Stöðugleika strax! Árni Páll Árnason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar