Félagshyggja til framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 23. apríl 2013 07:00 Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Sjá meira
Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun