Fleiri fréttir

Eitt ráðuneyti fyrir allar atvinnugreinar

Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar

Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

Á jákvæðni og sátt erindi í forvarnarfræðslu?

Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Forvarnarfræðsla þekkist vel sem fræðsla um það sem ekki má. Ég á kröftugar minningar af forvarnarfræðslu um eiturlyf, þar sem öllum nemendum í unglingadeildinni var hóað saman upp á sal til að horfa á myndband þar sem farið var yfir hvað fíkniefnin hétu og hvernig þau væru helst notuð. Svo sagði einhver töff týpa að hann hefði notað eiturlyf mikið, að þau væru hættuleg og vinir hans hefðu dáið. Forvarnarfræðsla í

Öfundsýki út í yfirburðafólk

Bergur Hauksson skrifar

Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða.

Ísland meðal þróunarlanda?

Guðbjörn Jónsson skrifar

Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um.

Að læsa dyrum

Andrés Pétursson skrifar

Það er sérkennilegt en um leið sorglegt að fylgjast með enn einni tilraun andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu að stoppa ferli viðræðnanna. Þegar Alþingi samþykkti á lýðræðislegan hátt að hefja þessa vegferð þá litu margir á þetta sem einn möguleika af mörgum til að koma okkur út úr þeim vandræðum sem efnahagshrunið haustið 2008 olli okkur. Hvort það tekst á eftir að koma í ljós enda ekki búið að klára þessar viðræður. Síendurteknar fullyrðingar nei-sinna að ekki sé um neitt að semja eiga alls ekki við rök að styðjast enda höfum við Evrópusinnar margoft bent á dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum annarra landa.

Stjórnarskrá allra Íslendinga

Eiríkur Bergmann skrifar

Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis.

Óvissa sköpuð af stjórnvöldum

Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir.

Er þörf á stefnubreytingu varðandi aðgengi og gjaldtöku?

Úlfar Antonsson skrifar

Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting“, hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári.

Einhverfa á Íslandi – Hvað gerðist?

Dr. Evald Sæmundsen skrifar

Fyrir skömmu skrifaði ég grein með spurningu um af hverju það væru efasemdir um fjölgun greindra tilfella með einhverfu og hvatti fólk til að horfast í augu við þá staðreynd að einhverfa er ekki sjaldgæf. Hún er til staðar í hamlandi mæli hjá 1,2% íslenskra barna og væntanlega hjá fullorðnum líka. Þessi tala er ekki innflutt frá Evrópu eða Norður-Ameríku, heldur afurð íslenskra rannsókna sem hafa staðið samfellt frá 1995.

Meirihluti telur Ísland á réttri leið

Sumri hallar, sumarleyfum lýkur og skólarnir hefjast. Lífið heldur áfram sinn vanagang. Margt er þó öðruvísi en fyrir fáeinum misserum. Margt hefur færst til hins betra eins og margir verða varir við. Við höfum þó ekki enn jafnað okkur fyllilega eftir áföll efnahagshrunsins. Vanskil eru enn óeðlilega tíð þótt vísbendingar séu um að úr þeim kunni að draga á næstunni.

Hver bað um þetta?

Sigurður Garðarsson skrifar

Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út!

Valkostur í stjórnarskrármálinu

Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar.

Áhættufé og gjaldeyrishöft

Sveinn Valfells skrifar

Fjórum árum eftir bankahrun eru almenningur og atvinnulíf enn í fjötrum gjaldeyrishafta. Falskt gengi brenglar allar ákvarðanir um fjárfestingar, höftin bjóða upp á spillingu, engin trúverðug lausn í sjónmáli. Krónan er "Disney dollar“, gjaldmiðill sem hvergi er hægt að nota nema innanlands.

Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla

Birgir Ármannsson skrifar

Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi.

Þjóðin verður að leggja línurnar

Þorkell Helgason skrifar

Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá 20. október nk.

ESB og lýðræðisrétturinn

Ögmundur Jónasson skrifar

Þorsteinn Pálsson skrifar greinar í Fréttablaðið um helgar. Greinar hans eru mjög áþekkar og jafnan þar að finna sömu stefin. Eitt slíkt stef er að VG sé tvísaga í aðildarviðræðunum við ESB; sé fylgjandi aðild innan veggja Stjórnarráðsins en andvígt utandyra. Þjóðin hafi orðið þess vitni, skrifar hann nýlega, þegar ráðherrar VG stóðu "utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu.

Staðreyndir um samsæri

Halldór Halldórsson skrifar

Ritstjóri Fréttablaðsins spyr í forystugrein í blaði sínu miðvikudaginn 22. ágúst vegna málefna fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins: Hvað varð um samsærið? Svolítið sérkennileg spurning, því ritstjóra fréttablaðs á að vera kunnugt um, að samsærið „gekk upp“ eftir mikla þrautagöngu stjórnar FME í tvö ár. Forstjórinn var rekinn vegna „huglægs mats“ lögfræðings og endurskoðanda, sem í þriðja lögfræðiáliti málsins komust að því sama og hin fyrri tvö, að engin lagaleg rök stæðu til þess að reka forstjórann!

Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott

Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti.

Mótum betri samskiptaleiðir

Toshiki Toma skrifar

Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt.

Endurhæfing heyrnarskertra

Kristbjörg Gunnarsdóttir skrifar

Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja.

Misskilningur leiðréttur

Ögmundur Jónasson skrifar

Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði "liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað.“

AAA – með a.m.k. tíu plúsum

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. S

Minni þjónusta

Guðrún Ragnarsdóttir skrifar

Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi?

Ingólfstorg – lausn á málinu

Halla Bogadóttir skrifar

Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð virðast sammála um eitt: Deiliskipulagið sem gildir um þennan reit er meingallað. Hvað er til ráða?

Aðildarviðræður – endatafl

Björgvin G. Sigurðsson skrifar

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða.

Hugmyndin um graðara Alþingi er góð

Lýður Árnason skrifar

Ólafur Hauksson átelur í nýlegri grein í Fréttablaðinu kosningaákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs. Segir það gelda Alþingi og fylla það af villiköttum. Að mati greinarhöfundar mun þetta gerast þar sem ekki sé talað um stjórnmálaflokka í kosningaákvæðinu heldur samtök frambjóðenda.

Bundin í báða skó? - Um Ísland í Evrópu

Árni Páll Árnason skrifar

Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem varð af opnun íslensks efnahagslífs með EES-samningnum, en jafnframt hversu viðkvæmt hagkerfið reyndist vera fyrir frjálsum fjármagnshreyfingum. Ég hef líka rakið að evruríkin glíma í dag við afleiðingar misvægis sem er eðlislíkt því sem við höfum þurft við að etja. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvernig við getum áfram verið hluti af hinu evrópska viðskiptaumhverfi og hvort EES-samningurinn dugi okkur til þess eða hvort aðild að ESB færi okkur betri tæki til að verjast og sækja fram fyrir íslenska hagsmuni.

Ritstjóri spyr – háskólakennari svarar

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar

Ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í leiðara blaðsins 22. ágúst sl. um ákæruna á hendur fyrrum forstjóra FME. Þar spyr hann hvað hafi orðið um samsærið og vísar þar til greinaskrifa minna og prófessors Roberts Wade. Þar með tengir ritstjórinn saman mál sem áður voru talin ótengd.

Við eigum að geta gert vel

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár.

Leikarar í lélegum farsa

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum.

Sóknarkirkjan á samleið með uppalendum

Bjarni Karlsson skrifar

Þegar við flettum blaði dagsins blasir við að mannlífið er komið í haustgírinn. Það er einhver fersk tilfinning sem fylgir haustinu, tilfinning fyrir því að nýjar áskoranir séu þess virði að taka þær og að komandi vetur geti gefið margt gott af sér ef rétt er á spöðunum haldið.

Um nýja byggingarreglugerð og ljóð

Pétur Örn Björnsson skrifar

Nú skal ég segja það hreint og beint, svo allir muni fyrr en síðar heyra, að það var hér áður fyrr ætíð von fyrir lítinn og sjálfstæðan arkitekt að fá til sín verkefni, eins og önnur einyrkja- og smáfyrirtæki, einungis vegna góðs faglegs orðspors, en með tilkomu EES samningsins hefur allt hægt og bítandi orðið verra, enda markvisst verið að drepa hina litlu og smáu á okkar dvergvaxna innanlandsmarkaði. Og nú er embættismanna bíró-teknó-krata-stóðið að uppkokka aðlagaða ESB byggingarreglugerð andskotans. Þar vantar ekki fínu orðin „sjálfbærni“, „vistvænt“, en af hverju í helvítinu fer þetta lið þá ekki í alvöru torfkofa? Nei, það dettur þessu flórstóði ekki í hug. Það röflar um BREEAM og DIN og guð má vita hvað, en megintilgangurinn er alltaf sá sami að efla gróða eftirlitsiðnaðarins, hins ósjálfbærasta og óvistvænasta af öllu og stór-verkfræðinga-graddar fá sér vottunarleyfi og græða á því og bankarnir græða á hækkandi byggingarkostnaði og allir græða … nema hinn sauðsvarti almenningur og þá … meine damen und herren … fer ríkið að lokum á hausinn. Comprendez?

Hverju mundi ég breyta?

Guðbjörn Jónsson skrifar

Ég hef lengi gagnrýnt stjórnvöld, óháð stjórnmálaflokkum, fyrir áberandi vanhæfni við stjórnun sjálfstæðs og sjálfbærs samfélags. Í einni slíkri umræðu var ég óvænt spurður spurningarinnar sem er yfirskrift hér. Ef mér yrðu fengin völdin í landinu, hverju mundi ég breyta? Glottið á andliti spyrjanda benti til að hann teldi sig hafa mátað mig. En einmitt um þetta hef ég mikið hugsað.

Kallað eftir vandaðri umræðu

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.

Græðgi frjálshyggjunnar áfram

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Meirihluti kjósenda veitti ríkisstjórnarflokkunum brautargengi í síðustu Alþingiskosningum til þess að breyta þjóðfélaginu. Vinstri flokkunum var ætlað að koma böndum á græðgina og siðleysið sem nýfrjálshyggjan leysti úr læðingi þar sem fámennur hópur manna sópaði til sín miklum auðævum í skjóli ranglátra laga og leiddi á fáum árum til bankahrunsins. Flokkarnir sögðu kjósendum að eitt allra stærsta umbótamálið væri að umbylta löggjöfinni um sjávarútveginn og lögðu fram skýra stefnu um áform sín. Nú þegar dregur að lokum kjörtímabilsins er orðið ljóst að þeir hafa guggnað. Félagshyggjuflokkarnir virðast á valdi hagsmunaaðila og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Þeir boða opinskátt áfram sömu frjálshyggjuna og nærði græðgina fyrir hrun.

Lesum í sporin!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Í eðlilegri gremju sinni og vonbrigðum með hrunið og eftirköst þess beina margir óánægju sinni að sitjandi valdhöfum, okkur sem tókum við keflinu 1. febrúar 2009, og finnst að hægt hafi gengið að kippa hlutunum í lag. Og með rétti má segja að almenningur hafi hvoru tveggja, mikið til síns máls og rök fyrir sinni óánægju. Auðvitað hefur gengið hægt og hægar en við öll vildum að komast út úr erfiðleikunum. Samt er það þannig að ef raunsær mælikvarði og sanngjarn er lagður á hlutina var vart við öðru að búast. Áfallið hér var risavaxið og horfurnar satt best að segja svo dapurlegar fram eftir og út árið 2009 og inn á árið 2010 að séð í því ljósi er bjart yfir Íslandi nú. Óveðurský þjóðargjaldþrots, efnahagslegrar bráðnunar, stórfellds landflótta eða annarra stórhörmunga, sem ýmsir spáðu, eru að baki.

Úlfur, úlfur

Heiða Björg Pálmadóttir skrifar

Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi.

Hagsmunir Kína

Róbert T. Árnason skrifar

Kínverjar eru meðal elstu og sérstæðustu menningarþjóða heims og hafa átt einkennilegri feril en þær flestar. Það sem fjölmennasta ríki heims og veldið Kína gerir á næstu árum hefur geysimikla þýðingu. Ýmsar áleitnar spurningar heimsins velta á því hvað kínverskir ráðamenn gera innan landamæra alþýðulýðveldisins eins og sakir standa. Og hvað kínverskir ráðamenn kunna með tíð og tíma að gera utan landamæra Kína. Stóísk þolinmæði sem hjálpar kínverskum almúga til að þola ólýsanlegar raunir mun verða enn nauðsynlegri á næstu árum þegar kínverskir ráðamenn leggja inn á nýjar brautir erfiðleika og umskipta með eflingu fjandskapar við nágranna Kína í leit að meira valdi og yfirráðum.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá – mikilvægustu spurningarnar vantar!

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Samkvæmt ályktun Alþingis um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá á að leggja fyrir þjóðina sex spurningar um efni tillaganna. En svo furðulegt sem það nú er þá snýst engin spurninganna um kjarna nýju stjórnarskrárinnar sem er stjórnskipunin og staða forsetans! Þá stóru spurningu virðist ekki eiga að ræða né kanna hug þjóðarinnar til hennar.

Sjálfbærni á Seyðisfirði?

Sigurjón Benediktsson skrifar

Er ég held áfram mínum pólitiska flótta frá Íslandi, landi auðs og græðgi, liggur leið mín til Seyðisfjarðar. Þar mun ég stíga um borð í ferjuna sem lítur út eins og gámur með stefni og stromp. Sælt er koma á Seyðisfjörð. Eins og vanalega er þar 22 stiga hiti og glampandi sólskin. Er snemma á ferðinni. Klukkan rétt sex um morgun.

Hugmyndin um að gelda Alþingi er vond

Ólafur Hauksson skrifar

Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt.

Byrjum upp á nýtt

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Ljóst er að stjórnvöld ætla ekki að taka á skuldavanda heimilanna og leiðrétta og afnema hugsanlega ólögmæta verðtryggingu á neyslu- og húsnæðislánum. Á málstofu Seðlabankans nýlega kom fram að 110% leiðin hefur eingöngu bjargað nokkur hundruð heimilum og því gjörsamlega mislukkast eins og allar aðrar leiðir stjórnvalda til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Alvarlegum vanskilum heldur áfram að fjölga og um tuttugu og sjö þúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi fasteigna sem seldar eru á nauðungarsölu hefur margfaldast á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Ekkert lát er á þessari þróun samkvæmt tölum Creditinfo og uppboðsmálum mun fjölga verulega og nauðungarsölum hvergi nærri að ljúka. Yfir 60 þúsund landsmanna eru í hættu á félagslegri einangrun og rúmlega helmingur íslenskra heimila á í erfiðleikum með að ná endum saman.

Króna eða evra?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Hrunið 2008 var tvenns konar: hrun fjármálakerfisins og hrun krónunnar. Kreppan í kjölfarið var því af tvennum toga: fjármálakreppa og gjaldmiðilskreppa. Algjöru hruni krónunnar var forðað með gjaldeyrishöftum og lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Heima og að heiman!

Jónas Þórir Þórisson skrifar

Nú er það skóladótið sem Hjálparstarf kirkjunnar er að deila út; stílabækur, reiknivélar, möppur, plasthulstur og allt hitt sem foreldrar skólabarna þekkja af innkaupalista skólanna. Þetta getur orðið býsna stór biti þar sem börnin eru fleiri en eitt og tekjurnar lágar. Auk þess hafa börnin vaxið og ný stígvél, kuldagalli, húfur og íþróttaföt eru oft líka á listanum. Þessu svarar Hjálparstarfið með gjöfum af eigin lager eða inneignarkorti í verslun. Þetta er mikils metin aðstoð og stór liður í aðaláherslu Hjálparstarfsins að hlúa að börnum – að þau finni sem minnst fyrir kreppu og fátækt foreldra. Allir skila inn gögnum um tekjur og útgjöld svo fjármunum Hjálparstarfsins sé sem best varið.

Sjá næstu 50 greinar