Menntun fagfólks um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2013 06:00 Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.Könnun Barnaheilla Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.Staðan í dag? Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á upplýsingum í kennsluskrám um hvar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna í háskólunum og lögregluskóla ríkisins. Að því er næst verður komist innihalda einungis fjórar kennsluskrár námskeiða orðin „kynferðislegt ofbeldi“ gegn börnum. Sjö kennsluskrár innihalda orðið „ofbeldi“. Miðað við þessar niðurstöður er líklegt að fagfólk sem útskrifast úr háskólum landsins til að starfa með börnum eða að málefnum þeirra, sem og lögreglufólk sem útskrifast úr lögregluskóla ríkisins, fái enga eða litla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þessu þarf að breyta. Til að hægt sé að afmá hinn svarta blett sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er á íslensku samfélagi, er nauðsynlegt að móta stefnu og auka fræðslu. Þannig hafi fagfólk sem starfar með börnum þekkingu á afleiðingum þess og hvernig vinna megi með þær fyrir öll þau börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla þá sem vinna með eða stefna á að vinna með börnum að setja slíkt í forgang. Það er börnum landsins til heilla.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar