef fjölmiðils. Framtakið er gott og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á því kraðaki lista og flokka sem í boði er. Ein spurninganna vakti sérstaka athygli mína: „Telur þú rétt að eyða skattfé ríkissjóðs til að berjast gegn fólksfækkun úti á landi?” Spurningin er skiljanleg í ljósi þeirrar landsbyggðarpólitíkur sem hefur tíðkast á Íslandi og gengur í grunninn út á það að ríkisvaldið í höfuðborginni útdeili gæðunum en landsbyggðin sé þiggjandi.

Handvalið lýðræði hjá Stöð 2

Eyþór Jóvinsson skrifar

Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar

Félagshyggja til framtíðar

Líf Magneudóttir skrifar

Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem

Eva Joly sagði það

Ögmundur Jónasson skrifar

Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög.

Menntun fagfólks um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir skrifar

Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum.

Nýting skógarfugla

Gylfi Magnússon skrifar

Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðislán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurningum er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að segja.

Frasa eða framkvæmdir?

Ásgeir Böðvarsson og Eyjólfur Þorkelsson og Jón Pálmi Óskarsson skrifa

Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum.

Sögulegur Kínasamningur

Össur Skarphéðinsson skrifar

Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda.

Velferð aldraðra og stöðugleiki

Sigrún Gunnarsdóttir skrifar

Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar.

Sátt um að halda áfram

Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar

Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla.

Stundakennarar – Hinir stéttlausu kennarar?

Eiríkur Valdimarsson skrifar

Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið.

Velferðarkerfið og lýðheilsan

Gyða Ölvisdóttir skrifar

1. Við erum að setja háar fjárhæðir í velferðarmál, 145,4 milljarðar voru útgjöld ríkisins til heilbrigðismála á síðasta ári og búast má við enn hærri upphæðum á næstu árum. Aukning er á ýmsum sjúkdómum svo sem geðsjúkdómum, krabbameini og í sumum tilfellum eru sjúkdómar afleiðingar ýmissa aðgerða sem hafa verið framkvæmdar í velferðarkerfinu.

Árangur í efnahagsmálum

Ólafur Ingi Guðmundsson skrifar

Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim.

Um málefni líðandi stundar

Eiður Ragnarsson skrifar

Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana.

Vill Sjálfstæðisflokkurinn raunverulega lækka skatta?

Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson skrifar

„Lækkun tekjuskatts á að vera forgangsatriði á nýju kjörtímabili,“ segir í bæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi inn á heimili landsmanna nýlega. En er einhver alvara í loforðum flokksins um að lækka tekjuskatt komist hann í ríkisstjórn eftir kosningar? Hvað segir reynslan okkur?

Íslendingar snúa heim

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.

Við vinnum að almannaheill

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Því fylgir ábyrgð að kjósa sér fulltrúa á Alþingi. Það er ekkert grín. Fólk vill sjá nýjar áherslur og ný andlit. Þetta er skiljanlegt sérstaklega í ljósi þess að þeir sem hafa stjórnað landinu á þessari öld hafa gleymt fólkinu í landinu, heimilunum og fjölskyldunum sem hafa setið þolinmóð á hakanum og borgað brúsa óstjórnar sem leiddi til efnahagshruns.

Takk

Ari Klængur og Auður og Rannveig skrifa

Stjórnarflokkarnir hefðu getað gert betur. Vafalítið gerðu þeir ýmis mistök á síðustu árum – en þeir verða ekki sakaðir um skort á góðum vilja, dugnaði eða hugsjónum. Kannski voru stærstu mistök þeirra að ætla sér of mikið á of skömmum tíma.

Tryggjum fjölbreytt atvinnulíf!

Skúli Helgason skrifar

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi.

Stöðugleika strax!

Árni Páll Árnason skrifar

Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári.

Reikningskúnstir ráðuneytis

Guðjón Ragnar Jónasson skrifar

Í kjölfar kreppunnar þurftu íslenskir framhaldsskólar að draga mjög úr útgjöldum. Nú er svo komið að algengt er að námshópar telji um og yfir þrjátíu nemendur. Erfitt er um vik með alla skólaþróun og alkunna að stórir námshópar eru ávísun á aukið brottfall.

Raunverulegir hagsmunir heimilanna

Konráð Guðjónsson skrifar

Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál?

Stjórnmálaskoðanir Pírata: tittlingaskítur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Píratar eru nýtt stjórnmálaafl sem ætlar sér nýjan sess í íslenskum stjórnmálum. Það er því eðlilegt að fólk vilji fræðast um þá sem fara þar fyrir í kjördæmunum. Lítið fer fyrir stefnu Pírata að öðru leyti en því að þeir vilja frelsi á Internetinu. Persónulega kannast ég ekki við ófrelsi á Internetinu. Ég get náð í allt efni sem þar er birt og ég get sett á Internetið það sem ég vil.

Framsókn spillir samningsstöðu Íslands

Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur.

Brettum upp ermar í umgengni við náttúruna!

Ingunn St. Svavarsdóttir skrifar

Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál!

Núðlusúpa eða spagettí? Upprætum fátækt

Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar

Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi.

Biðin langa?

Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar

Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera.

Fagmennska í þágu lýðræðis

Friðrik Rafnsson skrifar

Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von.

Mannréttinda-Ögmundur

Arndís Soffía Sigurðardóttir skrifar

Þegar vinstri stjórnin tók við hafði ráðherra í ráðuneyti dómsmála verið hægri maður sleitulaust frá 1989. Það er langur tími til að hafa tækifæri til að beita valdi sínu til góðra verka. Það var þó ekki fyrr en vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson varð ráðherra sem mannréttindi voru sett á oddinn í ráðuneytinu. Að sinna mannréttindamálum varð hluti af skilgreindu hlutverki ráðuneytisins. Úr varð dóms- og mannréttindamálaráðuneyti. Heitið var táknrænt fyrir að vera ekki bara ráðuneyti kerfisins heldur líka fólksins. Síðar á kjörtímabilinu voru þessi málefni færð með samgöngumálum undir hatt núverandi innanríkisráðuneytis.

Kosningar til Alþingis vorið 2013

Ásgrímur Jónasson skrifar

Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874.

Oddný á skautum

Kristín Guðmundsdóttir skrifar

Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla.

Íslenska Borgen

Einar Freyr Elínarson skrifar

Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina.

Innihaldsríkt samstarf skóla og heimila

Ragnar Þorsteinsson skrifar

Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári.

Hver á að sinna þeim?

Magnús Baldursson skrifar

Það er áhyggjuefni að sú staða hefur skapast að tveir hópar barna í samfélaginu fá ekki þá þjónustu frá heilbrigðiskerfinu sem þau þarfnast.

Sjá næstu 50 greinar