Sjálfbærni á Seyðisfirði? Sigurjón Benediktsson skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Er ég held áfram mínum pólitiska flótta frá Íslandi, landi auðs og græðgi, liggur leið mín til Seyðisfjarðar. Þar mun ég stíga um borð í ferjuna sem lítur út eins og gámur með stefni og stromp. Sælt er koma á Seyðisfjörð. Eins og vanalega er þar 22 stiga hiti og glampandi sólskin. Er snemma á ferðinni. Klukkan rétt sex um morgun.Sjálfbærni i ferðamennsku? Ég er með þeim fyrstu á staðinn. Brátt ber að mörg ökutæki, margan manninn. Það vekur athygli að langflest ökutækin sjö hundruð (flest jeppar, rútur og trukkar) eru yfirhlaðin af koppum og kirnum. Ef ökutækið er ekki því stærra fylgir því kálfur og/eða toppur svo meira dót komist fyrir. Í fyrstu fagnar mitt flóttahjarta því að erlendir gestir okkar versli svo mikið í mínu gamla föðurlandi. En gleði mín verður að gráti þegar hinir erlendu gestir byrja að fá sér morgunmat á stéttinni og bókstaflega allt er af erlendum uppruna. Greinilega verslað fyrir ferðina, heima, in toto. Ekki er það allt, því ég heyri á samræðum ferðalanganna, að þeir hafi náð þeim mikla áfanga að kaupa aldrei eldsneyti á viku eða hálfsmánaðar ferð sinni um landið. Lítill var sá sparnaður þó í augum þeirra sem voru auk þess með heimasmíðaðar kojur í bílum sínum og höfðu því „sparað“ sér gistingu allan túrinn. Aldrei kaupa gistingu, ekki eina nótt, var takmark ferðarinnar. Vart þarf að minnast á hamingju þessara ferðalanga að eiga enn mat að heiman í ferðalok. Líklega verður veisla þegar heim er komið úr hálfúldnum afgöngum úr Íslandsferðinni. Þeir göntuðust með það hvernig hægt væri að tjalda og stoppa húsbíla og hvað annað sem sofið var í, hvarvetna, án þess að greiða eina einustu evru fyrir. Hlógu þeir stórum að bjánunum sem þetta fallega land byggju.Smáustu stjórnmálamenn álfunnar! Á sama tíma blaðra stjórnmálamenn íslenskir um uppgang ferðaþjónustunnar og hversu mikið sé nú þeim sjálfum að þakka að ferðalangar flykkjast til landsins. Evrumerki eru í annars syfjulegum augum þeirra. Skattheimta er lausnarorð stjórnmálamannanna. Manna, sem ekkert vita, hafa aldrei komið nálægt rekstri af einu eða neinu tagi. Vita ekki hvernig ferðamennska gengur fyrir sig, enda alltaf á opinberu framfæri á ferðum sínum. Skattmann er auðvitað kominn á kreik. Nú skal ná einhverjum aurum til að úthluta síðan og skammta. Gistnáttagjald, virðisauki á gistingu, farþegaskattur, sérstakar gjadleyrishömlur í ferðaþjónustu, já erfiðast er embættismönnunum að finna nöfn á nýja skattheimtu eða næstu hömlum í ferðaþjónustunni. Það er einmitt galdur við vaxandi ferðamennsku og þokkalega stjórnsýslu að hafa góða og trausta ferðaþjónustu sem bakgrunn. Hingað er nú mokað fólki á ódýrum fargjöldum sem hefur ekki hugsað sér að skilja eftir eina einustu krónu í landinu. Hefur ekkert fram að færa, skilur aðeins eftir sig sorp og skít. Og öllum er sama.Hvernig ferðamönnum getur Ísland tekið á móti? Ísland á að taka á móti vel upplýstu fólki sem skilur og stundar „ecotúrisma“ sem byggir á því að nýta og njóta þess sem landið býður upp á, sem verið er að heimsækja. Hvort sem fólk er vel efnað eða ekki, skiptir ekki máli, ef þessi markmið eru í heiðri höfð. Massatúrismi af verstu tegund sem hér er alið á, kemur okkur í koll. Skilur eftir sig sviðna jörð. Skömm mun þá verða gleði skattmanns þegar ekkert verður að skattleggja. Alvöru ferðalangar forðast staði sem verða skynditúrisma að bráð.Eru þetta fordómar? Nei, þetta eru staðreyndir. Bestu ferðamenn Íslands í dag eru þeir sem komu hingað sem puttaferðalangar fyrir löngu. Ekki slíta þeir vegunum eða bera með sér mat að heiman. Ræktum þann garð. Og löðum að okkur alvöru ferðalanga sem vita hvað ecotúrismi stendur fyrir. Og eru til í að greiða sanngjarnt verð fyrir eðlilega þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Er ég held áfram mínum pólitiska flótta frá Íslandi, landi auðs og græðgi, liggur leið mín til Seyðisfjarðar. Þar mun ég stíga um borð í ferjuna sem lítur út eins og gámur með stefni og stromp. Sælt er koma á Seyðisfjörð. Eins og vanalega er þar 22 stiga hiti og glampandi sólskin. Er snemma á ferðinni. Klukkan rétt sex um morgun.Sjálfbærni i ferðamennsku? Ég er með þeim fyrstu á staðinn. Brátt ber að mörg ökutæki, margan manninn. Það vekur athygli að langflest ökutækin sjö hundruð (flest jeppar, rútur og trukkar) eru yfirhlaðin af koppum og kirnum. Ef ökutækið er ekki því stærra fylgir því kálfur og/eða toppur svo meira dót komist fyrir. Í fyrstu fagnar mitt flóttahjarta því að erlendir gestir okkar versli svo mikið í mínu gamla föðurlandi. En gleði mín verður að gráti þegar hinir erlendu gestir byrja að fá sér morgunmat á stéttinni og bókstaflega allt er af erlendum uppruna. Greinilega verslað fyrir ferðina, heima, in toto. Ekki er það allt, því ég heyri á samræðum ferðalanganna, að þeir hafi náð þeim mikla áfanga að kaupa aldrei eldsneyti á viku eða hálfsmánaðar ferð sinni um landið. Lítill var sá sparnaður þó í augum þeirra sem voru auk þess með heimasmíðaðar kojur í bílum sínum og höfðu því „sparað“ sér gistingu allan túrinn. Aldrei kaupa gistingu, ekki eina nótt, var takmark ferðarinnar. Vart þarf að minnast á hamingju þessara ferðalanga að eiga enn mat að heiman í ferðalok. Líklega verður veisla þegar heim er komið úr hálfúldnum afgöngum úr Íslandsferðinni. Þeir göntuðust með það hvernig hægt væri að tjalda og stoppa húsbíla og hvað annað sem sofið var í, hvarvetna, án þess að greiða eina einustu evru fyrir. Hlógu þeir stórum að bjánunum sem þetta fallega land byggju.Smáustu stjórnmálamenn álfunnar! Á sama tíma blaðra stjórnmálamenn íslenskir um uppgang ferðaþjónustunnar og hversu mikið sé nú þeim sjálfum að þakka að ferðalangar flykkjast til landsins. Evrumerki eru í annars syfjulegum augum þeirra. Skattheimta er lausnarorð stjórnmálamannanna. Manna, sem ekkert vita, hafa aldrei komið nálægt rekstri af einu eða neinu tagi. Vita ekki hvernig ferðamennska gengur fyrir sig, enda alltaf á opinberu framfæri á ferðum sínum. Skattmann er auðvitað kominn á kreik. Nú skal ná einhverjum aurum til að úthluta síðan og skammta. Gistnáttagjald, virðisauki á gistingu, farþegaskattur, sérstakar gjadleyrishömlur í ferðaþjónustu, já erfiðast er embættismönnunum að finna nöfn á nýja skattheimtu eða næstu hömlum í ferðaþjónustunni. Það er einmitt galdur við vaxandi ferðamennsku og þokkalega stjórnsýslu að hafa góða og trausta ferðaþjónustu sem bakgrunn. Hingað er nú mokað fólki á ódýrum fargjöldum sem hefur ekki hugsað sér að skilja eftir eina einustu krónu í landinu. Hefur ekkert fram að færa, skilur aðeins eftir sig sorp og skít. Og öllum er sama.Hvernig ferðamönnum getur Ísland tekið á móti? Ísland á að taka á móti vel upplýstu fólki sem skilur og stundar „ecotúrisma“ sem byggir á því að nýta og njóta þess sem landið býður upp á, sem verið er að heimsækja. Hvort sem fólk er vel efnað eða ekki, skiptir ekki máli, ef þessi markmið eru í heiðri höfð. Massatúrismi af verstu tegund sem hér er alið á, kemur okkur í koll. Skilur eftir sig sviðna jörð. Skömm mun þá verða gleði skattmanns þegar ekkert verður að skattleggja. Alvöru ferðalangar forðast staði sem verða skynditúrisma að bráð.Eru þetta fordómar? Nei, þetta eru staðreyndir. Bestu ferðamenn Íslands í dag eru þeir sem komu hingað sem puttaferðalangar fyrir löngu. Ekki slíta þeir vegunum eða bera með sér mat að heiman. Ræktum þann garð. Og löðum að okkur alvöru ferðalanga sem vita hvað ecotúrismi stendur fyrir. Og eru til í að greiða sanngjarnt verð fyrir eðlilega þjónustu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun