Á jákvæðni og sátt erindi í forvarnarfræðslu? Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2012 11:27 Forvarnarfræðsla þekkist vel sem fræðsla um það sem ekki má. Ég á kröftugar minningar af forvarnarfræðslu um eiturlyf, þar sem öllum nemendum í unglingadeildinni var hóað saman upp á sal til að horfa á myndband þar sem farið var yfir hvað fíkniefnin hétu og hvernig þau væru helst notuð. Svo sagði einhver töff týpa að hann hefði notað eiturlyf mikið, að þau væru hættuleg og vinir hans hefðu dáið. Forvarnarfræðsla í þessum dúr kallast stundum stórslysafræðsla. Það á alla vega við þegar sett er á svið það skelfilegasta sem getur gerst. Slík fræðsla á oft fyllilega rétt á sér, en mig langar samt að velta aðeins teningnum við. Fræðsla að þessu meiði má ekki af mínu viti vera á kostnað þess, að vanrækt sé að kenna börnum hvað er það besta sem getur gerst í lífinu. Við megum ekki vanrækja að kenna börnum færni til að vera farsæl, heil manneskja og hvað í felst. Í dag er vitað að samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu frístundastarfi og líf fullt af tilgangi og ábyrgð er besta forvörnin. Kannski gæti verið sniðugt að fræða nemendur og forelda meira um það? Kannski er hægt að nýta meira þá leið að bjóða gestum í heimsókn til bekkja, gesti úr nærsamfélaginu, ættingja, einhvern sem hefur verið farsæll, náð árangri, helgað sig ákveðnu verkefni og svo framvegis og sagt nemendum frá því hvernig var sigrast á hindrunum og hvað hafi nýst til að ná árangri. Ef við trúum því að hamingja og vellíðan sé tilkomin vegna meðfæddra eiginleika og aðstæðna, er tómt mál að tala um að auka trú á eigin getu, auka bjartsýni, seiglu og hæfni í mannlegum samskiptum. Við sem hins vegar trúum því að slíkt sé hægt að þjálfa, við viljum meina að velferð sé ákveðin afstaða og hugarfar auk meðfæddra eiginleika og aðstæðna. Carol Dweck, þekkt kenningarkona í menntavísindum, heldur því fram að það megi flokka þankagagn okkar í tvo flokka, Festu-hugarfar og Vaxtar-hugarfar. Festuhugarfar felur í sér að viðkomandi telur sér trú um að geta ekki lært margt nýtt og hefur litla trú á breytingum. Vaxandi hugarfar felur hins vegar í sér að viðkomandi er tilbúin að lært eitthvað nýtt, gera betur, vaxa með hverju verki og fá að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Samkvæmt Dweck er heillavænlegra að temja sér Vaxtarhugarfar til að takast á við nútímalíf. Kannski ber það merki um Festu-hugarfar að trúa því að vellíðan og hamingja stafi að meðfæddu lunderni og aðstæðum sem við höfum lítil áhrif á. Aðrir trúa því að velferð og hamingja sé afstaða og að slíkt hugarfar sé jafnvel hægt að þjálfa. Barbara Friedricsen er virtur sálfræðingur og rannsakandi og hefur sérstaklega rannsakað jákvæðar tilfinningar og jákvætt hugarfar. Niðurstöður hennar rannsókna eru í grófum dráttum þær að þegar við erum jákvæð, hugsum við öðruvísi. Við sjáum þá fleiri möguleika í stöðunni, erum sveigjanlegri í hugsun, meira skapandi og víðsýnni. Komin er út athyglisverð kennslubók sem hentar vel fyrir þá sem trúa því að hægt sé að hafa áhrif á börn og viðhorf ungs fólks til góðra lífsvenja og uppbyggilegs lífs. Bókin er gefin út af Námsgagnastofnun og heitir: Nám í skóla um hamingju og velferð og er eftir Ian Morris, þýdd af Erlu Kristjánsdóttur fyrrum lektors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bókin er áhrifamikil og sannfærandi og býður upp á auðveldar hagnýtar æfingar, aðferðir sem nýtist vel starfsfólki frístundamiðstöðva, kennurum og öðrum sem starfa með börnum og ungmennum. Morris byggir sínar kennsluaðferðir á reynslunámi, hann bendir réttilega á að árangursríkara er að fá nemendur til að hreyfa sig heldur en að tala um gildi hreyfingar. Slíkt á einnig við um kennslu í velferð og vellíðan segir Ian. Bókin byggir á hugmyndafræðinni: ,,menntun verður að vera meira en uppsöfnun þekkingar, hvort sem hún er vísindaleg, tæknileg, söguleg eða hvað annað. Menntun á að snúast um hvernig á að lifa" (Matthieu Richard og Jean-Franzois Revel bl. 332 í The Monk and the Philosopher (1998)). Slík bók á vissulega erindi í okkar samfélag. Gleymum því ekki að uppbyggilegar og góðar lífsvenjur eru besta forvörnin. Höfundur er MA félagssálfræði frá LSE og formaður félags um jákvæða sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Forvarnarfræðsla þekkist vel sem fræðsla um það sem ekki má. Ég á kröftugar minningar af forvarnarfræðslu um eiturlyf, þar sem öllum nemendum í unglingadeildinni var hóað saman upp á sal til að horfa á myndband þar sem farið var yfir hvað fíkniefnin hétu og hvernig þau væru helst notuð. Svo sagði einhver töff týpa að hann hefði notað eiturlyf mikið, að þau væru hættuleg og vinir hans hefðu dáið. Forvarnarfræðsla í þessum dúr kallast stundum stórslysafræðsla. Það á alla vega við þegar sett er á svið það skelfilegasta sem getur gerst. Slík fræðsla á oft fyllilega rétt á sér, en mig langar samt að velta aðeins teningnum við. Fræðsla að þessu meiði má ekki af mínu viti vera á kostnað þess, að vanrækt sé að kenna börnum hvað er það besta sem getur gerst í lífinu. Við megum ekki vanrækja að kenna börnum færni til að vera farsæl, heil manneskja og hvað í felst. Í dag er vitað að samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu frístundastarfi og líf fullt af tilgangi og ábyrgð er besta forvörnin. Kannski gæti verið sniðugt að fræða nemendur og forelda meira um það? Kannski er hægt að nýta meira þá leið að bjóða gestum í heimsókn til bekkja, gesti úr nærsamfélaginu, ættingja, einhvern sem hefur verið farsæll, náð árangri, helgað sig ákveðnu verkefni og svo framvegis og sagt nemendum frá því hvernig var sigrast á hindrunum og hvað hafi nýst til að ná árangri. Ef við trúum því að hamingja og vellíðan sé tilkomin vegna meðfæddra eiginleika og aðstæðna, er tómt mál að tala um að auka trú á eigin getu, auka bjartsýni, seiglu og hæfni í mannlegum samskiptum. Við sem hins vegar trúum því að slíkt sé hægt að þjálfa, við viljum meina að velferð sé ákveðin afstaða og hugarfar auk meðfæddra eiginleika og aðstæðna. Carol Dweck, þekkt kenningarkona í menntavísindum, heldur því fram að það megi flokka þankagagn okkar í tvo flokka, Festu-hugarfar og Vaxtar-hugarfar. Festuhugarfar felur í sér að viðkomandi telur sér trú um að geta ekki lært margt nýtt og hefur litla trú á breytingum. Vaxandi hugarfar felur hins vegar í sér að viðkomandi er tilbúin að lært eitthvað nýtt, gera betur, vaxa með hverju verki og fá að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Samkvæmt Dweck er heillavænlegra að temja sér Vaxtarhugarfar til að takast á við nútímalíf. Kannski ber það merki um Festu-hugarfar að trúa því að vellíðan og hamingja stafi að meðfæddu lunderni og aðstæðum sem við höfum lítil áhrif á. Aðrir trúa því að velferð og hamingja sé afstaða og að slíkt hugarfar sé jafnvel hægt að þjálfa. Barbara Friedricsen er virtur sálfræðingur og rannsakandi og hefur sérstaklega rannsakað jákvæðar tilfinningar og jákvætt hugarfar. Niðurstöður hennar rannsókna eru í grófum dráttum þær að þegar við erum jákvæð, hugsum við öðruvísi. Við sjáum þá fleiri möguleika í stöðunni, erum sveigjanlegri í hugsun, meira skapandi og víðsýnni. Komin er út athyglisverð kennslubók sem hentar vel fyrir þá sem trúa því að hægt sé að hafa áhrif á börn og viðhorf ungs fólks til góðra lífsvenja og uppbyggilegs lífs. Bókin er gefin út af Námsgagnastofnun og heitir: Nám í skóla um hamingju og velferð og er eftir Ian Morris, þýdd af Erlu Kristjánsdóttur fyrrum lektors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bókin er áhrifamikil og sannfærandi og býður upp á auðveldar hagnýtar æfingar, aðferðir sem nýtist vel starfsfólki frístundamiðstöðva, kennurum og öðrum sem starfa með börnum og ungmennum. Morris byggir sínar kennsluaðferðir á reynslunámi, hann bendir réttilega á að árangursríkara er að fá nemendur til að hreyfa sig heldur en að tala um gildi hreyfingar. Slíkt á einnig við um kennslu í velferð og vellíðan segir Ian. Bókin byggir á hugmyndafræðinni: ,,menntun verður að vera meira en uppsöfnun þekkingar, hvort sem hún er vísindaleg, tæknileg, söguleg eða hvað annað. Menntun á að snúast um hvernig á að lifa" (Matthieu Richard og Jean-Franzois Revel bl. 332 í The Monk and the Philosopher (1998)). Slík bók á vissulega erindi í okkar samfélag. Gleymum því ekki að uppbyggilegar og góðar lífsvenjur eru besta forvörnin. Höfundur er MA félagssálfræði frá LSE og formaður félags um jákvæða sálfræði.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar