Ingólfstorg – lausn á málinu Halla Bogadóttir skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð virðast sammála um eitt: Deiliskipulagið sem gildir um þennan reit er meingallað. Hvað er til ráða?Aðeins þrjár leiðir? Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið 26. júlí sl. og sagði þar að borgin ætti þrjá valkosti.Þeir væru: 1. Að fara eftir því sem deiliskipulagið heimilar. Fáir munu sáttir við þessa leið. 2. Að fara dómstólaleiðina. Margir hafa hvatt borgaryfirvöld til að leyfa ekki byggingar að fullu í samræmi við deiliskipulagið og láta reyna á hvort skaðabótakrafa kæmi fram. Þannig fengist svar við því hver bótakrafan yrði og hver yrði niðurstaða dómstóls. Hugsanlegt væri að út úr þessu kæmi viðunandi lausn en borgaryfirvöld vilja ekki hætta á að illa fari, fjárhagslega. 3. Að byggja í samræmi við vinningstillögu, eða vinningstillögur, í nýafstaðinni samkeppni. Þetta telur Hjálmar ákjósanlegustu leiðina. Margir hafa hins vegar orðið til að benda á að ekki sé unnt að gera hvort tveggja, reisa stórt hótel og sýna gamalli byggð virðingu og sóma um leið.Fjórða leiðin, að vinda ofan af Við sem myndum BIN-hópinn svonefnda (Björgum Ingólfstorgi og Nasa) höfum bent á fjórðu leiðina, sem er farsælust að okkar mati. Hún snýst um makaskipti og aðkomu yfirvalda að ráðstöfun húsa á hinum mikilvæga reit. a. Reykjavíkurborg fái lóðarhafa góða lóð annars staðar, þar sem vel færi á að reisa stórt hótel, en hlyti í staðinn lóðir hans á umræddu svæði. Með því móti losnaði eigandinn við tímafrekan og kostnaðarsaman fornleifauppgröft sem hann þyrfti ella að kosta og það tefði fyrir öllum framkvæmdum, einkum í Vallarstræti og Kirkjustræti. b. Reykjavíkurborg leysi til sín Kvennaskólann, Nasasalinn, Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Þrjú hin síðastnefndu yrðu gerð upp og ráðstafað að nýju, og öll væntanlega seld. Miðað yrði við svipaðan rekstur í Nasasalnum og verið hefur, við miklar vinsældir. Samkvæmt vinningstillögu skal salurinn hins vegar rifinn en reistur hótelsalur í staðinn. c. Borgin eignist Landsímahúsið (Thorvaldsensstræti 4), eitt virðulegasta hús Reykjavíkur, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið mætti nýta sem menningarhús enda verði horfið frá hugmyndum um menningarhús á Ingólfstorgi. Á jarðhæð verði veitingarekstur með útiveitingum við Austurvöll. Ingólfstorg verði ekki minnkað en mætti auðvitað lagfæra. d. Alþingi kaupi hin Símahúsin, önnur en Thorvaldsensstræti 4. Við höfum góðar heimildir fyrir því að á þinginu sé þverpólitískur áhugi á að leita annarra lausna við húsnæðisvanda en þeirra að reisa ný hús á Alþingisreitnum og að í því sambandi þyki Símahúsin álitlegur, eða a.m.k. hugsanlegur, kostur. Takist ekki samningar um kaup húsanna gæti Alþingi tekið þau á leigu.Göngum í málið Þessi fjórða leið er í þágu allra Íslendinga og Alþingis. Hún býður upp á enn betra mannlíf á sólríkum dögum og nýjum möguleikum á bættu menningarlífi. Nú reynir á borgarfulltrúa að takast á við vandann og minnast þess að pólitík er list hins mögulega. BIN hópurinn hefur mótmælt þriðju leiðinni, sem lýst er að ofan, með söfnun undirskrifta á ekkihotel.is og eru þegar komnar tæplega 15.000 undirskriftir. Við hvetjum alla landsmenn til að styðja þessa baráttu með undirskrift sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kostir við Ingólfstorg og nágrenni Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. 26. júlí 2012 06:00 Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð virðast sammála um eitt: Deiliskipulagið sem gildir um þennan reit er meingallað. Hvað er til ráða?Aðeins þrjár leiðir? Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið 26. júlí sl. og sagði þar að borgin ætti þrjá valkosti.Þeir væru: 1. Að fara eftir því sem deiliskipulagið heimilar. Fáir munu sáttir við þessa leið. 2. Að fara dómstólaleiðina. Margir hafa hvatt borgaryfirvöld til að leyfa ekki byggingar að fullu í samræmi við deiliskipulagið og láta reyna á hvort skaðabótakrafa kæmi fram. Þannig fengist svar við því hver bótakrafan yrði og hver yrði niðurstaða dómstóls. Hugsanlegt væri að út úr þessu kæmi viðunandi lausn en borgaryfirvöld vilja ekki hætta á að illa fari, fjárhagslega. 3. Að byggja í samræmi við vinningstillögu, eða vinningstillögur, í nýafstaðinni samkeppni. Þetta telur Hjálmar ákjósanlegustu leiðina. Margir hafa hins vegar orðið til að benda á að ekki sé unnt að gera hvort tveggja, reisa stórt hótel og sýna gamalli byggð virðingu og sóma um leið.Fjórða leiðin, að vinda ofan af Við sem myndum BIN-hópinn svonefnda (Björgum Ingólfstorgi og Nasa) höfum bent á fjórðu leiðina, sem er farsælust að okkar mati. Hún snýst um makaskipti og aðkomu yfirvalda að ráðstöfun húsa á hinum mikilvæga reit. a. Reykjavíkurborg fái lóðarhafa góða lóð annars staðar, þar sem vel færi á að reisa stórt hótel, en hlyti í staðinn lóðir hans á umræddu svæði. Með því móti losnaði eigandinn við tímafrekan og kostnaðarsaman fornleifauppgröft sem hann þyrfti ella að kosta og það tefði fyrir öllum framkvæmdum, einkum í Vallarstræti og Kirkjustræti. b. Reykjavíkurborg leysi til sín Kvennaskólann, Nasasalinn, Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Þrjú hin síðastnefndu yrðu gerð upp og ráðstafað að nýju, og öll væntanlega seld. Miðað yrði við svipaðan rekstur í Nasasalnum og verið hefur, við miklar vinsældir. Samkvæmt vinningstillögu skal salurinn hins vegar rifinn en reistur hótelsalur í staðinn. c. Borgin eignist Landsímahúsið (Thorvaldsensstræti 4), eitt virðulegasta hús Reykjavíkur, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið mætti nýta sem menningarhús enda verði horfið frá hugmyndum um menningarhús á Ingólfstorgi. Á jarðhæð verði veitingarekstur með útiveitingum við Austurvöll. Ingólfstorg verði ekki minnkað en mætti auðvitað lagfæra. d. Alþingi kaupi hin Símahúsin, önnur en Thorvaldsensstræti 4. Við höfum góðar heimildir fyrir því að á þinginu sé þverpólitískur áhugi á að leita annarra lausna við húsnæðisvanda en þeirra að reisa ný hús á Alþingisreitnum og að í því sambandi þyki Símahúsin álitlegur, eða a.m.k. hugsanlegur, kostur. Takist ekki samningar um kaup húsanna gæti Alþingi tekið þau á leigu.Göngum í málið Þessi fjórða leið er í þágu allra Íslendinga og Alþingis. Hún býður upp á enn betra mannlíf á sólríkum dögum og nýjum möguleikum á bættu menningarlífi. Nú reynir á borgarfulltrúa að takast á við vandann og minnast þess að pólitík er list hins mögulega. BIN hópurinn hefur mótmælt þriðju leiðinni, sem lýst er að ofan, með söfnun undirskrifta á ekkihotel.is og eru þegar komnar tæplega 15.000 undirskriftir. Við hvetjum alla landsmenn til að styðja þessa baráttu með undirskrift sinni.
Kostir við Ingólfstorg og nágrenni Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. 26. júlí 2012 06:00
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar