Ingólfstorg – lausn á málinu Halla Bogadóttir skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð virðast sammála um eitt: Deiliskipulagið sem gildir um þennan reit er meingallað. Hvað er til ráða?Aðeins þrjár leiðir? Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið 26. júlí sl. og sagði þar að borgin ætti þrjá valkosti.Þeir væru: 1. Að fara eftir því sem deiliskipulagið heimilar. Fáir munu sáttir við þessa leið. 2. Að fara dómstólaleiðina. Margir hafa hvatt borgaryfirvöld til að leyfa ekki byggingar að fullu í samræmi við deiliskipulagið og láta reyna á hvort skaðabótakrafa kæmi fram. Þannig fengist svar við því hver bótakrafan yrði og hver yrði niðurstaða dómstóls. Hugsanlegt væri að út úr þessu kæmi viðunandi lausn en borgaryfirvöld vilja ekki hætta á að illa fari, fjárhagslega. 3. Að byggja í samræmi við vinningstillögu, eða vinningstillögur, í nýafstaðinni samkeppni. Þetta telur Hjálmar ákjósanlegustu leiðina. Margir hafa hins vegar orðið til að benda á að ekki sé unnt að gera hvort tveggja, reisa stórt hótel og sýna gamalli byggð virðingu og sóma um leið.Fjórða leiðin, að vinda ofan af Við sem myndum BIN-hópinn svonefnda (Björgum Ingólfstorgi og Nasa) höfum bent á fjórðu leiðina, sem er farsælust að okkar mati. Hún snýst um makaskipti og aðkomu yfirvalda að ráðstöfun húsa á hinum mikilvæga reit. a. Reykjavíkurborg fái lóðarhafa góða lóð annars staðar, þar sem vel færi á að reisa stórt hótel, en hlyti í staðinn lóðir hans á umræddu svæði. Með því móti losnaði eigandinn við tímafrekan og kostnaðarsaman fornleifauppgröft sem hann þyrfti ella að kosta og það tefði fyrir öllum framkvæmdum, einkum í Vallarstræti og Kirkjustræti. b. Reykjavíkurborg leysi til sín Kvennaskólann, Nasasalinn, Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Þrjú hin síðastnefndu yrðu gerð upp og ráðstafað að nýju, og öll væntanlega seld. Miðað yrði við svipaðan rekstur í Nasasalnum og verið hefur, við miklar vinsældir. Samkvæmt vinningstillögu skal salurinn hins vegar rifinn en reistur hótelsalur í staðinn. c. Borgin eignist Landsímahúsið (Thorvaldsensstræti 4), eitt virðulegasta hús Reykjavíkur, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið mætti nýta sem menningarhús enda verði horfið frá hugmyndum um menningarhús á Ingólfstorgi. Á jarðhæð verði veitingarekstur með útiveitingum við Austurvöll. Ingólfstorg verði ekki minnkað en mætti auðvitað lagfæra. d. Alþingi kaupi hin Símahúsin, önnur en Thorvaldsensstræti 4. Við höfum góðar heimildir fyrir því að á þinginu sé þverpólitískur áhugi á að leita annarra lausna við húsnæðisvanda en þeirra að reisa ný hús á Alþingisreitnum og að í því sambandi þyki Símahúsin álitlegur, eða a.m.k. hugsanlegur, kostur. Takist ekki samningar um kaup húsanna gæti Alþingi tekið þau á leigu.Göngum í málið Þessi fjórða leið er í þágu allra Íslendinga og Alþingis. Hún býður upp á enn betra mannlíf á sólríkum dögum og nýjum möguleikum á bættu menningarlífi. Nú reynir á borgarfulltrúa að takast á við vandann og minnast þess að pólitík er list hins mögulega. BIN hópurinn hefur mótmælt þriðju leiðinni, sem lýst er að ofan, með söfnun undirskrifta á ekkihotel.is og eru þegar komnar tæplega 15.000 undirskriftir. Við hvetjum alla landsmenn til að styðja þessa baráttu með undirskrift sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kostir við Ingólfstorg og nágrenni Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. 26. júlí 2012 06:00 Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð virðast sammála um eitt: Deiliskipulagið sem gildir um þennan reit er meingallað. Hvað er til ráða?Aðeins þrjár leiðir? Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið 26. júlí sl. og sagði þar að borgin ætti þrjá valkosti.Þeir væru: 1. Að fara eftir því sem deiliskipulagið heimilar. Fáir munu sáttir við þessa leið. 2. Að fara dómstólaleiðina. Margir hafa hvatt borgaryfirvöld til að leyfa ekki byggingar að fullu í samræmi við deiliskipulagið og láta reyna á hvort skaðabótakrafa kæmi fram. Þannig fengist svar við því hver bótakrafan yrði og hver yrði niðurstaða dómstóls. Hugsanlegt væri að út úr þessu kæmi viðunandi lausn en borgaryfirvöld vilja ekki hætta á að illa fari, fjárhagslega. 3. Að byggja í samræmi við vinningstillögu, eða vinningstillögur, í nýafstaðinni samkeppni. Þetta telur Hjálmar ákjósanlegustu leiðina. Margir hafa hins vegar orðið til að benda á að ekki sé unnt að gera hvort tveggja, reisa stórt hótel og sýna gamalli byggð virðingu og sóma um leið.Fjórða leiðin, að vinda ofan af Við sem myndum BIN-hópinn svonefnda (Björgum Ingólfstorgi og Nasa) höfum bent á fjórðu leiðina, sem er farsælust að okkar mati. Hún snýst um makaskipti og aðkomu yfirvalda að ráðstöfun húsa á hinum mikilvæga reit. a. Reykjavíkurborg fái lóðarhafa góða lóð annars staðar, þar sem vel færi á að reisa stórt hótel, en hlyti í staðinn lóðir hans á umræddu svæði. Með því móti losnaði eigandinn við tímafrekan og kostnaðarsaman fornleifauppgröft sem hann þyrfti ella að kosta og það tefði fyrir öllum framkvæmdum, einkum í Vallarstræti og Kirkjustræti. b. Reykjavíkurborg leysi til sín Kvennaskólann, Nasasalinn, Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Þrjú hin síðastnefndu yrðu gerð upp og ráðstafað að nýju, og öll væntanlega seld. Miðað yrði við svipaðan rekstur í Nasasalnum og verið hefur, við miklar vinsældir. Samkvæmt vinningstillögu skal salurinn hins vegar rifinn en reistur hótelsalur í staðinn. c. Borgin eignist Landsímahúsið (Thorvaldsensstræti 4), eitt virðulegasta hús Reykjavíkur, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið mætti nýta sem menningarhús enda verði horfið frá hugmyndum um menningarhús á Ingólfstorgi. Á jarðhæð verði veitingarekstur með útiveitingum við Austurvöll. Ingólfstorg verði ekki minnkað en mætti auðvitað lagfæra. d. Alþingi kaupi hin Símahúsin, önnur en Thorvaldsensstræti 4. Við höfum góðar heimildir fyrir því að á þinginu sé þverpólitískur áhugi á að leita annarra lausna við húsnæðisvanda en þeirra að reisa ný hús á Alþingisreitnum og að í því sambandi þyki Símahúsin álitlegur, eða a.m.k. hugsanlegur, kostur. Takist ekki samningar um kaup húsanna gæti Alþingi tekið þau á leigu.Göngum í málið Þessi fjórða leið er í þágu allra Íslendinga og Alþingis. Hún býður upp á enn betra mannlíf á sólríkum dögum og nýjum möguleikum á bættu menningarlífi. Nú reynir á borgarfulltrúa að takast á við vandann og minnast þess að pólitík er list hins mögulega. BIN hópurinn hefur mótmælt þriðju leiðinni, sem lýst er að ofan, með söfnun undirskrifta á ekkihotel.is og eru þegar komnar tæplega 15.000 undirskriftir. Við hvetjum alla landsmenn til að styðja þessa baráttu með undirskrift sinni.
Kostir við Ingólfstorg og nágrenni Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. 26. júlí 2012 06:00
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar