Ingólfstorg – lausn á málinu Halla Bogadóttir skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð virðast sammála um eitt: Deiliskipulagið sem gildir um þennan reit er meingallað. Hvað er til ráða?Aðeins þrjár leiðir? Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið 26. júlí sl. og sagði þar að borgin ætti þrjá valkosti.Þeir væru: 1. Að fara eftir því sem deiliskipulagið heimilar. Fáir munu sáttir við þessa leið. 2. Að fara dómstólaleiðina. Margir hafa hvatt borgaryfirvöld til að leyfa ekki byggingar að fullu í samræmi við deiliskipulagið og láta reyna á hvort skaðabótakrafa kæmi fram. Þannig fengist svar við því hver bótakrafan yrði og hver yrði niðurstaða dómstóls. Hugsanlegt væri að út úr þessu kæmi viðunandi lausn en borgaryfirvöld vilja ekki hætta á að illa fari, fjárhagslega. 3. Að byggja í samræmi við vinningstillögu, eða vinningstillögur, í nýafstaðinni samkeppni. Þetta telur Hjálmar ákjósanlegustu leiðina. Margir hafa hins vegar orðið til að benda á að ekki sé unnt að gera hvort tveggja, reisa stórt hótel og sýna gamalli byggð virðingu og sóma um leið.Fjórða leiðin, að vinda ofan af Við sem myndum BIN-hópinn svonefnda (Björgum Ingólfstorgi og Nasa) höfum bent á fjórðu leiðina, sem er farsælust að okkar mati. Hún snýst um makaskipti og aðkomu yfirvalda að ráðstöfun húsa á hinum mikilvæga reit. a. Reykjavíkurborg fái lóðarhafa góða lóð annars staðar, þar sem vel færi á að reisa stórt hótel, en hlyti í staðinn lóðir hans á umræddu svæði. Með því móti losnaði eigandinn við tímafrekan og kostnaðarsaman fornleifauppgröft sem hann þyrfti ella að kosta og það tefði fyrir öllum framkvæmdum, einkum í Vallarstræti og Kirkjustræti. b. Reykjavíkurborg leysi til sín Kvennaskólann, Nasasalinn, Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Þrjú hin síðastnefndu yrðu gerð upp og ráðstafað að nýju, og öll væntanlega seld. Miðað yrði við svipaðan rekstur í Nasasalnum og verið hefur, við miklar vinsældir. Samkvæmt vinningstillögu skal salurinn hins vegar rifinn en reistur hótelsalur í staðinn. c. Borgin eignist Landsímahúsið (Thorvaldsensstræti 4), eitt virðulegasta hús Reykjavíkur, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið mætti nýta sem menningarhús enda verði horfið frá hugmyndum um menningarhús á Ingólfstorgi. Á jarðhæð verði veitingarekstur með útiveitingum við Austurvöll. Ingólfstorg verði ekki minnkað en mætti auðvitað lagfæra. d. Alþingi kaupi hin Símahúsin, önnur en Thorvaldsensstræti 4. Við höfum góðar heimildir fyrir því að á þinginu sé þverpólitískur áhugi á að leita annarra lausna við húsnæðisvanda en þeirra að reisa ný hús á Alþingisreitnum og að í því sambandi þyki Símahúsin álitlegur, eða a.m.k. hugsanlegur, kostur. Takist ekki samningar um kaup húsanna gæti Alþingi tekið þau á leigu.Göngum í málið Þessi fjórða leið er í þágu allra Íslendinga og Alþingis. Hún býður upp á enn betra mannlíf á sólríkum dögum og nýjum möguleikum á bættu menningarlífi. Nú reynir á borgarfulltrúa að takast á við vandann og minnast þess að pólitík er list hins mögulega. BIN hópurinn hefur mótmælt þriðju leiðinni, sem lýst er að ofan, með söfnun undirskrifta á ekkihotel.is og eru þegar komnar tæplega 15.000 undirskriftir. Við hvetjum alla landsmenn til að styðja þessa baráttu með undirskrift sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kostir við Ingólfstorg og nágrenni Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. 26. júlí 2012 06:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð virðast sammála um eitt: Deiliskipulagið sem gildir um þennan reit er meingallað. Hvað er til ráða?Aðeins þrjár leiðir? Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið 26. júlí sl. og sagði þar að borgin ætti þrjá valkosti.Þeir væru: 1. Að fara eftir því sem deiliskipulagið heimilar. Fáir munu sáttir við þessa leið. 2. Að fara dómstólaleiðina. Margir hafa hvatt borgaryfirvöld til að leyfa ekki byggingar að fullu í samræmi við deiliskipulagið og láta reyna á hvort skaðabótakrafa kæmi fram. Þannig fengist svar við því hver bótakrafan yrði og hver yrði niðurstaða dómstóls. Hugsanlegt væri að út úr þessu kæmi viðunandi lausn en borgaryfirvöld vilja ekki hætta á að illa fari, fjárhagslega. 3. Að byggja í samræmi við vinningstillögu, eða vinningstillögur, í nýafstaðinni samkeppni. Þetta telur Hjálmar ákjósanlegustu leiðina. Margir hafa hins vegar orðið til að benda á að ekki sé unnt að gera hvort tveggja, reisa stórt hótel og sýna gamalli byggð virðingu og sóma um leið.Fjórða leiðin, að vinda ofan af Við sem myndum BIN-hópinn svonefnda (Björgum Ingólfstorgi og Nasa) höfum bent á fjórðu leiðina, sem er farsælust að okkar mati. Hún snýst um makaskipti og aðkomu yfirvalda að ráðstöfun húsa á hinum mikilvæga reit. a. Reykjavíkurborg fái lóðarhafa góða lóð annars staðar, þar sem vel færi á að reisa stórt hótel, en hlyti í staðinn lóðir hans á umræddu svæði. Með því móti losnaði eigandinn við tímafrekan og kostnaðarsaman fornleifauppgröft sem hann þyrfti ella að kosta og það tefði fyrir öllum framkvæmdum, einkum í Vallarstræti og Kirkjustræti. b. Reykjavíkurborg leysi til sín Kvennaskólann, Nasasalinn, Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Þrjú hin síðastnefndu yrðu gerð upp og ráðstafað að nýju, og öll væntanlega seld. Miðað yrði við svipaðan rekstur í Nasasalnum og verið hefur, við miklar vinsældir. Samkvæmt vinningstillögu skal salurinn hins vegar rifinn en reistur hótelsalur í staðinn. c. Borgin eignist Landsímahúsið (Thorvaldsensstræti 4), eitt virðulegasta hús Reykjavíkur, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið mætti nýta sem menningarhús enda verði horfið frá hugmyndum um menningarhús á Ingólfstorgi. Á jarðhæð verði veitingarekstur með útiveitingum við Austurvöll. Ingólfstorg verði ekki minnkað en mætti auðvitað lagfæra. d. Alþingi kaupi hin Símahúsin, önnur en Thorvaldsensstræti 4. Við höfum góðar heimildir fyrir því að á þinginu sé þverpólitískur áhugi á að leita annarra lausna við húsnæðisvanda en þeirra að reisa ný hús á Alþingisreitnum og að í því sambandi þyki Símahúsin álitlegur, eða a.m.k. hugsanlegur, kostur. Takist ekki samningar um kaup húsanna gæti Alþingi tekið þau á leigu.Göngum í málið Þessi fjórða leið er í þágu allra Íslendinga og Alþingis. Hún býður upp á enn betra mannlíf á sólríkum dögum og nýjum möguleikum á bættu menningarlífi. Nú reynir á borgarfulltrúa að takast á við vandann og minnast þess að pólitík er list hins mögulega. BIN hópurinn hefur mótmælt þriðju leiðinni, sem lýst er að ofan, með söfnun undirskrifta á ekkihotel.is og eru þegar komnar tæplega 15.000 undirskriftir. Við hvetjum alla landsmenn til að styðja þessa baráttu með undirskrift sinni.
Kostir við Ingólfstorg og nágrenni Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. 26. júlí 2012 06:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar