Íslenska Borgen Einar Freyr Elínarson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun