Menntun fagfólks um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2013 06:00 Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun