Árangur í efnahagsmálum Ólafur Ingi Guðmundsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar