Ritstjóri spyr – háskólakennari svarar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 25. ágúst 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í leiðara blaðsins 22. ágúst sl. um ákæruna á hendur fyrrum forstjóra FME. Þar spyr hann hvað hafi orðið um samsærið og vísar þar til greinaskrifa minna og prófessors Roberts Wade. Þar með tengir ritstjórinn saman mál sem áður voru talin ótengd. Hið rétta er að mál Gunnars Andersen er ekki hjá ríkissaksóknara vegna þeirra ásakana sem voru til umfjöllunar hjá stjórn FME áður en „bankaleyndarmál Landsbankans” kom upp, heldur fyrst og fremst vegna bankaleyndarmálsins sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og virtist skera stjórn FME úr snöru þess vandræðagangs sem einkennt hafði málsmeðferð hennar í málefnum forstjórans. Af skrifum ritstjórans má skilja að þar séu færð fyrir því rök að þær hættur sem steðja að sjálfstæðum eftirlitsstofnunum og fjallað er um í skrifum okkar Roberts séu ekki til staðar, a.m.k. ekki á Íslandi. Ef svo er, þá er það ofureinföldun á raunveruleikanum ef ekki hreinn barnaskapur að halda slíku fram. Ef það er hins vegar ekki réttur skilningur, þá er spurning hvernig skilja má þessa tengingu ritstjórans? Líklegt svar gæti verið tilraun til að afvegaleiða umræðuna um þær hættur sem sjálfstæðar eftirlitsstofnanir búa við vegna sterkra fjárhagslegra hagsmuna úti á markaði. Ritstjórinn gengur svo langt í árásum sínum á skrif okkar Roberts að hann notar „branding” aðferðina, þ.e. hann brennimerkir greininguna með því að kalla hana „samsæriskenningu”. „Branding“ er aðferð sem oft er gripið til við rökþrot í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika þeirrar greiningar sem fyrir liggur. Ritstjórinn bendir á að í skrifum okkar Roberts hafi reyndar gleymst að útskýra af hverju stjórn FME, sem fram að því hafði sent tugi mála gegn fjármálamönnum til saksóknara, hefði átt að ganga erinda þeirra. Mér er ljúft að endurtaka og útskýra það hér í stuttu máli. Svarið felst í hugtakinu „cognitive capture“, en það hugtak lýsir því hvernig starfsfólk og stjórnendur sjálfstæðra eftirlitsstofnana sem vinna með mikið af upplýsingum um starfsemi einstakra stofnana sem þau fara með eftirlit með eru oftast úr sama hópi sérfræðinga og þeir sem starfa innan þeirra fyrirtækja sem lúta eftirliti, þ.e. lítill þröngur hópur fólks gjarnan með sams konar eða skylda menntun að baki. Starfsfólk eftirlitsstofnana á í miklu meiri samskiptum við þennan hóp en þann hóp fólks sem það er að vinna fyrir og hvers hagsmuna það er í rauninni að gæta, þ.e. almannahagsmuna í „umboði kjörinna fulltrúa”. Þessi faglegi skyldleiki og tíðu samskipti hafa leitt til þess að starfsmenn eftirlits eiga auðveldara með að samsama sig og tileinka sér þá sýn og þann skilning sem ríkir meðal þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með, sýn sem smitar frá sér til stjórnarmanna sem gjarnan eru líka með svipaðan bakgrunn og starfsmenn. Öll eiga þau sín faglegu og félagslegu tengslanet sem skarast. Starfsmenn sjálfstæðra eftirlitsstofnana geta þannig í persónulegu og faglegu tilliti átt meira sameiginlegt með aðilum á markaði en með opinberri stjórnsýslu sem þau eru þó „ákveðinn” hluti af. Þess vegna eiga slíkar stofnanir frekar á hættu að verða fórnarlömb fyrirbærisins „cognitive capture”. Federal Reserve í Bandaríkjunum sem gegndi ólíku hlutverki en t.d. Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki að því leyti að hann fór (og fer enn) með eftirlit með banka- og fjármálastofnunum og hafði því aðgang að miklum stofnanaupplýsingum hefur verið nefndur sem dæmi um „fórnarlamb” þessarar tegundar hagsmunayfirtöku í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Þegar spurt er hverjir hafi hagsmuni af því að grafa undan trúverðugleika eftirlitsstofnana þarf að skoða hvaða aðferðir þeir nota. Þá er rétt að spyrja hvað skýrir að þær aðferðir geta virkað. Ritstjóri, þetta var svarið. Allt mál fyrrum forstjóra FME frá ráðningu til brottreksturs er blanda af farsa og harmleik sem almenningur í landinu veit ekki hvernig hann á að skilja, enda leiksviðið opinber stofnun en ekki leikhús. En því miður, þetta er hin íslenska stjórnsýsla og siðbótin sem okkur var lofað í kjölfar hrunsins. Ábyrgð stjórnvalda er mikil. Mín greining og umræða um málefni fyrrum forstjóra FME snýr að málsmeðferðinni frá upphafi til enda. Þar hef ég talið og tel enn að stjórnvöld beri mikla ábyrgð og vil ég benda í því sambandi á niðurlag greinar minnar um aðför að eftirliti sem birtist hér í Fréttablaðinu 17. apríl sl. Rétt er að minna á að háskólasamfélaginu hefur verið legið á hálsi fyrir gagnrýnislausa umræðu og jafnvel fyrir að spila með í veislugleði viðskiptalífsins í bóluhagkerfi banka- og stjórnmálamanna fyrir hrun. Að því tilefni tel ég rétt að gera grein fyrir því að störf háskólakennarans sem hér skrifar eru fjármögnuð af almannafé, úr ríkissjóði. Í máli hans felst gagnrýni á stjórnvöld úr hvers sjóðum hann þiggur sín laun. Störf ritstjórans sem tekur til varnar fyrir fulltrúa stjórnvalda eru fjármögnuð af aðilum á markaði. Það út af fyrir sig er umhugsunarvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í leiðara blaðsins 22. ágúst sl. um ákæruna á hendur fyrrum forstjóra FME. Þar spyr hann hvað hafi orðið um samsærið og vísar þar til greinaskrifa minna og prófessors Roberts Wade. Þar með tengir ritstjórinn saman mál sem áður voru talin ótengd. Hið rétta er að mál Gunnars Andersen er ekki hjá ríkissaksóknara vegna þeirra ásakana sem voru til umfjöllunar hjá stjórn FME áður en „bankaleyndarmál Landsbankans” kom upp, heldur fyrst og fremst vegna bankaleyndarmálsins sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og virtist skera stjórn FME úr snöru þess vandræðagangs sem einkennt hafði málsmeðferð hennar í málefnum forstjórans. Af skrifum ritstjórans má skilja að þar séu færð fyrir því rök að þær hættur sem steðja að sjálfstæðum eftirlitsstofnunum og fjallað er um í skrifum okkar Roberts séu ekki til staðar, a.m.k. ekki á Íslandi. Ef svo er, þá er það ofureinföldun á raunveruleikanum ef ekki hreinn barnaskapur að halda slíku fram. Ef það er hins vegar ekki réttur skilningur, þá er spurning hvernig skilja má þessa tengingu ritstjórans? Líklegt svar gæti verið tilraun til að afvegaleiða umræðuna um þær hættur sem sjálfstæðar eftirlitsstofnanir búa við vegna sterkra fjárhagslegra hagsmuna úti á markaði. Ritstjórinn gengur svo langt í árásum sínum á skrif okkar Roberts að hann notar „branding” aðferðina, þ.e. hann brennimerkir greininguna með því að kalla hana „samsæriskenningu”. „Branding“ er aðferð sem oft er gripið til við rökþrot í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika þeirrar greiningar sem fyrir liggur. Ritstjórinn bendir á að í skrifum okkar Roberts hafi reyndar gleymst að útskýra af hverju stjórn FME, sem fram að því hafði sent tugi mála gegn fjármálamönnum til saksóknara, hefði átt að ganga erinda þeirra. Mér er ljúft að endurtaka og útskýra það hér í stuttu máli. Svarið felst í hugtakinu „cognitive capture“, en það hugtak lýsir því hvernig starfsfólk og stjórnendur sjálfstæðra eftirlitsstofnana sem vinna með mikið af upplýsingum um starfsemi einstakra stofnana sem þau fara með eftirlit með eru oftast úr sama hópi sérfræðinga og þeir sem starfa innan þeirra fyrirtækja sem lúta eftirliti, þ.e. lítill þröngur hópur fólks gjarnan með sams konar eða skylda menntun að baki. Starfsfólk eftirlitsstofnana á í miklu meiri samskiptum við þennan hóp en þann hóp fólks sem það er að vinna fyrir og hvers hagsmuna það er í rauninni að gæta, þ.e. almannahagsmuna í „umboði kjörinna fulltrúa”. Þessi faglegi skyldleiki og tíðu samskipti hafa leitt til þess að starfsmenn eftirlits eiga auðveldara með að samsama sig og tileinka sér þá sýn og þann skilning sem ríkir meðal þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með, sýn sem smitar frá sér til stjórnarmanna sem gjarnan eru líka með svipaðan bakgrunn og starfsmenn. Öll eiga þau sín faglegu og félagslegu tengslanet sem skarast. Starfsmenn sjálfstæðra eftirlitsstofnana geta þannig í persónulegu og faglegu tilliti átt meira sameiginlegt með aðilum á markaði en með opinberri stjórnsýslu sem þau eru þó „ákveðinn” hluti af. Þess vegna eiga slíkar stofnanir frekar á hættu að verða fórnarlömb fyrirbærisins „cognitive capture”. Federal Reserve í Bandaríkjunum sem gegndi ólíku hlutverki en t.d. Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki að því leyti að hann fór (og fer enn) með eftirlit með banka- og fjármálastofnunum og hafði því aðgang að miklum stofnanaupplýsingum hefur verið nefndur sem dæmi um „fórnarlamb” þessarar tegundar hagsmunayfirtöku í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Þegar spurt er hverjir hafi hagsmuni af því að grafa undan trúverðugleika eftirlitsstofnana þarf að skoða hvaða aðferðir þeir nota. Þá er rétt að spyrja hvað skýrir að þær aðferðir geta virkað. Ritstjóri, þetta var svarið. Allt mál fyrrum forstjóra FME frá ráðningu til brottreksturs er blanda af farsa og harmleik sem almenningur í landinu veit ekki hvernig hann á að skilja, enda leiksviðið opinber stofnun en ekki leikhús. En því miður, þetta er hin íslenska stjórnsýsla og siðbótin sem okkur var lofað í kjölfar hrunsins. Ábyrgð stjórnvalda er mikil. Mín greining og umræða um málefni fyrrum forstjóra FME snýr að málsmeðferðinni frá upphafi til enda. Þar hef ég talið og tel enn að stjórnvöld beri mikla ábyrgð og vil ég benda í því sambandi á niðurlag greinar minnar um aðför að eftirliti sem birtist hér í Fréttablaðinu 17. apríl sl. Rétt er að minna á að háskólasamfélaginu hefur verið legið á hálsi fyrir gagnrýnislausa umræðu og jafnvel fyrir að spila með í veislugleði viðskiptalífsins í bóluhagkerfi banka- og stjórnmálamanna fyrir hrun. Að því tilefni tel ég rétt að gera grein fyrir því að störf háskólakennarans sem hér skrifar eru fjármögnuð af almannafé, úr ríkissjóði. Í máli hans felst gagnrýni á stjórnvöld úr hvers sjóðum hann þiggur sín laun. Störf ritstjórans sem tekur til varnar fyrir fulltrúa stjórnvalda eru fjármögnuð af aðilum á markaði. Það út af fyrir sig er umhugsunarvert.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar