Ritstjóri spyr – háskólakennari svarar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 25. ágúst 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í leiðara blaðsins 22. ágúst sl. um ákæruna á hendur fyrrum forstjóra FME. Þar spyr hann hvað hafi orðið um samsærið og vísar þar til greinaskrifa minna og prófessors Roberts Wade. Þar með tengir ritstjórinn saman mál sem áður voru talin ótengd. Hið rétta er að mál Gunnars Andersen er ekki hjá ríkissaksóknara vegna þeirra ásakana sem voru til umfjöllunar hjá stjórn FME áður en „bankaleyndarmál Landsbankans” kom upp, heldur fyrst og fremst vegna bankaleyndarmálsins sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og virtist skera stjórn FME úr snöru þess vandræðagangs sem einkennt hafði málsmeðferð hennar í málefnum forstjórans. Af skrifum ritstjórans má skilja að þar séu færð fyrir því rök að þær hættur sem steðja að sjálfstæðum eftirlitsstofnunum og fjallað er um í skrifum okkar Roberts séu ekki til staðar, a.m.k. ekki á Íslandi. Ef svo er, þá er það ofureinföldun á raunveruleikanum ef ekki hreinn barnaskapur að halda slíku fram. Ef það er hins vegar ekki réttur skilningur, þá er spurning hvernig skilja má þessa tengingu ritstjórans? Líklegt svar gæti verið tilraun til að afvegaleiða umræðuna um þær hættur sem sjálfstæðar eftirlitsstofnanir búa við vegna sterkra fjárhagslegra hagsmuna úti á markaði. Ritstjórinn gengur svo langt í árásum sínum á skrif okkar Roberts að hann notar „branding” aðferðina, þ.e. hann brennimerkir greininguna með því að kalla hana „samsæriskenningu”. „Branding“ er aðferð sem oft er gripið til við rökþrot í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika þeirrar greiningar sem fyrir liggur. Ritstjórinn bendir á að í skrifum okkar Roberts hafi reyndar gleymst að útskýra af hverju stjórn FME, sem fram að því hafði sent tugi mála gegn fjármálamönnum til saksóknara, hefði átt að ganga erinda þeirra. Mér er ljúft að endurtaka og útskýra það hér í stuttu máli. Svarið felst í hugtakinu „cognitive capture“, en það hugtak lýsir því hvernig starfsfólk og stjórnendur sjálfstæðra eftirlitsstofnana sem vinna með mikið af upplýsingum um starfsemi einstakra stofnana sem þau fara með eftirlit með eru oftast úr sama hópi sérfræðinga og þeir sem starfa innan þeirra fyrirtækja sem lúta eftirliti, þ.e. lítill þröngur hópur fólks gjarnan með sams konar eða skylda menntun að baki. Starfsfólk eftirlitsstofnana á í miklu meiri samskiptum við þennan hóp en þann hóp fólks sem það er að vinna fyrir og hvers hagsmuna það er í rauninni að gæta, þ.e. almannahagsmuna í „umboði kjörinna fulltrúa”. Þessi faglegi skyldleiki og tíðu samskipti hafa leitt til þess að starfsmenn eftirlits eiga auðveldara með að samsama sig og tileinka sér þá sýn og þann skilning sem ríkir meðal þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með, sýn sem smitar frá sér til stjórnarmanna sem gjarnan eru líka með svipaðan bakgrunn og starfsmenn. Öll eiga þau sín faglegu og félagslegu tengslanet sem skarast. Starfsmenn sjálfstæðra eftirlitsstofnana geta þannig í persónulegu og faglegu tilliti átt meira sameiginlegt með aðilum á markaði en með opinberri stjórnsýslu sem þau eru þó „ákveðinn” hluti af. Þess vegna eiga slíkar stofnanir frekar á hættu að verða fórnarlömb fyrirbærisins „cognitive capture”. Federal Reserve í Bandaríkjunum sem gegndi ólíku hlutverki en t.d. Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki að því leyti að hann fór (og fer enn) með eftirlit með banka- og fjármálastofnunum og hafði því aðgang að miklum stofnanaupplýsingum hefur verið nefndur sem dæmi um „fórnarlamb” þessarar tegundar hagsmunayfirtöku í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Þegar spurt er hverjir hafi hagsmuni af því að grafa undan trúverðugleika eftirlitsstofnana þarf að skoða hvaða aðferðir þeir nota. Þá er rétt að spyrja hvað skýrir að þær aðferðir geta virkað. Ritstjóri, þetta var svarið. Allt mál fyrrum forstjóra FME frá ráðningu til brottreksturs er blanda af farsa og harmleik sem almenningur í landinu veit ekki hvernig hann á að skilja, enda leiksviðið opinber stofnun en ekki leikhús. En því miður, þetta er hin íslenska stjórnsýsla og siðbótin sem okkur var lofað í kjölfar hrunsins. Ábyrgð stjórnvalda er mikil. Mín greining og umræða um málefni fyrrum forstjóra FME snýr að málsmeðferðinni frá upphafi til enda. Þar hef ég talið og tel enn að stjórnvöld beri mikla ábyrgð og vil ég benda í því sambandi á niðurlag greinar minnar um aðför að eftirliti sem birtist hér í Fréttablaðinu 17. apríl sl. Rétt er að minna á að háskólasamfélaginu hefur verið legið á hálsi fyrir gagnrýnislausa umræðu og jafnvel fyrir að spila með í veislugleði viðskiptalífsins í bóluhagkerfi banka- og stjórnmálamanna fyrir hrun. Að því tilefni tel ég rétt að gera grein fyrir því að störf háskólakennarans sem hér skrifar eru fjármögnuð af almannafé, úr ríkissjóði. Í máli hans felst gagnrýni á stjórnvöld úr hvers sjóðum hann þiggur sín laun. Störf ritstjórans sem tekur til varnar fyrir fulltrúa stjórnvalda eru fjármögnuð af aðilum á markaði. Það út af fyrir sig er umhugsunarvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í leiðara blaðsins 22. ágúst sl. um ákæruna á hendur fyrrum forstjóra FME. Þar spyr hann hvað hafi orðið um samsærið og vísar þar til greinaskrifa minna og prófessors Roberts Wade. Þar með tengir ritstjórinn saman mál sem áður voru talin ótengd. Hið rétta er að mál Gunnars Andersen er ekki hjá ríkissaksóknara vegna þeirra ásakana sem voru til umfjöllunar hjá stjórn FME áður en „bankaleyndarmál Landsbankans” kom upp, heldur fyrst og fremst vegna bankaleyndarmálsins sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og virtist skera stjórn FME úr snöru þess vandræðagangs sem einkennt hafði málsmeðferð hennar í málefnum forstjórans. Af skrifum ritstjórans má skilja að þar séu færð fyrir því rök að þær hættur sem steðja að sjálfstæðum eftirlitsstofnunum og fjallað er um í skrifum okkar Roberts séu ekki til staðar, a.m.k. ekki á Íslandi. Ef svo er, þá er það ofureinföldun á raunveruleikanum ef ekki hreinn barnaskapur að halda slíku fram. Ef það er hins vegar ekki réttur skilningur, þá er spurning hvernig skilja má þessa tengingu ritstjórans? Líklegt svar gæti verið tilraun til að afvegaleiða umræðuna um þær hættur sem sjálfstæðar eftirlitsstofnanir búa við vegna sterkra fjárhagslegra hagsmuna úti á markaði. Ritstjórinn gengur svo langt í árásum sínum á skrif okkar Roberts að hann notar „branding” aðferðina, þ.e. hann brennimerkir greininguna með því að kalla hana „samsæriskenningu”. „Branding“ er aðferð sem oft er gripið til við rökþrot í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika þeirrar greiningar sem fyrir liggur. Ritstjórinn bendir á að í skrifum okkar Roberts hafi reyndar gleymst að útskýra af hverju stjórn FME, sem fram að því hafði sent tugi mála gegn fjármálamönnum til saksóknara, hefði átt að ganga erinda þeirra. Mér er ljúft að endurtaka og útskýra það hér í stuttu máli. Svarið felst í hugtakinu „cognitive capture“, en það hugtak lýsir því hvernig starfsfólk og stjórnendur sjálfstæðra eftirlitsstofnana sem vinna með mikið af upplýsingum um starfsemi einstakra stofnana sem þau fara með eftirlit með eru oftast úr sama hópi sérfræðinga og þeir sem starfa innan þeirra fyrirtækja sem lúta eftirliti, þ.e. lítill þröngur hópur fólks gjarnan með sams konar eða skylda menntun að baki. Starfsfólk eftirlitsstofnana á í miklu meiri samskiptum við þennan hóp en þann hóp fólks sem það er að vinna fyrir og hvers hagsmuna það er í rauninni að gæta, þ.e. almannahagsmuna í „umboði kjörinna fulltrúa”. Þessi faglegi skyldleiki og tíðu samskipti hafa leitt til þess að starfsmenn eftirlits eiga auðveldara með að samsama sig og tileinka sér þá sýn og þann skilning sem ríkir meðal þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með, sýn sem smitar frá sér til stjórnarmanna sem gjarnan eru líka með svipaðan bakgrunn og starfsmenn. Öll eiga þau sín faglegu og félagslegu tengslanet sem skarast. Starfsmenn sjálfstæðra eftirlitsstofnana geta þannig í persónulegu og faglegu tilliti átt meira sameiginlegt með aðilum á markaði en með opinberri stjórnsýslu sem þau eru þó „ákveðinn” hluti af. Þess vegna eiga slíkar stofnanir frekar á hættu að verða fórnarlömb fyrirbærisins „cognitive capture”. Federal Reserve í Bandaríkjunum sem gegndi ólíku hlutverki en t.d. Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki að því leyti að hann fór (og fer enn) með eftirlit með banka- og fjármálastofnunum og hafði því aðgang að miklum stofnanaupplýsingum hefur verið nefndur sem dæmi um „fórnarlamb” þessarar tegundar hagsmunayfirtöku í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Þegar spurt er hverjir hafi hagsmuni af því að grafa undan trúverðugleika eftirlitsstofnana þarf að skoða hvaða aðferðir þeir nota. Þá er rétt að spyrja hvað skýrir að þær aðferðir geta virkað. Ritstjóri, þetta var svarið. Allt mál fyrrum forstjóra FME frá ráðningu til brottreksturs er blanda af farsa og harmleik sem almenningur í landinu veit ekki hvernig hann á að skilja, enda leiksviðið opinber stofnun en ekki leikhús. En því miður, þetta er hin íslenska stjórnsýsla og siðbótin sem okkur var lofað í kjölfar hrunsins. Ábyrgð stjórnvalda er mikil. Mín greining og umræða um málefni fyrrum forstjóra FME snýr að málsmeðferðinni frá upphafi til enda. Þar hef ég talið og tel enn að stjórnvöld beri mikla ábyrgð og vil ég benda í því sambandi á niðurlag greinar minnar um aðför að eftirliti sem birtist hér í Fréttablaðinu 17. apríl sl. Rétt er að minna á að háskólasamfélaginu hefur verið legið á hálsi fyrir gagnrýnislausa umræðu og jafnvel fyrir að spila með í veislugleði viðskiptalífsins í bóluhagkerfi banka- og stjórnmálamanna fyrir hrun. Að því tilefni tel ég rétt að gera grein fyrir því að störf háskólakennarans sem hér skrifar eru fjármögnuð af almannafé, úr ríkissjóði. Í máli hans felst gagnrýni á stjórnvöld úr hvers sjóðum hann þiggur sín laun. Störf ritstjórans sem tekur til varnar fyrir fulltrúa stjórnvalda eru fjármögnuð af aðilum á markaði. Það út af fyrir sig er umhugsunarvert.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun