Reikningskúnstir ráðuneytis Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Í kjölfar kreppunnar þurftu íslenskir framhaldsskólar að draga mjög úr útgjöldum. Nú er svo komið að algengt er að námshópar telji um og yfir þrjátíu nemendur. Erfitt er um vik með alla skólaþróun og alkunna að stórir námshópar eru ávísun á aukið brottfall. Ef rýnt er í fjárframlög til framhaldsskóla sést að niðurskurðurinn hófst fyrir kreppu. Menntamálaráðuneytið hefur nefnilega leikið ljótan leik síðustu ár. Svokölluð launastika ræður mestu um fjárframlög til framhaldsskólans. Hún hefur ekki fylgt kjarasamningum og orsakar gat sem fyllt er upp í með því að skerða þjónustu. Þegar launastikan var skilgreind (2003) var hún launaviðmið fyrir mánaðarlaun framhaldsskólakennara, þ.e.a.s. grunnlaun án stjórnunar, sérverkefna, aldursafsláttar eða umbunar af öðru tagi. Sama tala var notuð fyrir alla framhaldsskóla frá og með þessum tíma, en áður hafði verið miðað við meðallaun hvers skóla fyrir sig. Hér má sjá þróun launastikunnar á árunum 2003–2012.Markmiðið um samsvörun milli launastiku og meðallauna stóðst í skamman tíma og nú munar fjórðungi. Gatið hefur m.a. verið brúað með risastórum námshópum. Búið er að tálga framhaldsskólann inn að beini og ekki mögulegt að skera meira. Höfum hugfast að yfir 80% af útgjöldum framhaldsskólans fer í launagreiðslur. Menntamálaráðherra hefur sýnt að hún er velviljuð menntun og ég trúi ekki öðru en að hún leiðrétti misfærslurnar. Það eru forkastanleg vinnubrögð þegar reiknilíkön fylgja ekki lögbundnum kjarasamningum. Hugboðið segir að hér hafi ráðuneytið vísvitandi falið niðurskurðinn. Skólafólk sér í gegnum svona reikningskúnstir og það mun ekki líða risastóra námshópa sem rýra gæði skólastarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í kjölfar kreppunnar þurftu íslenskir framhaldsskólar að draga mjög úr útgjöldum. Nú er svo komið að algengt er að námshópar telji um og yfir þrjátíu nemendur. Erfitt er um vik með alla skólaþróun og alkunna að stórir námshópar eru ávísun á aukið brottfall. Ef rýnt er í fjárframlög til framhaldsskóla sést að niðurskurðurinn hófst fyrir kreppu. Menntamálaráðuneytið hefur nefnilega leikið ljótan leik síðustu ár. Svokölluð launastika ræður mestu um fjárframlög til framhaldsskólans. Hún hefur ekki fylgt kjarasamningum og orsakar gat sem fyllt er upp í með því að skerða þjónustu. Þegar launastikan var skilgreind (2003) var hún launaviðmið fyrir mánaðarlaun framhaldsskólakennara, þ.e.a.s. grunnlaun án stjórnunar, sérverkefna, aldursafsláttar eða umbunar af öðru tagi. Sama tala var notuð fyrir alla framhaldsskóla frá og með þessum tíma, en áður hafði verið miðað við meðallaun hvers skóla fyrir sig. Hér má sjá þróun launastikunnar á árunum 2003–2012.Markmiðið um samsvörun milli launastiku og meðallauna stóðst í skamman tíma og nú munar fjórðungi. Gatið hefur m.a. verið brúað með risastórum námshópum. Búið er að tálga framhaldsskólann inn að beini og ekki mögulegt að skera meira. Höfum hugfast að yfir 80% af útgjöldum framhaldsskólans fer í launagreiðslur. Menntamálaráðherra hefur sýnt að hún er velviljuð menntun og ég trúi ekki öðru en að hún leiðrétti misfærslurnar. Það eru forkastanleg vinnubrögð þegar reiknilíkön fylgja ekki lögbundnum kjarasamningum. Hugboðið segir að hér hafi ráðuneytið vísvitandi falið niðurskurðinn. Skólafólk sér í gegnum svona reikningskúnstir og það mun ekki líða risastóra námshópa sem rýra gæði skólastarfsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar