Þjóðarvilji ráði för Eygló Harðardóttir skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. Í haust mun þjóðin geta sent stjórnmálamönnum skýr skilaboð um breytingar á stjórnarskrá landsins. Þar verður spurt um hvort rétt sé að auka vægi beins lýðræðis, auka persónukjör, jafna vægi atkvæða, setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum og hvort við viljum áfram hafa þjóðkirkju. Samvinnu- og framsóknarmenn hafa lengi talað fyrir auknu beinu lýðræði og þjóðfélagi þar sem ákvörðunarrétturinn byggir á virku lýðræði, ekki aðeins kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna heldur og í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum og skólum. Þetta endurspeglast m.a. í grunnstefnuskrá og kosningastefnuskrá 2009 um að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar. Við viljum ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Það var áherslumál í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1995-2007 og í þrígang hafa forystumenn flokksins lagt fram tillögu þess efnis á Alþingi án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Í forsetakosningunum kom forsetinn ítrekað inn á hversu lítið traust Alþingi hefur og nauðsyn þess að endurreisa trú fólks á stofnuninni sem hornsteini lýðræðis. Stór hluti af því er að auka áhrif kjósenda á val á kjörnum fulltrúum. Því ályktaði flokksþing Framsóknarmanna árið 2011 að flokkurinn væri hlynntur persónukjöri og teldi rétt að vægi atkvæða yrði jafnað eins og kostur er. Jafnframt höfnuðum við alfarið að landið yrði gert að einu kjördæmi. Samhliða þyrfti að tryggja valddreifingu og jafnræði til búsetu með ákvæði í stjórnarskrá sbr. grunnstefnu Framsóknarmanna. Framsóknarmenn vilja áfram að ákvæði verði um þjóðkirkju á Íslandi og að stutt verði við öflugt starf þjóðkirkjunnar sem og annarra trúfélaga. Eflaust mun þjóðin vera okkur ósammála í einhverjum þessara efna. En líkt og niðurstöður forsetakosninganna minna okkur á, þá á þjóðin að hafa æðsta ákvörðunarvaldið og við sem kjörnir fulltrúar að vinna í umboði hennar. Því megum við aldrei gleyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér forseta. Ein sterkustu skilaboð kosninganna að mati Ólafs Ragnars Grímssonar voru sú lýðræðislega krafa fólksins í landinu að vilji þess ráði för. Ekki vilji ákveðinna stjórnmálaafla eða einstakra stjórnmálaleiðtoga, heldur vilji meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að töku ákvarðana í mikilvægum málum. Í haust mun þjóðin geta sent stjórnmálamönnum skýr skilaboð um breytingar á stjórnarskrá landsins. Þar verður spurt um hvort rétt sé að auka vægi beins lýðræðis, auka persónukjör, jafna vægi atkvæða, setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum og hvort við viljum áfram hafa þjóðkirkju. Samvinnu- og framsóknarmenn hafa lengi talað fyrir auknu beinu lýðræði og þjóðfélagi þar sem ákvörðunarrétturinn byggir á virku lýðræði, ekki aðeins kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna heldur og í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum og skólum. Þetta endurspeglast m.a. í grunnstefnuskrá og kosningastefnuskrá 2009 um að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar. Við viljum ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Það var áherslumál í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1995-2007 og í þrígang hafa forystumenn flokksins lagt fram tillögu þess efnis á Alþingi án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Í forsetakosningunum kom forsetinn ítrekað inn á hversu lítið traust Alþingi hefur og nauðsyn þess að endurreisa trú fólks á stofnuninni sem hornsteini lýðræðis. Stór hluti af því er að auka áhrif kjósenda á val á kjörnum fulltrúum. Því ályktaði flokksþing Framsóknarmanna árið 2011 að flokkurinn væri hlynntur persónukjöri og teldi rétt að vægi atkvæða yrði jafnað eins og kostur er. Jafnframt höfnuðum við alfarið að landið yrði gert að einu kjördæmi. Samhliða þyrfti að tryggja valddreifingu og jafnræði til búsetu með ákvæði í stjórnarskrá sbr. grunnstefnu Framsóknarmanna. Framsóknarmenn vilja áfram að ákvæði verði um þjóðkirkju á Íslandi og að stutt verði við öflugt starf þjóðkirkjunnar sem og annarra trúfélaga. Eflaust mun þjóðin vera okkur ósammála í einhverjum þessara efna. En líkt og niðurstöður forsetakosninganna minna okkur á, þá á þjóðin að hafa æðsta ákvörðunarvaldið og við sem kjörnir fulltrúar að vinna í umboði hennar. Því megum við aldrei gleyma.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar