Mótum betri samskiptaleiðir Toshiki Toma skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt. Það er fyrst og fremst í höndum skipuleggjenda þingsins sem sjá um að kynna fyrir innflytjendum áætlun þingsins og biðja um þeirra skoðun á ræðuefni. Til hverra eiga skipuleggjendur að senda erindi og á hvaða tungumáli? Síðan kemur annað mál sem er erfitt. Hvernig geta innflytjendur komið því sem þeir hafa í huga til skipuleggjenda? Það snýst ekki aðeins um atriði eins og tungumál heldur einnig þau sem lúta að innri hvötum og vilja okkar innflytjenda. Það virðist vera meiri fjarlægð í samskiptum milli borgarstjórnar og/eða ríkisstjórnar en sem nemur raunverulegri fjarlægð innflytjenda. Mér finnst að við – stjórn ríkis og sveitarfélaga og innflytjendur – eigum að horfast í augu við að við þurfum að móta samskiptaleiðir á milli okkar. Af reynslu minni sem prestur innflytjenda hefur þetta verið vandamál alla tíð undanfarinn áratug. Annars vegar getur meirihluti innflytjenda ekki skilið hvað stjórnvöld vilja gera fyrir innflytjendur og hins vegar geta stjórnvöld ekki vitað hvað innflytjendur hugsa og hvers þeir óska. Nú blasir það við að þetta er vandamál sem við komumst ekki yfir án sérstaks átaks. Þá er bara spurningin hvenær og hvernig eigum við að finna betri leiðir fyrir samskiptin? Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda. Ég get því miður ekki komið með góða tillögu um hvernig við eigum að móta netkerfið en það hlýtur að vera samvinnuverkefni. Eitt sem er ómissandi í verkefninu er að virkja innflytjendur og stöðuga þátttöku okkar innflytjenda sjálfra enda varðar þetta okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Toshiki Toma Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt. Það er fyrst og fremst í höndum skipuleggjenda þingsins sem sjá um að kynna fyrir innflytjendum áætlun þingsins og biðja um þeirra skoðun á ræðuefni. Til hverra eiga skipuleggjendur að senda erindi og á hvaða tungumáli? Síðan kemur annað mál sem er erfitt. Hvernig geta innflytjendur komið því sem þeir hafa í huga til skipuleggjenda? Það snýst ekki aðeins um atriði eins og tungumál heldur einnig þau sem lúta að innri hvötum og vilja okkar innflytjenda. Það virðist vera meiri fjarlægð í samskiptum milli borgarstjórnar og/eða ríkisstjórnar en sem nemur raunverulegri fjarlægð innflytjenda. Mér finnst að við – stjórn ríkis og sveitarfélaga og innflytjendur – eigum að horfast í augu við að við þurfum að móta samskiptaleiðir á milli okkar. Af reynslu minni sem prestur innflytjenda hefur þetta verið vandamál alla tíð undanfarinn áratug. Annars vegar getur meirihluti innflytjenda ekki skilið hvað stjórnvöld vilja gera fyrir innflytjendur og hins vegar geta stjórnvöld ekki vitað hvað innflytjendur hugsa og hvers þeir óska. Nú blasir það við að þetta er vandamál sem við komumst ekki yfir án sérstaks átaks. Þá er bara spurningin hvenær og hvernig eigum við að finna betri leiðir fyrir samskiptin? Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda. Ég get því miður ekki komið með góða tillögu um hvernig við eigum að móta netkerfið en það hlýtur að vera samvinnuverkefni. Eitt sem er ómissandi í verkefninu er að virkja innflytjendur og stöðuga þátttöku okkar innflytjenda sjálfra enda varðar þetta okkur sjálf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar