Þjóðarvilji ráði för Eygló Harðardóttir skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. Í haust mun þjóðin geta sent stjórnmálamönnum skýr skilaboð um breytingar á stjórnarskrá landsins. Þar verður spurt um hvort rétt sé að auka vægi beins lýðræðis, auka persónukjör, jafna vægi atkvæða, setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum og hvort við viljum áfram hafa þjóðkirkju. Samvinnu- og framsóknarmenn hafa lengi talað fyrir auknu beinu lýðræði og þjóðfélagi þar sem ákvörðunarrétturinn byggir á virku lýðræði, ekki aðeins kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna heldur og í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum og skólum. Þetta endurspeglast m.a. í grunnstefnuskrá og kosningastefnuskrá 2009 um að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar. Við viljum ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Það var áherslumál í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1995-2007 og í þrígang hafa forystumenn flokksins lagt fram tillögu þess efnis á Alþingi án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Í forsetakosningunum kom forsetinn ítrekað inn á hversu lítið traust Alþingi hefur og nauðsyn þess að endurreisa trú fólks á stofnuninni sem hornsteini lýðræðis. Stór hluti af því er að auka áhrif kjósenda á val á kjörnum fulltrúum. Því ályktaði flokksþing Framsóknarmanna árið 2011 að flokkurinn væri hlynntur persónukjöri og teldi rétt að vægi atkvæða yrði jafnað eins og kostur er. Jafnframt höfnuðum við alfarið að landið yrði gert að einu kjördæmi. Samhliða þyrfti að tryggja valddreifingu og jafnræði til búsetu með ákvæði í stjórnarskrá sbr. grunnstefnu Framsóknarmanna. Framsóknarmenn vilja áfram að ákvæði verði um þjóðkirkju á Íslandi og að stutt verði við öflugt starf þjóðkirkjunnar sem og annarra trúfélaga. Eflaust mun þjóðin vera okkur ósammála í einhverjum þessara efna. En líkt og niðurstöður forsetakosninganna minna okkur á, þá á þjóðin að hafa æðsta ákvörðunarvaldið og við sem kjörnir fulltrúar að vinna í umboði hennar. Því megum við aldrei gleyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. Í haust mun þjóðin geta sent stjórnmálamönnum skýr skilaboð um breytingar á stjórnarskrá landsins. Þar verður spurt um hvort rétt sé að auka vægi beins lýðræðis, auka persónukjör, jafna vægi atkvæða, setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum og hvort við viljum áfram hafa þjóðkirkju. Samvinnu- og framsóknarmenn hafa lengi talað fyrir auknu beinu lýðræði og þjóðfélagi þar sem ákvörðunarrétturinn byggir á virku lýðræði, ekki aðeins kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna heldur og í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum og skólum. Þetta endurspeglast m.a. í grunnstefnuskrá og kosningastefnuskrá 2009 um að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar. Við viljum ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Það var áherslumál í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1995-2007 og í þrígang hafa forystumenn flokksins lagt fram tillögu þess efnis á Alþingi án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Í forsetakosningunum kom forsetinn ítrekað inn á hversu lítið traust Alþingi hefur og nauðsyn þess að endurreisa trú fólks á stofnuninni sem hornsteini lýðræðis. Stór hluti af því er að auka áhrif kjósenda á val á kjörnum fulltrúum. Því ályktaði flokksþing Framsóknarmanna árið 2011 að flokkurinn væri hlynntur persónukjöri og teldi rétt að vægi atkvæða yrði jafnað eins og kostur er. Jafnframt höfnuðum við alfarið að landið yrði gert að einu kjördæmi. Samhliða þyrfti að tryggja valddreifingu og jafnræði til búsetu með ákvæði í stjórnarskrá sbr. grunnstefnu Framsóknarmanna. Framsóknarmenn vilja áfram að ákvæði verði um þjóðkirkju á Íslandi og að stutt verði við öflugt starf þjóðkirkjunnar sem og annarra trúfélaga. Eflaust mun þjóðin vera okkur ósammála í einhverjum þessara efna. En líkt og niðurstöður forsetakosninganna minna okkur á, þá á þjóðin að hafa æðsta ákvörðunarvaldið og við sem kjörnir fulltrúar að vinna í umboði hennar. Því megum við aldrei gleyma.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar