Þar sem er vilji er vegur –forgangsröðum í þágu heilbrigðismála Karólína Einarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun