Vill Sjálfstæðisflokkurinn raunverulega lækka skatta? Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 „Lækkun tekjuskatts á að vera forgangsatriði á nýju kjörtímabili,“ segir í bæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi inn á heimili landsmanna nýlega. En er einhver alvara í loforðum flokksins um að lækka tekjuskatt komist hann í ríkisstjórn eftir kosningar? Hvað segir reynslan okkur? Sjálfstæðisflokkurinn var við völd frá 1991 til 2008 og var þá mikið rætt um þörfina á því að draga úr umsvifum ríkisvaldsins og lækka skatta. Raunveruleikinn var hins vegar sá að skattar á almenning hækkuðu á þessu tímabili en um það má lesa í ítarlegri skýrslu um skattamál sem kom út í september 2008 (skýrslan heitir Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni og má t.d. finna á vef Fjármálaráðuneytisins). Sáralítið hefur verið fjallað um efni þessarar skýrslu í fjölmiðlum þótt ýmislegt mjög athyglisvert komi fram í henni, sérstaklega í ljósi þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um skattamál síðustu áratugi og ekki síst í yfirstandandi kosningabaráttu. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tekjuskattar hækkuðu mikið í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins! Tekjuskattar (sem hlutfall af heildarlaunum einstaklinga) hækkuðu úr 17,2% árið 1993 í 21,6% árið 2007. Tekjuskattar voru sem sagt 25% hærri 2007 en þeir voru árið 1993! (Tafla 7.1 Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga álagningarárin 1993-2007). Ástæðan fyrir þessari hækkun var, samkvæmt skýrslunni: „…fyrst og fremst lækkun persónuafsláttar miðað við launavísitölu og hins vegar mikil tekjuaukning“, einnig „…endurspegla hlutfallstölurnar það að barnabætur og vaxtabætur hafa ekki haldið í við breytingar á tekjum“. En skyldi auknum skattbyrðum hafa verið dreift jafnt yfir landsmenn? Ónei, hinir tekjulægstu tóku á sig mestu byrðarnar! Hjá þeim 25 prósentum sem höfðu lægstar tekjur (miðað við heildartekjur hjá hjónum og öðru sambúðarfólki, 1993-2005) jókst skattbyrðin um 10,0% til 13,6% en eftir því sem tekjurnar voru hærri jókst hún stöðugt minna. Tekjuhæstu 10 prósentin skáru sig úr að því leyti að skattbyrðin jókst ekki hjá þeim heldur minnkaði og það um heil 15% hjá þeim 5 prósentum sem höfðu hæstu tekjurnar! (Tafla 7.2 Meðalskatthlutföll eftir tekjubilum hjá hjónum og öðru sambúðarfólki tekjuárin 1993 og 2005). Um þessa þróun segir skýrslan meðal annars: „…skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar“ og „…afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það er líka mjög athyglisvert að skoða þróun skattheimtu á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er súlurit sem sýnir breytinguna í ríkjum OECD frá 1985-2006 (Sjálfstæðisflokkurinn var við völd stóran hluta þessa tímabils). Skatttekjur opinberra aðila lækkuðu í sex af þessum ríkjum en hækkuðu í 19. Hækkunin var næstmest á Íslandi eða 10,7%! (Mynd 3.2 Breytingar á hlutfalli skatttekna opinberra aðila af VLF í OECD-löndum 1985-2006) Eigum við að treysta því núna að Sjálfstæðisflokkurinn standi við loforð sín að lækka skatta á almenning ef hann kemst í ríkisstjórn? Af reynslunni að dæma er líklegast að hinir allra ríkustu muni njóta skattalækkana á meðan skattbyrðarnar hjá öðrum muni aukast, mest hjá hinum fátækustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
„Lækkun tekjuskatts á að vera forgangsatriði á nýju kjörtímabili,“ segir í bæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi inn á heimili landsmanna nýlega. En er einhver alvara í loforðum flokksins um að lækka tekjuskatt komist hann í ríkisstjórn eftir kosningar? Hvað segir reynslan okkur? Sjálfstæðisflokkurinn var við völd frá 1991 til 2008 og var þá mikið rætt um þörfina á því að draga úr umsvifum ríkisvaldsins og lækka skatta. Raunveruleikinn var hins vegar sá að skattar á almenning hækkuðu á þessu tímabili en um það má lesa í ítarlegri skýrslu um skattamál sem kom út í september 2008 (skýrslan heitir Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni og má t.d. finna á vef Fjármálaráðuneytisins). Sáralítið hefur verið fjallað um efni þessarar skýrslu í fjölmiðlum þótt ýmislegt mjög athyglisvert komi fram í henni, sérstaklega í ljósi þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um skattamál síðustu áratugi og ekki síst í yfirstandandi kosningabaráttu. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tekjuskattar hækkuðu mikið í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins! Tekjuskattar (sem hlutfall af heildarlaunum einstaklinga) hækkuðu úr 17,2% árið 1993 í 21,6% árið 2007. Tekjuskattar voru sem sagt 25% hærri 2007 en þeir voru árið 1993! (Tafla 7.1 Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga álagningarárin 1993-2007). Ástæðan fyrir þessari hækkun var, samkvæmt skýrslunni: „…fyrst og fremst lækkun persónuafsláttar miðað við launavísitölu og hins vegar mikil tekjuaukning“, einnig „…endurspegla hlutfallstölurnar það að barnabætur og vaxtabætur hafa ekki haldið í við breytingar á tekjum“. En skyldi auknum skattbyrðum hafa verið dreift jafnt yfir landsmenn? Ónei, hinir tekjulægstu tóku á sig mestu byrðarnar! Hjá þeim 25 prósentum sem höfðu lægstar tekjur (miðað við heildartekjur hjá hjónum og öðru sambúðarfólki, 1993-2005) jókst skattbyrðin um 10,0% til 13,6% en eftir því sem tekjurnar voru hærri jókst hún stöðugt minna. Tekjuhæstu 10 prósentin skáru sig úr að því leyti að skattbyrðin jókst ekki hjá þeim heldur minnkaði og það um heil 15% hjá þeim 5 prósentum sem höfðu hæstu tekjurnar! (Tafla 7.2 Meðalskatthlutföll eftir tekjubilum hjá hjónum og öðru sambúðarfólki tekjuárin 1993 og 2005). Um þessa þróun segir skýrslan meðal annars: „…skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar“ og „…afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það er líka mjög athyglisvert að skoða þróun skattheimtu á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er súlurit sem sýnir breytinguna í ríkjum OECD frá 1985-2006 (Sjálfstæðisflokkurinn var við völd stóran hluta þessa tímabils). Skatttekjur opinberra aðila lækkuðu í sex af þessum ríkjum en hækkuðu í 19. Hækkunin var næstmest á Íslandi eða 10,7%! (Mynd 3.2 Breytingar á hlutfalli skatttekna opinberra aðila af VLF í OECD-löndum 1985-2006) Eigum við að treysta því núna að Sjálfstæðisflokkurinn standi við loforð sín að lækka skatta á almenning ef hann kemst í ríkisstjórn? Af reynslunni að dæma er líklegast að hinir allra ríkustu muni njóta skattalækkana á meðan skattbyrðarnar hjá öðrum muni aukast, mest hjá hinum fátækustu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun