Fleiri fréttir

Eru verðtryggð húsnæðislán afleiður?

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007 breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta. Samkvæmt lögunum má ekki selja afleiður til almennings. Við setningu laganna var vísitala neysluverðs til verðtryggingar 278,1 stig, en er nú 400,5 stig. Vísitalan hefur því hækkað um 44% frá upptöku laganna og þ.a.l. einnig verðtryggð lán heimilanna.

Möguleikar á að yfirgefa evrusamstarfið

Þórhildur Hagalín skrifar

Ekkert evruríki getur ákveðið upp á eigin spýtur að yfirgefa evrusamstarfið nema ganga jafnframt úr Evrópusambandinu. Ástæðan fyrir því er sú að í sáttmálunum um Evrópusambandið er ekkert ákvæði sem gerir ráð fyrir því sem möguleika að evruríki hætti að nota evruna. Þvert á móti var það yfirlýstur vilji aðildarríkja ESB að innleiðing sameiginlegs gjaldmiðils væri óafturkallanleg og segir í sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins að gengi evrunnar sé fest með óafturkræfum hætti gagnvart gengi gjaldmiðils viðkomandi aðildarríkis. Að sama skapi er hvergi gert ráð fyrir því í sáttmálum Evrópusambandsins að hægt sé að vísa tilteknu evruríki úr myntbandalaginu, né Evrópusambandinu ef út í það er farið, án samþykkis þess.

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús Íslands?

Ármann Örn Ármannsson skrifar

Það er ánægjulegt að Ísland er aðeins að jafna sig eftir hrun og ríkisfjármál eru kannski eitthvað gagnsærri en áður. Frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harmar það mjög að stjórnmálamönnum hafi ekki tekist að vinna sér traust með þjóðinni. Skyldi ekki hluti þess felast í því að þjóðin er enn alls ekki upplýst um ýmis óþægileg mál? Harpa er kannski eitt þeirra? Ég ber hag Hörpu mjög fyrir brjósti og finnst þetta flott hús þó segja megi að það sé allt of flott fyrir okkar fámennu þjóð.

Snjallsíma- og spjaldtölvubyltingin

Birna Ósk Einarsdóttir skrifar

Sumarið er komið á Íslandi með tilheyrandi gáska og ferðalögum. Hjá Símanum finnum við fyrir breyttum lífsháttum og þörfum hjá fólki yfir sumarmánuðina. Sumarbústaðir, tjöld og tjaldhýsi verða um tíma annað heimili fólks og þar má jafnvel framlengja dvölina með því að tengjast netinu í gegnum 3G-kerfið og sinna þannig vinnunni um leið og notið er samvista með fjölskyldunni, fjarri skarkalanum. Ferðalögin kalla á það að fólk geti tengst netinu nánast hvar og hvenær sem er, enda hefur Síminn lagt áherslu á það síðustu ár að stækka og þétta 3G-kerfið sitt til þess að mæta þessum þörfum og gera fólki lífið léttara við að afla sér upplýsinga, sinna vinnunni og eiga samskipti.

Þjóðarvilji ráði för

Eygló Harðardóttir skrifar

Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum.

Að rækta reiðina

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta.

Stjórnun fiskveiða skilar greinilegum árangri

„Hafið er framtíðin" er yfirskrift formennsku Norðmanna í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2012. Í stöðugri leit okkar að nýjum orkulindum hafa olíu- og gasrannsóknir færst út á æ dýpri hafsvæði. Leitað er eftir jarðefnum á sjávarbotni. Fiskeldi í saltvatni verður stöðugt mikilvægara fyrir matvælaöryggi í heiminum. Ástand hafsins var á dagskrá á Ríó+20-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem fram fór í Brasilíu í júní 2012. Í okkar heimshluta er verið að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB.

Skilaboðin eru skýr

Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar

Sjálfstæðiskonan Sirrý Hallgrímsdóttir segir í grein um jafnréttismál að sjálfstæðiskonur hafi verið "brautryðjendur á sviði jafnréttismála“. Sirrý fer aftur til upphafs síðustu aldar til að finna konur sem gegnt hafa mikilvægum embættum í nafni Sjálfstæðisflokksins og nefnir þar sérstaklega Ingibjörgu H. Bjarnason, en hún tók sæti á þingi fyrst kvenna fyrir sérstakan Kvennalista, þó síðar hafi hún gengið til liðs við íhaldið.

Eilífur forseti

Guðný Gústafsdóttir skrifar

Kim Jong-il hvað?!“ sagði vinkona mín nokkuð æst. Við vorum að tala um forsetakosningarnar. Hún æsir sig annars aldrei, alltaf pollróleg og með húmor fyrir hlutunum. Hún hefur verið að stúdera asíska pólitík og fannst rökrétt að vísa til Norður-Kóreu til að undirstrika hvað væri í gangi. Ég var ekki eins fljót að tengja og hváði. "Ha? Kim Jong-il?“ "Já, þessi með sveipinn í hárinu og ógnarstjórnunina í Norður Kóreu manstu?!“

Yfirvegun í lyfjaumræðunni

Jakob Falur Garðarsson skrifar

Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefðbundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabbameinslyf og meðferðarúrræði sem einstaklingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða.

Skýr lög um vörslusviptingar

Ögmundur Jónasson skrifar

Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um.

Ólíklegt að evra myndi víkja fyrir "euro“

Þórhildur Hagalín skrifar

Á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evrópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn "euro“ og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið "cent“.

Samningur getur bjargað lífum

Kristján Sturluson skrifar

Það er sorgleg staðreynd að víða um heim er aðgengi að vopnum og skotfærum þannig að nánast hver sem er getur komist yfir vopn. Þetta hefur og mun að óbreyttu leiða til fleiri stríðsátaka með tilheyrandi mannréttindabrotum, drápum og þjáningum fyrir almenna borgara sem eru þeir sem oftast verða fyrir barðinu á stríðsátökum.

Eru verðtryggð húsnæðislán ólögleg?

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007, var innleidd í íslenskan rétt MiFID-tilskipun Evrópusambandsins. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja á EES-svæðinu. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá var löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf.

Ein heildarlög um dvalar- og atvinnuleyfi

Ögmundur Jónasson skrifar

Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum.

Ingólfstorg – Kvosin

Páll Hjaltason skrifar

Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi.

Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi

Kristín Ómarsdóttir skrifar

Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína.

Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn

Hjörtur Smárason skrifar

Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum.

Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl.

Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun?

Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands.

Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa

Vilhjálmur Pétursson skrifar

Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði.

Stuðningsgrein: Afhverju að kjósa Andreu Ólafs sem Forseta Íslands?

Hákon Einar Júlíusson skrifar

Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við.

Stuðningsgrein: Kjósandi góður

Pétur Pétursson skrifar

Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru.

Manneskjan á bak við embættið

Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar

Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð.

Stuðningsgrein: Kjósum breytingar

Marinó G. Njálsson skrifar

Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími.

Ég samhryggist þér…á Facebook

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar

Ég nota Facebook nær daglega og hef oft mjög gaman að. Þrælsniðugt tól þegar kemur að því að fylgjast með ástvinum erlendis, halda sambandi við vini sem ég umgengst ekki reglulega og svala ríkulegri forvitni minni þegar kemur að skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Ég tjái mig líka þarna inni og þegar ég er í stuði finnst mér á köflum ég svo

Hver er réttur barna á Íslandi?

François Scheefer skrifar

24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga.

Það er kominn tími til að breyta

Þóra Arnórsdóttir skrifar

Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum.

Að greiða sín fósturlaun

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda.

Græðgi kostar

Víðir Guðmundsson skrifar

Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt.

Það besta fyrir þjóðarlíkamann?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Fari svo að fræðimaðurinn, Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, vinni forsetakosningarnar á laugardaginn verður það sögulegur sigur. Ekki er hægt að stinga því undir stól. Segjum að það verði raunin. Þá mun Ólafur sitja til ársins 2016, eða alls 20 ár. Þá verður Ólafur Ragnar 74 ára og íslenska lýðveldið 72 ára.

Stuðningsgrein: Að hafa áhrif á samfélag sitt

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna.

Stuðningsgrein: Forseti sem við berum virðingu fyrir

Hjalti Vigfússon skrifar

Nokkuð hefur verið rætt um hlutverk forsetans í aðdraganda forsetakosninganna næstu helgi. Ég hef oft velt þessari umræðu fyrir mér og jafnvel tekið þátt í henni. Ég skil samt ekki af hverju frambjóðendur og við landsmenn ræðum þetta í svo mikla þaula. Við þekkjum öll hlutverk forsetans nokkuð vel. Þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi virkjað málsskotsréttin með eftirminnilegum hætti, vitum við vel að það er ekki hlutverk forsetans að taka í sífellu fram fyrir hendur Alþingis, enda hefur enginn forseti lýðveldissins hagað sér þannig.

Stuðningsgrein: Þóru fyrir forseta

Einar Benediktsson skrifar

Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands.

Heilindi

Sigfinnur Þorleifsson og Þórir Stephensen skrifar

Hið fyrsta sem menn hljóta að íhuga þegar þeir kjósa sér forseta er heilindi hans og þar ekki síst hið pólitíska siðgæði, sem frambjóðandinn stendur fyrir.

Það er ekki hægt að sökkva dýpra

Hildur Dís Jónsdóttir skrifar

Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að "kvarta“ og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn?

Stefnumótun og áætlanagerð í opinberum rekstri

Héðinn Unnsteinsson og Pétur Berg Matthíasson skrifar

Stefnumótun og áætlanagerð er viðamikill þáttur í allri starfsemi hins opinbera, hvort sem er í ráðuneytum, hjá stofnunum eða í sveitarfélögum. Stefnumótun og áætlanagerð einskorðast þó ekki við opinbera geirann heldur er um að ræða lykilþátt í starfsemi einkageirans. Innan opinbera geirans er stefnum og áætlunum ætlað að leiða almannafé að almannahag með markvissri framkvæmd þeirra verkefna og aðgerða sem kveðið er á um.

Hryðjuverk yfirvofandi: Björgum Nasa og sóltorgi Ingólfs

Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir skrifar

Ríkur maður keypti hús við Ingólfstorg og Landsímahúsin og vill selja verktökum dýrt til að byggja tröllaukið hótel, líklega með á fjórða hundrað herbergi. Á hlaðinu við dúkkudómkirkjuna og dúkkuþinghúsið okkar, takk. Gjörið svo vel. Jafnstórt og Hótel Saga plús tvær Hótel Borgir.

Upptaka evru er háð skilyrðum

Þórhildur Hagalín skrifar

Aðildarríki Evrópusambandsins geta ekki bara tekið upp sameiginlega mynt sambandsins, evru, heldur ber þeim að gera það. Á meðal markmiða sambandsins er "að koma á efnahags- og myntbandalagi þar sem evra er gjaldmiðillinn“. Í sáttmálum Evrópusambandsins eru þau aðildarríki sem ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort uppfylli nauðsynleg skilyrði fyrir því að taka upp evruna kölluð aðildarríki með undanþágu.

Stuðningsgrein: Jóna og séra Jón

Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar

Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna.

Stuðningsgrein: Auðvitað kjósum við Þóru

Helga Kristjánsdóttir skrifar

Man fyrst eftir að hafa talað við Þóru fyrir um tíu árum á kaffihúsi. Við ræddum um daginn og veginn og hún kom sérstaklega inn á hvað hún hefði mikla trú á ungu kynslóðinni. Hún hafði nýlega verið í heimsókn í framhaldsskóla og fundist svo mikill kraftur og von í unga fólkinu. Þetta er mér minnistætt enn þann dag í dag, það töluðu einhverveginn svo fáir á þessum nótum.

Stuðningsgrein: Af hverju er Ólafur Ragnar besti kosturinn?

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir skrifar

Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju.

Veiðigjald: Hvers vegna að rífast?

Þorkell Helgason skrifar

Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að "þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins.“ Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að "[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu.“

Stuðningsgrein vegna framboðs Herdísar Þorgeirsdóttur

Vigdís Grímsdóttir skrifar

Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt. Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona: Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin.

Stuðningsgrein: Forseti, alþingi og traust

Þórður Helgason skrifar

Ísland er góður bústaður. Hér eru auðlindir, fiskimið, orka í fallvötnum, jarðvarmi, stórt ræktanlegt land og mikið rými fyrir núverandi íbúafjölda og síðast en ekki síst hér býr vel menntað, duglegt og að jafnaði vel meinandi fólk. Atvinnuvegir okkar ganga líka vel. Fiskur selst alltaf vel og gerir enn. Við erum nýbúin að auka álframleiðslu umtalsvert, langt í tvöfaldað hana. Og ferðamannaiðnaðurinn vex ár frá ári, hröðum skrefum.

Sjá næstu 50 greinar