Aðildarviðræður – endatafl Björgvin G. Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar