Tryggjum fjölbreytt atvinnulíf! Skúli Helgason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun