Fleiri fréttir Jafnréttið og prinsippfesta Jóhönnu Björn Bjarnason skrifar Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni "að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. 26.6.2012 10:00 Eiga konur ekki að kæra? Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar Verðleikasamfélagið er andstæða spillingarsamfélagsins. Í verðleikasamfélaginu fær fólk að njóta menntunar sinnar, reynslu og færni án tillits til kyns, uppruna, stöðu, kynhneigðar eða stjórnmálaskoðana. Virðing við lög og reglur eru líka grundvöllur þess samfélags sem vill kenna sig við verðleika. Í spillingarsamfélaginu er þessu öllu snúið á haus. 26.6.2012 10:00 Stuðningsgrein: Heldur þann versta en þann næstbesta – Dauðu atkvæðin skipta máli Sigurborg Daðadóttir skrifar "Heldur þann versta en þann næstbesta“ sagði Snæfríður Íslandssól þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki dómkirkjuprestinn. Flestir Íslendingar þekkja sögu Snæfríðar í Íslandsklukku Halldórs Laxness, en til upprifjunar er söguþráðurinn í grófum dráttum þessi: Snæfríður er ástfangin af Árna (Arnasi Arnæus) og fylgir honum um landið þegar hann safnar handritum. Árni er sjálfhverfur og heltekinn af handritunum. Snæfríður giftist fyllibyttunni Magnúsi í Bræðratungu, þrátt fyrir að elska Árna. 26.6.2012 22:00 Stuðningsgrein: Þess vegna kýs ég Andreu Þórður Björn Sigurðsson skrifar Margir hafa birt góðar greinar til stuðnings við framboð Andreu Ólafsdóttur til forseta síðstu daga þar sem kostir framboðs hennar hafa verið tíundaðir. Ég hef ekki miklu við greinarnar að bæta en langar að koma á framfæri hvers vegna ég mun kjósa Andreu. Innihald framboðs Andreu er róttækt og ótvírætt. Andrea hefur sagst vera reiðubúin að fara ótroðnar slóðir í embætti en þó innan ramma stjórnskipaninnar. Hún er reiðubúin að beita embættinu svo meirihlutavilji nái fram að ganga. Ekki er vanþörf á því að mínu viti. 26.6.2012 18:00 Stuðningsgrein: "Djöfull ertu heppinn!“ Ingimar Karl Helgason skrifar Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: "Djöfull ertu heppinn!“ 26.6.2012 17:00 Stuðningsgrein: Þóru eitt kjörtímabil, síðan Ara Trausta Ólafi Ragnari er ýmislegt til lista lagt, og hann hefur margt vel gert. En hann mærði útrásarvíkinga fyrir hrun, og eftir hrunið neitaði hann að horfast í augu við afleiðingar þess. Í áramótaávarpi sínu á nýárdag 2012 lét hann að því liggja að hann myndi ekki að bjóða sig aftur fram, - segist svo ekkert hafa meint það. 26.6.2012 16:00 Hvaða frambjóðanda gef ég mitt atkvæði og hvers vegna? Helena Stefánsdóttir skrifar Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. 26.6.2012 15:00 Stuðningsgrein: Atkvæði mitt fær Andrea Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo vilta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. 26.6.2012 14:00 Til stuðnings Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Örn Karlsson skrifar Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. 26.6.2012 13:00 Kjósum nýjan forseta Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Eftir fáeina daga höfum við val og getum kosið nýjan forseta. Við erum alltaf stolt af landinu okkar, Nýja Íslandi og Gamla Ísandi en miðað við allt og allt hljómar samt Nýja Ísland betur. Kosningaréttur er einn dýrmætasti réttur okkar. Kosningaréttur er frelsi og þess vegna fylgir honum líka ábyrgð. 26.6.2012 12:00 Gras! Gras! Samtakamáttur foreldra skiptir máli í forvörnum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum 26. júní fyrir tveimur árum, hófst hér á landi átak til að vekja athygli foreldra á kannabisvandanum. Fyrir átakinu stendur samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við 20 félagasamtök. Haldin hafa verið málþing í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Bara gras?“ og er markmiðið að fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabis sem alls ekki er „bara gras“. Á fundunum er farið yfir skaðsemi og einkenni neyslunnar og bent á mikilvægi foreldra í forvörnum. 26.6.2012 10:00 Ábyrgð Ólafs Sveinbjörn Finnsson skrifar Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst 26.6.2012 09:30 Öldungar og völd Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar Um opinbera starfsmenn á Íslandi gildir sem kunnugt er sú regla að þeir ljúka störfum í síðasta lagi við sjötugt. Ýmiss konar hugsun býr að baki þessu kerfi. Þannig virðist aldursmarkið 70 ár vel valið með hliðsjón af heilsufari fólks nú á dögum. Þeir sem vilja vinna lengur og láta til sín taka, geta gert það í margvíslegum ráðgjafarhlutverkum og aukastörfum sem fela í sér skuldbindingar eftir því sem hverjum og einum hentar. 26.6.2012 06:00 Ég kæri mig ekki um þennan stimpil! Dagmar Ýr Stefánsdóttir skrifar Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. 26.6.2012 06:00 Sátt um auðlindastefnu Arnar Guðmundsson skrifar Allt frá skýrslu Auðlindanefndar árið 2000 má sjá sömu grundvallaratriðin í skýrslum og stefnumótun um auðlindamál. Verkefni Auðlindastefnunefndar er að draga þessi atriði saman og byggja á þeim tillögur um umsýslu auðlinda. 26.6.2012 09:30 Stuðningsgrein: Ég kýs gegn valdaklíkunum Einar Steingrímsson skrifar Andrea Ólafsdóttir sagði í viðtali við DV um helgina að hún byggist ekki við að vinna í forsetakosningunum. Þótt ég sé óforbetranleg bjartsýnismanneskja kann ég að meta hreinskilni og raunsæi af þessu tagi, og ekki síður að Andrea skuli láta vera að klæða það í grímubúning orðaleppa eins og algengt er meðal stjórnmálafólks. 25.6.2012 14:30 Stuðningsgrein: Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn Árið 1996 var ég stödd í Angóla og frétti af því í handskrifuðu sendibréfi að Ólafur Ragnar Grímsson væri orðinn forseti Íslands. Mér fannst það hvorki gott né vont, hafði um margt annað að hugsa. Fyrsta kjörtímabil Ólafs Ragnars bjó ég erlendis. Hann var því orðinn nokkuð rótgróinn forseti þegar ég flutti til Íslands á ný og ég hafði lengi vel enga sérstaka skoðun á honum, hvorki til né frá. Enn bý ég erlendis, að þessu sinni ekki vegna ævintýraþrár eins og þegar Ólafur Ragnar var kjörinn, heldur af illri nauðsyn. Sem einstæð móðir tveggja barna sá ég, eftir íslenska efnahagshrunið, enga mögulega leið til að láta enda ná saman. Sex ára háskólanám hafði ekkert að segja þegar kom að launaviðræðum. Excelskjal eftir excelskjal og ákafir útreikningar leiddu ævinlega hið sama í ljós; það var engin lifandi leið fyrir mig að draga fram lífið á Íslandi, sama hve bjartsýnar tölur ég lét inn í dæmið. 25.6.2012 17:00 Stuðningsgrein: Kjósum Andreu Björgvin R. Leifsson skrifar Þegar umræðan um stjórnarskrána stóð hvað æst í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings lét Sigurður Líndal, lagaprófessor, hafa eftir sér eitthvað á þá leið að við þyrftum ekki nýja stjórnarskrá, heldur væri nær að byrja á því að fara eftir þeirri, sem er í gildi. Nú tel ég að lýðveldið þurfi sárlega á nýrri stjórnarskrá að halda vegna augljósra galla, sem eru á gildandi stjórnarskrá. nægir þar að nefna að ýmsar greinar hennar eru svo galopnar að þær má túlka að vild hvers sem er. 25.6.2012 14:45 Stuðningsgrein: Að velja sér forseta Guðjón Sigurðsson skrifar Ég eins og aðrir Íslendingar þurfum að velja okkur forseta til næstu ára. Við eigum val um margar glæsilegar manneskjur að þessu sinni. Hver sem vinnur þær kosningar verður forsetinn minn eins og annara Íslendinga. Óháð hvern ég vel. Ég hef gert upp hug minn að þessu sinni. Ég mun greiða Ólafi Ragnari mitt athvæði. Hann og ekki síður hans betri helmingur hafa sýnt mér og öðrum sem erum í endalausum slag fyrir bættum kjörum þeirra sem verst eru settir á Íslandi og víðar um heiminn að þau eru alltaf tilbúin að aðstoða okkur beint og óbeint. 25.6.2012 14:15 Ari Trausti er traustsins verður Brynja Tomer skrifar "Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð,“ hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. 25.6.2012 06:00 Stuðningsgrein: Af hverju Þóru? Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar Það má kallast nokkur lýðræðisbrestur að hægt sé að verða kjörinn forseti Íslands með verulegum minnihluta greiddra atkvæða. Betra væri að hafa þann hátt á sem Frakkar gera og hafa tvær umferðir, þar sem sú síðari gerði upp á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta á fyrra kjördegi. Nú standa forsetakosningar fyrir dyrum eftir fáeina daga. Sjálfur dreg ég enga dul á að mér finnst brýnast af öllu að koma núverandi forseta frá. Af hverju er það svo brýnt? Ástæður þess hafa verið ágætlega raktar af öðrum og ætla ég ekki að tínunda þær allar en minna á nokkrar. 25.6.2012 22:00 Stuðningsgrein: Tungan er beitt vopn Sigurbjörg Bergsdóttir skrifar Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. 25.6.2012 22:00 Stuðningsgrein: Frá fortíð til framtíðar Guðný Gústafsdóttir skrifar Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. 25.6.2012 21:00 Stuðningsgrein: Vill ekki vera forsetinn minn Jón Sæmundur Sigurjónsson skrifar Ég verð að viðurkenna það að ég hef kosið Ólaf Ragnar Grímsson til forseta allt frá því að hann bauð sig fyrst fram til þess embættis. Ég og fjöldi vina minna hafa þannig stuðlað að því að hann hefur getað gengt þessari stöðu í 16 ár. Ef hann hins vegar verður endurkjörinn nú í hið fimmta sinn, þá verður það ekki með ekki með mínu atkvæði eða með atkvæðum þeirra sem ég þekki best. Reyndar yrði hann kjörinn að meirihluta til með atkvæðum fólks, sem aldrei hefur kosið hann áður, fólks, sem einungis hefur sýnt honum fyrirlitningu í gegn um tíðina. 25.6.2012 20:00 Stuðningsgrein: Hún verður vitur forseti Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar Tveir Þor-geirar eru frægir úr sögum okkar Íslendinga. Annar þeirra er Þorgeir Hávarsson, kjarkmaður mikill en kjarkur hans var í öfugu hlutfalli við vit. Hann drap að ósekju fjölda manna sem minna máttu sín til að auka virðingu sína. Fyrirmyndir hans voru þeir íslenskir sem fóru til hirða norskra konunga til að elta lýð og drepa. Annar þor-geir var Þorgeir Ljósvetningagoði, sem hafði góðan kjark, en því fylgdi vit meira. Sá Þorgeir hafði kjark til að leggjast undir feld til að hug- leiða gerning til sátta þegar við lá að kristnir menn og heiðnir myndu berjast á Alþingi til úrslita um kristnitöku þjóðarinnar. Undan feldi kom þessi Þorgeir með afurð vit síns, sáttatillögu sem þingheimur sættist á og komst þá friður með þjóðinni. 25.6.2012 19:00 Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum Björg Björnsdóttir skrifar Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. 25.6.2012 18:00 Stuðningsgrein: Hógvær leiðtogi allrar þjóðarinnar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. 25.6.2012 15:45 Stuðningsgrein: Mig langar orðið að flytja heim Ingibjörg Björnsdóttir skrifar Ég kemst því miður ekki til þess að kjósa mér forseta, í mínum heimabæ er hvorki sendiráð né ræðismaður og ekki hægt að komast á kjöstað öðruvísi en með bát eða flugvél. Erindi mínu um utankjörfund hjá lögregluyfirvaldinu í bænum mínum var tekið fálega hjá utanríkisráðuneytinu, þar fara menn eftir fordæmum, en gefa ekki. 25.6.2012 11:39 Nýtt hlutverk, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. 25.6.2012 06:00 Þór en ekki Þóra Eva Björk Kaaber skrifar Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? 25.6.2012 06:00 Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann Hauksson skrifar Gerð eru hróp að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þessa dagana og hún sökuð um kynjamisétti. Það gerir jafnvel maður sem sagði fyrir hönd fjölmiðla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að fólk hefði bara þagað og ekki þorað eða viljað tala fyrir hrun. "Það hafði kannski vitneskju um eitthvað sem það taldi vafasamt í systeminu, en það voru allir komnir á góð laun eða voru í arðbærum verkefnum o.s.frv, " sagði núverandi ritstjóri Fréttablaðsins við rannsóknarnefndina og vísaði þar til meðvirkni fjölmiðla. 23.6.2012 12:08 Við kusum hana Birna Anna Björnsdóttir skrifar Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. 23.6.2012 13:00 Þegar okkur langar að gera eitthvað Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. 23.6.2012 10:00 Saumaklúbbur sameinast um Þóru Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. 23.6.2012 09:00 Segðu satt Ólafur Ragnar Ásdís Ólafsdóttir skrifar Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í kosningabaráttunni. Sjálfan sig. 23.6.2012 06:00 Enn birtir til í efnahagslífinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. 23.6.2012 06:00 Til varnar jafnréttissinna Oddný Harðardóttir skrifar Á árunum eftir bankahrunið skaut upp kollinum hugtakið verðleikaþjóðfélag í þjóðmálaumræðunni. Með hugtakinu er vísað til þess að við úthlutun embætta og annarra starfa skuli stuðst við verðleika umsækjenda, hæfni þeirra, reynslu og menntun og að þessir verðleikar skuli metnir á faglegan og óvilhallan hátt af þar til bæru fólki. 23.6.2012 06:00 „Leikur á borði“ 22.6.2012 16:00 Sáttavilji ítrekaður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. 22.6.2012 06:00 Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. 22.6.2012 06:00 Stuðningsgrein: Þóra Arnórsdóttir, forseti sáttar og bjartsýni Harpa Jónsdóttir skrifar Nú, á bjartasta tíma ársins, göngum við Íslendingar til forsetakosninga. Forsetakosningar eru í mínum huga tilefni gleði og bjartsýni. Það eru forréttindi og því fylgir jafnframt ábyrgð að fá að velja sér forseta og nýta kosningaréttinn. 22.6.2012 06:00 Ólafur breytti engu – en nú þarf að breyta! Jakob S. Jónsson skrifar 21.6.2012 17:00 Nýju fötin forsetans 21.6.2012 15:00 Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. 21.6.2012 13:31 WikiLeaks gegn misbeitingu VISA Kristinn Hrafnsson skrifar Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. 21.6.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Jafnréttið og prinsippfesta Jóhönnu Björn Bjarnason skrifar Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni "að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. 26.6.2012 10:00
Eiga konur ekki að kæra? Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar Verðleikasamfélagið er andstæða spillingarsamfélagsins. Í verðleikasamfélaginu fær fólk að njóta menntunar sinnar, reynslu og færni án tillits til kyns, uppruna, stöðu, kynhneigðar eða stjórnmálaskoðana. Virðing við lög og reglur eru líka grundvöllur þess samfélags sem vill kenna sig við verðleika. Í spillingarsamfélaginu er þessu öllu snúið á haus. 26.6.2012 10:00
Stuðningsgrein: Heldur þann versta en þann næstbesta – Dauðu atkvæðin skipta máli Sigurborg Daðadóttir skrifar "Heldur þann versta en þann næstbesta“ sagði Snæfríður Íslandssól þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki dómkirkjuprestinn. Flestir Íslendingar þekkja sögu Snæfríðar í Íslandsklukku Halldórs Laxness, en til upprifjunar er söguþráðurinn í grófum dráttum þessi: Snæfríður er ástfangin af Árna (Arnasi Arnæus) og fylgir honum um landið þegar hann safnar handritum. Árni er sjálfhverfur og heltekinn af handritunum. Snæfríður giftist fyllibyttunni Magnúsi í Bræðratungu, þrátt fyrir að elska Árna. 26.6.2012 22:00
Stuðningsgrein: Þess vegna kýs ég Andreu Þórður Björn Sigurðsson skrifar Margir hafa birt góðar greinar til stuðnings við framboð Andreu Ólafsdóttur til forseta síðstu daga þar sem kostir framboðs hennar hafa verið tíundaðir. Ég hef ekki miklu við greinarnar að bæta en langar að koma á framfæri hvers vegna ég mun kjósa Andreu. Innihald framboðs Andreu er róttækt og ótvírætt. Andrea hefur sagst vera reiðubúin að fara ótroðnar slóðir í embætti en þó innan ramma stjórnskipaninnar. Hún er reiðubúin að beita embættinu svo meirihlutavilji nái fram að ganga. Ekki er vanþörf á því að mínu viti. 26.6.2012 18:00
Stuðningsgrein: "Djöfull ertu heppinn!“ Ingimar Karl Helgason skrifar Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: "Djöfull ertu heppinn!“ 26.6.2012 17:00
Stuðningsgrein: Þóru eitt kjörtímabil, síðan Ara Trausta Ólafi Ragnari er ýmislegt til lista lagt, og hann hefur margt vel gert. En hann mærði útrásarvíkinga fyrir hrun, og eftir hrunið neitaði hann að horfast í augu við afleiðingar þess. Í áramótaávarpi sínu á nýárdag 2012 lét hann að því liggja að hann myndi ekki að bjóða sig aftur fram, - segist svo ekkert hafa meint það. 26.6.2012 16:00
Hvaða frambjóðanda gef ég mitt atkvæði og hvers vegna? Helena Stefánsdóttir skrifar Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. 26.6.2012 15:00
Stuðningsgrein: Atkvæði mitt fær Andrea Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo vilta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. 26.6.2012 14:00
Til stuðnings Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Örn Karlsson skrifar Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. 26.6.2012 13:00
Kjósum nýjan forseta Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Eftir fáeina daga höfum við val og getum kosið nýjan forseta. Við erum alltaf stolt af landinu okkar, Nýja Íslandi og Gamla Ísandi en miðað við allt og allt hljómar samt Nýja Ísland betur. Kosningaréttur er einn dýrmætasti réttur okkar. Kosningaréttur er frelsi og þess vegna fylgir honum líka ábyrgð. 26.6.2012 12:00
Gras! Gras! Samtakamáttur foreldra skiptir máli í forvörnum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum 26. júní fyrir tveimur árum, hófst hér á landi átak til að vekja athygli foreldra á kannabisvandanum. Fyrir átakinu stendur samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við 20 félagasamtök. Haldin hafa verið málþing í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Bara gras?“ og er markmiðið að fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabis sem alls ekki er „bara gras“. Á fundunum er farið yfir skaðsemi og einkenni neyslunnar og bent á mikilvægi foreldra í forvörnum. 26.6.2012 10:00
Ábyrgð Ólafs Sveinbjörn Finnsson skrifar Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst 26.6.2012 09:30
Öldungar og völd Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar Um opinbera starfsmenn á Íslandi gildir sem kunnugt er sú regla að þeir ljúka störfum í síðasta lagi við sjötugt. Ýmiss konar hugsun býr að baki þessu kerfi. Þannig virðist aldursmarkið 70 ár vel valið með hliðsjón af heilsufari fólks nú á dögum. Þeir sem vilja vinna lengur og láta til sín taka, geta gert það í margvíslegum ráðgjafarhlutverkum og aukastörfum sem fela í sér skuldbindingar eftir því sem hverjum og einum hentar. 26.6.2012 06:00
Ég kæri mig ekki um þennan stimpil! Dagmar Ýr Stefánsdóttir skrifar Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. 26.6.2012 06:00
Sátt um auðlindastefnu Arnar Guðmundsson skrifar Allt frá skýrslu Auðlindanefndar árið 2000 má sjá sömu grundvallaratriðin í skýrslum og stefnumótun um auðlindamál. Verkefni Auðlindastefnunefndar er að draga þessi atriði saman og byggja á þeim tillögur um umsýslu auðlinda. 26.6.2012 09:30
Stuðningsgrein: Ég kýs gegn valdaklíkunum Einar Steingrímsson skrifar Andrea Ólafsdóttir sagði í viðtali við DV um helgina að hún byggist ekki við að vinna í forsetakosningunum. Þótt ég sé óforbetranleg bjartsýnismanneskja kann ég að meta hreinskilni og raunsæi af þessu tagi, og ekki síður að Andrea skuli láta vera að klæða það í grímubúning orðaleppa eins og algengt er meðal stjórnmálafólks. 25.6.2012 14:30
Stuðningsgrein: Andrea býður fjármagnsöflunum byrginn Árið 1996 var ég stödd í Angóla og frétti af því í handskrifuðu sendibréfi að Ólafur Ragnar Grímsson væri orðinn forseti Íslands. Mér fannst það hvorki gott né vont, hafði um margt annað að hugsa. Fyrsta kjörtímabil Ólafs Ragnars bjó ég erlendis. Hann var því orðinn nokkuð rótgróinn forseti þegar ég flutti til Íslands á ný og ég hafði lengi vel enga sérstaka skoðun á honum, hvorki til né frá. Enn bý ég erlendis, að þessu sinni ekki vegna ævintýraþrár eins og þegar Ólafur Ragnar var kjörinn, heldur af illri nauðsyn. Sem einstæð móðir tveggja barna sá ég, eftir íslenska efnahagshrunið, enga mögulega leið til að láta enda ná saman. Sex ára háskólanám hafði ekkert að segja þegar kom að launaviðræðum. Excelskjal eftir excelskjal og ákafir útreikningar leiddu ævinlega hið sama í ljós; það var engin lifandi leið fyrir mig að draga fram lífið á Íslandi, sama hve bjartsýnar tölur ég lét inn í dæmið. 25.6.2012 17:00
Stuðningsgrein: Kjósum Andreu Björgvin R. Leifsson skrifar Þegar umræðan um stjórnarskrána stóð hvað æst í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings lét Sigurður Líndal, lagaprófessor, hafa eftir sér eitthvað á þá leið að við þyrftum ekki nýja stjórnarskrá, heldur væri nær að byrja á því að fara eftir þeirri, sem er í gildi. Nú tel ég að lýðveldið þurfi sárlega á nýrri stjórnarskrá að halda vegna augljósra galla, sem eru á gildandi stjórnarskrá. nægir þar að nefna að ýmsar greinar hennar eru svo galopnar að þær má túlka að vild hvers sem er. 25.6.2012 14:45
Stuðningsgrein: Að velja sér forseta Guðjón Sigurðsson skrifar Ég eins og aðrir Íslendingar þurfum að velja okkur forseta til næstu ára. Við eigum val um margar glæsilegar manneskjur að þessu sinni. Hver sem vinnur þær kosningar verður forsetinn minn eins og annara Íslendinga. Óháð hvern ég vel. Ég hef gert upp hug minn að þessu sinni. Ég mun greiða Ólafi Ragnari mitt athvæði. Hann og ekki síður hans betri helmingur hafa sýnt mér og öðrum sem erum í endalausum slag fyrir bættum kjörum þeirra sem verst eru settir á Íslandi og víðar um heiminn að þau eru alltaf tilbúin að aðstoða okkur beint og óbeint. 25.6.2012 14:15
Ari Trausti er traustsins verður Brynja Tomer skrifar "Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð,“ hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. 25.6.2012 06:00
Stuðningsgrein: Af hverju Þóru? Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar Það má kallast nokkur lýðræðisbrestur að hægt sé að verða kjörinn forseti Íslands með verulegum minnihluta greiddra atkvæða. Betra væri að hafa þann hátt á sem Frakkar gera og hafa tvær umferðir, þar sem sú síðari gerði upp á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta á fyrra kjördegi. Nú standa forsetakosningar fyrir dyrum eftir fáeina daga. Sjálfur dreg ég enga dul á að mér finnst brýnast af öllu að koma núverandi forseta frá. Af hverju er það svo brýnt? Ástæður þess hafa verið ágætlega raktar af öðrum og ætla ég ekki að tínunda þær allar en minna á nokkrar. 25.6.2012 22:00
Stuðningsgrein: Tungan er beitt vopn Sigurbjörg Bergsdóttir skrifar Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. 25.6.2012 22:00
Stuðningsgrein: Frá fortíð til framtíðar Guðný Gústafsdóttir skrifar Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. 25.6.2012 21:00
Stuðningsgrein: Vill ekki vera forsetinn minn Jón Sæmundur Sigurjónsson skrifar Ég verð að viðurkenna það að ég hef kosið Ólaf Ragnar Grímsson til forseta allt frá því að hann bauð sig fyrst fram til þess embættis. Ég og fjöldi vina minna hafa þannig stuðlað að því að hann hefur getað gengt þessari stöðu í 16 ár. Ef hann hins vegar verður endurkjörinn nú í hið fimmta sinn, þá verður það ekki með ekki með mínu atkvæði eða með atkvæðum þeirra sem ég þekki best. Reyndar yrði hann kjörinn að meirihluta til með atkvæðum fólks, sem aldrei hefur kosið hann áður, fólks, sem einungis hefur sýnt honum fyrirlitningu í gegn um tíðina. 25.6.2012 20:00
Stuðningsgrein: Hún verður vitur forseti Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar Tveir Þor-geirar eru frægir úr sögum okkar Íslendinga. Annar þeirra er Þorgeir Hávarsson, kjarkmaður mikill en kjarkur hans var í öfugu hlutfalli við vit. Hann drap að ósekju fjölda manna sem minna máttu sín til að auka virðingu sína. Fyrirmyndir hans voru þeir íslenskir sem fóru til hirða norskra konunga til að elta lýð og drepa. Annar þor-geir var Þorgeir Ljósvetningagoði, sem hafði góðan kjark, en því fylgdi vit meira. Sá Þorgeir hafði kjark til að leggjast undir feld til að hug- leiða gerning til sátta þegar við lá að kristnir menn og heiðnir myndu berjast á Alþingi til úrslita um kristnitöku þjóðarinnar. Undan feldi kom þessi Þorgeir með afurð vit síns, sáttatillögu sem þingheimur sættist á og komst þá friður með þjóðinni. 25.6.2012 19:00
Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum Björg Björnsdóttir skrifar Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest. 25.6.2012 18:00
Stuðningsgrein: Hógvær leiðtogi allrar þjóðarinnar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. 25.6.2012 15:45
Stuðningsgrein: Mig langar orðið að flytja heim Ingibjörg Björnsdóttir skrifar Ég kemst því miður ekki til þess að kjósa mér forseta, í mínum heimabæ er hvorki sendiráð né ræðismaður og ekki hægt að komast á kjöstað öðruvísi en með bát eða flugvél. Erindi mínu um utankjörfund hjá lögregluyfirvaldinu í bænum mínum var tekið fálega hjá utanríkisráðuneytinu, þar fara menn eftir fordæmum, en gefa ekki. 25.6.2012 11:39
Nýtt hlutverk, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. 25.6.2012 06:00
Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann Hauksson skrifar Gerð eru hróp að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þessa dagana og hún sökuð um kynjamisétti. Það gerir jafnvel maður sem sagði fyrir hönd fjölmiðla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að fólk hefði bara þagað og ekki þorað eða viljað tala fyrir hrun. "Það hafði kannski vitneskju um eitthvað sem það taldi vafasamt í systeminu, en það voru allir komnir á góð laun eða voru í arðbærum verkefnum o.s.frv, " sagði núverandi ritstjóri Fréttablaðsins við rannsóknarnefndina og vísaði þar til meðvirkni fjölmiðla. 23.6.2012 12:08
Við kusum hana Birna Anna Björnsdóttir skrifar Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. 23.6.2012 13:00
Þegar okkur langar að gera eitthvað Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. 23.6.2012 10:00
Saumaklúbbur sameinast um Þóru Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. 23.6.2012 09:00
Segðu satt Ólafur Ragnar Ásdís Ólafsdóttir skrifar Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í kosningabaráttunni. Sjálfan sig. 23.6.2012 06:00
Enn birtir til í efnahagslífinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. 23.6.2012 06:00
Til varnar jafnréttissinna Oddný Harðardóttir skrifar Á árunum eftir bankahrunið skaut upp kollinum hugtakið verðleikaþjóðfélag í þjóðmálaumræðunni. Með hugtakinu er vísað til þess að við úthlutun embætta og annarra starfa skuli stuðst við verðleika umsækjenda, hæfni þeirra, reynslu og menntun og að þessir verðleikar skuli metnir á faglegan og óvilhallan hátt af þar til bæru fólki. 23.6.2012 06:00
Sáttavilji ítrekaður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. 22.6.2012 06:00
Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. 22.6.2012 06:00
Stuðningsgrein: Þóra Arnórsdóttir, forseti sáttar og bjartsýni Harpa Jónsdóttir skrifar Nú, á bjartasta tíma ársins, göngum við Íslendingar til forsetakosninga. Forsetakosningar eru í mínum huga tilefni gleði og bjartsýni. Það eru forréttindi og því fylgir jafnframt ábyrgð að fá að velja sér forseta og nýta kosningaréttinn. 22.6.2012 06:00
Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. 21.6.2012 13:31
WikiLeaks gegn misbeitingu VISA Kristinn Hrafnsson skrifar Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. 21.6.2012 06:00
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun