Menntun fagfólks um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2013 06:00 Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun