Samningur getur bjargað lífum Kristján Sturluson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Það er sorgleg staðreynd að víða um heim er aðgengi að vopnum og skotfærum þannig að nánast hver sem er getur komist yfir vopn. Þetta hefur og mun að óbreyttu leiða til fleiri stríðsátaka með tilheyrandi mannréttindabrotum, drápum og þjáningum fyrir almenna borgara sem eru þeir sem oftast verða fyrir barðinu á stríðsátökum. Á hverju ári líða hundruð þúsunda almennra borgara fyrir nær óheft aðgengi stríðandi aðila að vopnum sem er misbeitt gagnvart þeim. Alþjóðlegar takmarkanir eru til staðar varðandi ýmiss konar hættulegan varning. Hins vegar er ekki til neinn alþjóðlegur samningur sem kveður á um hvaða reglur eigi að gilda um vopnaviðskipti milli ríkja. Nú í júlí fá aðildarríki Sameinuðu þjóðanna einstakt tækifæri til að taka mikilvægt skref fram á við þegar sest verður að samningaborðinu til að ræða alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning. Mikilvægt er að samkomulag náist og að útkoman verði öflugur vopnaviðskiptasamningur sem mun draga úr eða koma í veg fyrir dráp og þjáningar þeirra sem ekki eiga aðild að stríðsátökum. Í daglegum störfum sínum víða um heim verða sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans vitni að eyðileggingarmætti átaka. Stór hluti hjálparstarfs Rauða krossins fer í að sinna heilbrigðisþjónustu fyrir þúsundir fórnarlamba stríðsátaka víða um heim. Því miður gerist það allt of oft að hjálparsamtök geta ekki sinnt starfi sínu vegna hótana um beitingu vopnavalds gagnvart þeim. Slíkt mun halda áfram svo lengi sem vopn verða auðfáanleg. Undanfarin ár hefur sífellt meiri samstaða myndast um nauðsyn þess að koma í veg fyrir óhefta vopnasölu. Alþjóðahreyfing Rauða krossins hefur ítrekað beint þeim tilmælum til ríkisstjórna að auka vernd almennra borgara í átökum með því að setja ströng viðmið og reglur um vopnaviðskipti á milli landa. Öll ríki heims hafa með samþykkt Genfarsamninganna frá 1949 skuldbundið sig til að virða alþjóðleg mannúðarlög í stríði og tryggja að aðrir geri það sömuleiðis. Sú skuldbinding felur í sér að tryggt sé að vopn og skotfæri endi ekki í höndum þeirra sem augljóst er að muni nota þau til að brjóta alþjóðleg mannúðarlög, s.s. með því að fremja stríðsglæpi og þjóðarmorð. Til að ná því markmiði er gríðarlega mikilvægt að vopnaviðskiptasamningur feli í sér áhættumat á því hvort vopn muni verða notuð til að brjóta á mannréttindum. Ekki er síður mikilvægt að samningurinn nái utan um flutning á vopnum og skotfærum. Þannig gæti það komið í hlut Íslands að framfylgja slíkum samningi í framtíðinni og það ekki síst ef siglingaleiðin um Norður-Íshafið opnast. Ríkisstjórnir heims hafa nú tækifæri til að endurnýja þær skuldbindingar sem þær hafa undirgengist með aðild að Genfarsamningunum með því að koma taumhaldi á viðskipti með vopn og skotfæri sem augljóslega á að nota til að brjóta alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að styðja ötullega við gerð öflugs alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings því slíkt getur sannarlega bjargað mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Snjallsíma- og spjaldtölvubyltingin Sumarið er komið á Íslandi með tilheyrandi gáska og ferðalögum. Hjá Símanum finnum við fyrir breyttum lífsháttum og þörfum hjá fólki yfir sumarmánuðina. Sumarbústaðir, tjöld og tjaldhýsi verða um tíma annað heimili fólks og þar má jafnvel framlengja dvölina með því að tengjast netinu í gegnum 3G-kerfið og sinna þannig vinnunni um leið og notið er samvista með fjölskyldunni, fjarri skarkalanum. Ferðalögin kalla á það að fólk geti tengst netinu nánast hvar og hvenær sem er, enda hefur Síminn lagt áherslu á það síðustu ár að stækka og þétta 3G-kerfið sitt til þess að mæta þessum þörfum og gera fólki lífið léttara við að afla sér upplýsinga, sinna vinnunni og eiga samskipti. 4. júlí 2012 06:00 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að víða um heim er aðgengi að vopnum og skotfærum þannig að nánast hver sem er getur komist yfir vopn. Þetta hefur og mun að óbreyttu leiða til fleiri stríðsátaka með tilheyrandi mannréttindabrotum, drápum og þjáningum fyrir almenna borgara sem eru þeir sem oftast verða fyrir barðinu á stríðsátökum. Á hverju ári líða hundruð þúsunda almennra borgara fyrir nær óheft aðgengi stríðandi aðila að vopnum sem er misbeitt gagnvart þeim. Alþjóðlegar takmarkanir eru til staðar varðandi ýmiss konar hættulegan varning. Hins vegar er ekki til neinn alþjóðlegur samningur sem kveður á um hvaða reglur eigi að gilda um vopnaviðskipti milli ríkja. Nú í júlí fá aðildarríki Sameinuðu þjóðanna einstakt tækifæri til að taka mikilvægt skref fram á við þegar sest verður að samningaborðinu til að ræða alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning. Mikilvægt er að samkomulag náist og að útkoman verði öflugur vopnaviðskiptasamningur sem mun draga úr eða koma í veg fyrir dráp og þjáningar þeirra sem ekki eiga aðild að stríðsátökum. Í daglegum störfum sínum víða um heim verða sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans vitni að eyðileggingarmætti átaka. Stór hluti hjálparstarfs Rauða krossins fer í að sinna heilbrigðisþjónustu fyrir þúsundir fórnarlamba stríðsátaka víða um heim. Því miður gerist það allt of oft að hjálparsamtök geta ekki sinnt starfi sínu vegna hótana um beitingu vopnavalds gagnvart þeim. Slíkt mun halda áfram svo lengi sem vopn verða auðfáanleg. Undanfarin ár hefur sífellt meiri samstaða myndast um nauðsyn þess að koma í veg fyrir óhefta vopnasölu. Alþjóðahreyfing Rauða krossins hefur ítrekað beint þeim tilmælum til ríkisstjórna að auka vernd almennra borgara í átökum með því að setja ströng viðmið og reglur um vopnaviðskipti á milli landa. Öll ríki heims hafa með samþykkt Genfarsamninganna frá 1949 skuldbundið sig til að virða alþjóðleg mannúðarlög í stríði og tryggja að aðrir geri það sömuleiðis. Sú skuldbinding felur í sér að tryggt sé að vopn og skotfæri endi ekki í höndum þeirra sem augljóst er að muni nota þau til að brjóta alþjóðleg mannúðarlög, s.s. með því að fremja stríðsglæpi og þjóðarmorð. Til að ná því markmiði er gríðarlega mikilvægt að vopnaviðskiptasamningur feli í sér áhættumat á því hvort vopn muni verða notuð til að brjóta á mannréttindum. Ekki er síður mikilvægt að samningurinn nái utan um flutning á vopnum og skotfærum. Þannig gæti það komið í hlut Íslands að framfylgja slíkum samningi í framtíðinni og það ekki síst ef siglingaleiðin um Norður-Íshafið opnast. Ríkisstjórnir heims hafa nú tækifæri til að endurnýja þær skuldbindingar sem þær hafa undirgengist með aðild að Genfarsamningunum með því að koma taumhaldi á viðskipti með vopn og skotfæri sem augljóslega á að nota til að brjóta alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að styðja ötullega við gerð öflugs alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings því slíkt getur sannarlega bjargað mannslífum.
Snjallsíma- og spjaldtölvubyltingin Sumarið er komið á Íslandi með tilheyrandi gáska og ferðalögum. Hjá Símanum finnum við fyrir breyttum lífsháttum og þörfum hjá fólki yfir sumarmánuðina. Sumarbústaðir, tjöld og tjaldhýsi verða um tíma annað heimili fólks og þar má jafnvel framlengja dvölina með því að tengjast netinu í gegnum 3G-kerfið og sinna þannig vinnunni um leið og notið er samvista með fjölskyldunni, fjarri skarkalanum. Ferðalögin kalla á það að fólk geti tengst netinu nánast hvar og hvenær sem er, enda hefur Síminn lagt áherslu á það síðustu ár að stækka og þétta 3G-kerfið sitt til þess að mæta þessum þörfum og gera fólki lífið léttara við að afla sér upplýsinga, sinna vinnunni og eiga samskipti. 4. júlí 2012 06:00
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar