Stjórnmálaskoðanir Pírata: tittlingaskítur Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2013 07:00 Píratar eru nýtt stjórnmálaafl sem ætlar sér nýjan sess í íslenskum stjórnmálum. Það er því eðlilegt að fólk vilji fræðast um þá sem fara þar fyrir í kjördæmunum. Lítið fer fyrir stefnu Pírata að öðru leyti en því að þeir vilja frelsi á Internetinu. Persónulega kannast ég ekki við ófrelsi á Internetinu. Ég get náð í allt efni sem þar er birt og ég get sett á Internetið það sem ég vil. Ég tel það því frekar dýrt fyrir skattgreiðendur ef þeir þurfa að kosta um eitt til tvö hundruð milljónum á ári fyrir þingmenn sem eru að berjast fyrir frelsi á Íslandi sem nú þegar er til staðar. Ekki verður séð að Píratar berjist almennt fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi. Skoðanir hinna sem Píratar telja óheppilegar fyrir Pírata eru kallaðar árásir eða jafnvel skömm. Svona orðbragð í tilsvörum er auðvitað skoðanakúgun. Ekki veitir af stjórnmálaafli sem berst gegn forræðis- og leyndarhyggju. Vinstri stjórnin sem hefur verið við völd hélt leyndu því ferli sem fór af stað með samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eignarhaldi bankanna, stöðu bankanna og ýmsu sem lýtur að gjaldeyris- og skuldamálum. Vissulega þarf að breyta vinnubrögðum í stjórnsýslunni og skattgreiðendur eiga að hafa aðgang að því hvernig skatttekjum er varið. Þetta er þó til staðar að því leyti að allir hafa aðgang að fjárlögum en þar má rannsaka hvernig fjármunum ýmissa stofnanna er varið. Það mætti þó hafa meiri sundurliðun í þessum upplýsingum. Það sem ég hef talið vera til vansa í stjórnsýslunni er ábyrgðarleysi einstaklinga. Ég vakti á því athygli fyrir stuttu að ríkinu er gert að greiða 249 milljónir fyrir ákvörðun sem stóðst ekki lög. Ekki kom fram hver tók þessa ákvörðun. En þessi afglöp voru framin í tíð Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks. Þegar ég hlusta á málflutning Pírata um upplýsingafrelsi dettur mér því stundum í hug að upplýsingaskortur þeirra stafi af því að þeir viti ekki hvar eigi að leita sér upplýsinga. Það að vita ekki hvar eigi að leita upplýsinga kallast þekkingarskortur en ekki upplýsingaskortur. Í nútímasamfélagi skortir ekki upplýsingar heldur fremur þekkingu til þess að vinna úr þeim. Það sem þarf til þess að auka aðgang að upplýsingum er því aukin þekking, ekki eingöngu í að nálgast þær heldur einnig í að setja þær fram. Upplýsingarnar sem lágu til grundvallar Icesave-dómnum voru t.d. alltaf til staðar fyrir þá sem kunnu að leita þeirra. Það mátti því vera ljóst frá upphafi að Íslendingar myndu vinna þetta mál fyrir dómi. Lítið var fjallað um þetta í fjölmiðlum og velti ég því fyrir mér hvort fjölmiðlamenn hafi ekki nægilega þekkingu til þess að afla sér upplýsinga eða hvort pólitískar ástæður hafi verið að baki. Hvort tveggja er jafn slæmt í fjölmiðlun. Píratar vilja ekki að rætt sé um stjórnmálaskoðanir fólks í forystunni. Pistlaskrif Jón Þórs Ólafssonar bera vott um áherslur í kvenfrelsismálum þar sem hann gerir konuna ábyrga fyrir heimilisfriðnum og telur að sjálfstæðir karlar eigi að leita sér konu sem rífst ekki út af húsverkum. Hann segir nokkurn veginn í pistlinum að það sé undir auðmýkt konunnar komið að börn skaðist ekki í uppeldinu. Einnig hefur hann birt skrif sem hafa verið túlkuð sem afneitun á umhverfisáhrifum af mannavöldum. Ég ætla ekki að gagnrýna Jón Þór fyrir að hafa svona skoðanir og ég vil ekki draga úr gildi þeirra þótt pistlarnir hafi ekki verið skrifaðir í gær. Ég tel hins vegar eðlilegt að þessar áherslur í skoðun á samfélaginu liggi fyrir þótt það sé pírötum ekki að skapi að fjallað sé um að í forystu þeirra er fólk sem er mjög til hægri t.d. í umhverfis- og kvenfrelsismálum. Sumir vilja kalla þetta hægri anarkisma. Stjórnmálamenn haf misnotað sér vald sitt til þess að setja reglur í samfélaginu og oft á tíðum notað þetta vald til þess að setja reglur sem hafa gert liðsmenn þeirra auðuga og hafa stolið valdinu frá almenningi með lagasetningu. Krafa kjósenda ætti að vera nú fyrir kosningar að stjórnmálaflokkar útskýri hvar þeir standa í mikilvægum málefnum þjóðarinnar. Svo sem frelsi einstaklinga til þess að bjóða sig fram á þing en lögin um þetta atriði brjóta í bága við stjórnarskrána. Viðhorf til stóriðju, viðhorf til kvenfrelsis og almennt til mannréttindamála. Viðhorf til kvótakerfis, viðhorf til spillingar í stjórnmálum og stjórnsýslu. Peningamálastefna og stefna um eignarhald bankanna. Viðhorf til frelsis einstaklinga til þátttöku í atvinnurekstri og stjórnmálum. Samfélagið eins og það er í dag sem afrakstur af valdatíð spilltra stjórnmálamanna er frekar vont og menning hefur skapast um kúgun og ofsóknir. Hvaða flokkar bjóða betur í þessum efnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Píratar eru nýtt stjórnmálaafl sem ætlar sér nýjan sess í íslenskum stjórnmálum. Það er því eðlilegt að fólk vilji fræðast um þá sem fara þar fyrir í kjördæmunum. Lítið fer fyrir stefnu Pírata að öðru leyti en því að þeir vilja frelsi á Internetinu. Persónulega kannast ég ekki við ófrelsi á Internetinu. Ég get náð í allt efni sem þar er birt og ég get sett á Internetið það sem ég vil. Ég tel það því frekar dýrt fyrir skattgreiðendur ef þeir þurfa að kosta um eitt til tvö hundruð milljónum á ári fyrir þingmenn sem eru að berjast fyrir frelsi á Íslandi sem nú þegar er til staðar. Ekki verður séð að Píratar berjist almennt fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi. Skoðanir hinna sem Píratar telja óheppilegar fyrir Pírata eru kallaðar árásir eða jafnvel skömm. Svona orðbragð í tilsvörum er auðvitað skoðanakúgun. Ekki veitir af stjórnmálaafli sem berst gegn forræðis- og leyndarhyggju. Vinstri stjórnin sem hefur verið við völd hélt leyndu því ferli sem fór af stað með samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eignarhaldi bankanna, stöðu bankanna og ýmsu sem lýtur að gjaldeyris- og skuldamálum. Vissulega þarf að breyta vinnubrögðum í stjórnsýslunni og skattgreiðendur eiga að hafa aðgang að því hvernig skatttekjum er varið. Þetta er þó til staðar að því leyti að allir hafa aðgang að fjárlögum en þar má rannsaka hvernig fjármunum ýmissa stofnanna er varið. Það mætti þó hafa meiri sundurliðun í þessum upplýsingum. Það sem ég hef talið vera til vansa í stjórnsýslunni er ábyrgðarleysi einstaklinga. Ég vakti á því athygli fyrir stuttu að ríkinu er gert að greiða 249 milljónir fyrir ákvörðun sem stóðst ekki lög. Ekki kom fram hver tók þessa ákvörðun. En þessi afglöp voru framin í tíð Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks. Þegar ég hlusta á málflutning Pírata um upplýsingafrelsi dettur mér því stundum í hug að upplýsingaskortur þeirra stafi af því að þeir viti ekki hvar eigi að leita sér upplýsinga. Það að vita ekki hvar eigi að leita upplýsinga kallast þekkingarskortur en ekki upplýsingaskortur. Í nútímasamfélagi skortir ekki upplýsingar heldur fremur þekkingu til þess að vinna úr þeim. Það sem þarf til þess að auka aðgang að upplýsingum er því aukin þekking, ekki eingöngu í að nálgast þær heldur einnig í að setja þær fram. Upplýsingarnar sem lágu til grundvallar Icesave-dómnum voru t.d. alltaf til staðar fyrir þá sem kunnu að leita þeirra. Það mátti því vera ljóst frá upphafi að Íslendingar myndu vinna þetta mál fyrir dómi. Lítið var fjallað um þetta í fjölmiðlum og velti ég því fyrir mér hvort fjölmiðlamenn hafi ekki nægilega þekkingu til þess að afla sér upplýsinga eða hvort pólitískar ástæður hafi verið að baki. Hvort tveggja er jafn slæmt í fjölmiðlun. Píratar vilja ekki að rætt sé um stjórnmálaskoðanir fólks í forystunni. Pistlaskrif Jón Þórs Ólafssonar bera vott um áherslur í kvenfrelsismálum þar sem hann gerir konuna ábyrga fyrir heimilisfriðnum og telur að sjálfstæðir karlar eigi að leita sér konu sem rífst ekki út af húsverkum. Hann segir nokkurn veginn í pistlinum að það sé undir auðmýkt konunnar komið að börn skaðist ekki í uppeldinu. Einnig hefur hann birt skrif sem hafa verið túlkuð sem afneitun á umhverfisáhrifum af mannavöldum. Ég ætla ekki að gagnrýna Jón Þór fyrir að hafa svona skoðanir og ég vil ekki draga úr gildi þeirra þótt pistlarnir hafi ekki verið skrifaðir í gær. Ég tel hins vegar eðlilegt að þessar áherslur í skoðun á samfélaginu liggi fyrir þótt það sé pírötum ekki að skapi að fjallað sé um að í forystu þeirra er fólk sem er mjög til hægri t.d. í umhverfis- og kvenfrelsismálum. Sumir vilja kalla þetta hægri anarkisma. Stjórnmálamenn haf misnotað sér vald sitt til þess að setja reglur í samfélaginu og oft á tíðum notað þetta vald til þess að setja reglur sem hafa gert liðsmenn þeirra auðuga og hafa stolið valdinu frá almenningi með lagasetningu. Krafa kjósenda ætti að vera nú fyrir kosningar að stjórnmálaflokkar útskýri hvar þeir standa í mikilvægum málefnum þjóðarinnar. Svo sem frelsi einstaklinga til þess að bjóða sig fram á þing en lögin um þetta atriði brjóta í bága við stjórnarskrána. Viðhorf til stóriðju, viðhorf til kvenfrelsis og almennt til mannréttindamála. Viðhorf til kvótakerfis, viðhorf til spillingar í stjórnmálum og stjórnsýslu. Peningamálastefna og stefna um eignarhald bankanna. Viðhorf til frelsis einstaklinga til þátttöku í atvinnurekstri og stjórnmálum. Samfélagið eins og það er í dag sem afrakstur af valdatíð spilltra stjórnmálamanna er frekar vont og menning hefur skapast um kúgun og ofsóknir. Hvaða flokkar bjóða betur í þessum efnum?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar