Reikningskúnstir ráðuneytis Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Í kjölfar kreppunnar þurftu íslenskir framhaldsskólar að draga mjög úr útgjöldum. Nú er svo komið að algengt er að námshópar telji um og yfir þrjátíu nemendur. Erfitt er um vik með alla skólaþróun og alkunna að stórir námshópar eru ávísun á aukið brottfall. Ef rýnt er í fjárframlög til framhaldsskóla sést að niðurskurðurinn hófst fyrir kreppu. Menntamálaráðuneytið hefur nefnilega leikið ljótan leik síðustu ár. Svokölluð launastika ræður mestu um fjárframlög til framhaldsskólans. Hún hefur ekki fylgt kjarasamningum og orsakar gat sem fyllt er upp í með því að skerða þjónustu. Þegar launastikan var skilgreind (2003) var hún launaviðmið fyrir mánaðarlaun framhaldsskólakennara, þ.e.a.s. grunnlaun án stjórnunar, sérverkefna, aldursafsláttar eða umbunar af öðru tagi. Sama tala var notuð fyrir alla framhaldsskóla frá og með þessum tíma, en áður hafði verið miðað við meðallaun hvers skóla fyrir sig. Hér má sjá þróun launastikunnar á árunum 2003–2012.Markmiðið um samsvörun milli launastiku og meðallauna stóðst í skamman tíma og nú munar fjórðungi. Gatið hefur m.a. verið brúað með risastórum námshópum. Búið er að tálga framhaldsskólann inn að beini og ekki mögulegt að skera meira. Höfum hugfast að yfir 80% af útgjöldum framhaldsskólans fer í launagreiðslur. Menntamálaráðherra hefur sýnt að hún er velviljuð menntun og ég trúi ekki öðru en að hún leiðrétti misfærslurnar. Það eru forkastanleg vinnubrögð þegar reiknilíkön fylgja ekki lögbundnum kjarasamningum. Hugboðið segir að hér hafi ráðuneytið vísvitandi falið niðurskurðinn. Skólafólk sér í gegnum svona reikningskúnstir og það mun ekki líða risastóra námshópa sem rýra gæði skólastarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í kjölfar kreppunnar þurftu íslenskir framhaldsskólar að draga mjög úr útgjöldum. Nú er svo komið að algengt er að námshópar telji um og yfir þrjátíu nemendur. Erfitt er um vik með alla skólaþróun og alkunna að stórir námshópar eru ávísun á aukið brottfall. Ef rýnt er í fjárframlög til framhaldsskóla sést að niðurskurðurinn hófst fyrir kreppu. Menntamálaráðuneytið hefur nefnilega leikið ljótan leik síðustu ár. Svokölluð launastika ræður mestu um fjárframlög til framhaldsskólans. Hún hefur ekki fylgt kjarasamningum og orsakar gat sem fyllt er upp í með því að skerða þjónustu. Þegar launastikan var skilgreind (2003) var hún launaviðmið fyrir mánaðarlaun framhaldsskólakennara, þ.e.a.s. grunnlaun án stjórnunar, sérverkefna, aldursafsláttar eða umbunar af öðru tagi. Sama tala var notuð fyrir alla framhaldsskóla frá og með þessum tíma, en áður hafði verið miðað við meðallaun hvers skóla fyrir sig. Hér má sjá þróun launastikunnar á árunum 2003–2012.Markmiðið um samsvörun milli launastiku og meðallauna stóðst í skamman tíma og nú munar fjórðungi. Gatið hefur m.a. verið brúað með risastórum námshópum. Búið er að tálga framhaldsskólann inn að beini og ekki mögulegt að skera meira. Höfum hugfast að yfir 80% af útgjöldum framhaldsskólans fer í launagreiðslur. Menntamálaráðherra hefur sýnt að hún er velviljuð menntun og ég trúi ekki öðru en að hún leiðrétti misfærslurnar. Það eru forkastanleg vinnubrögð þegar reiknilíkön fylgja ekki lögbundnum kjarasamningum. Hugboðið segir að hér hafi ráðuneytið vísvitandi falið niðurskurðinn. Skólafólk sér í gegnum svona reikningskúnstir og það mun ekki líða risastóra námshópa sem rýra gæði skólastarfsins.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar