Leikarar í lélegum farsa Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar