Það er kominn tími til að breyta Þóra Arnórsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun