Um málefni líðandi stundar Eiður Ragnarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun