Yfirvegun í lyfjaumræðunni Jakob Falur Garðarsson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefðbundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabbameinslyf og meðferðarúrræði sem einstaklingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða. Í allri umfjöllun um lyfjaiðnaðinn og lyfjanotkun er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðalatriðinu. Það sem mestu máli skiptir fyrir okkar samfélag er að við viðurkennum mikilvægi þess að vera tilbúin til að fjárfesta í heilbrigðisgeiranum. Þegar til lengri tíma er litið þá er það fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni að fjárfesta í vísindum, rannsóknum og lyfjaprófunum, þ.e. heilbrigðiskerfinu, einum af mikilvægustu málaflokkum þess velferðarþjóðfélags sem er okkur öllum svo mikilvægt. Annað var ekki að skilja á Jóhönnu Sigurðardóttur á fundi sem fór fram í Lofoten í Noregi fyrr í vor með forsætisráðherrum annarra norrænna ríkja. Lokaályktun þess fundar var að nauðsynlegt væri fyrir Norðurlöndin öll að renna styrkari stoðum undir lýðheilsu og heilbrigði þegna sinna. Mikilvægt sé að Norðurlönd tapi ekki þeirri forystu sem þau hafa haft í álfunni þegar kemur að því að veita þegnum sínum öryggi í heilbrigðismálum. Aukaverkanir af lyfjum geta verið alvarlegt mál sem bæði læknar og starfsfólk heilbrigðisstétta eru meðvitaðir um. Það hlýtur að vera markmið þeirra, sem taka þátt í og stuðla að lyfjaþróun, að lágmarka skaðsemi aukaverkana eins mikið og mögulegt er. Nauðsynlegt skref í átt að því er sameiginlegur vilji starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, lyfjafyrirtækja, vísindasamfélagsins og stjórnvalda til að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið. Öflugasta verkfærið til þess er fjárfesting í heilbrigðiskerfinu. Frumtök telja umræðu um lyf og lyfjanotkun vera af hinu góða. Þegar öllu er á botninn hvolft stuðla lyf að því að tugmilljónir einstaklinga geti lifað við sjúkdóm sinn á þann hátt að hann raskar lífi þeirra eins lítið og mögulegt er. Vissulega geta aukaverkanir verið alvarlegar, en í stað þess að kasta vopnum okkar í baráttunni við alvarlega sjúkdóma væri nær að efla þau og styrkja með auknum rannsóknum og fjárveitingum til að við öll getum lifað eins heilbrigðu og góðu lífi og lækna- og lyfjavísindin gera okkur kleift á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefðbundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabbameinslyf og meðferðarúrræði sem einstaklingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða. Í allri umfjöllun um lyfjaiðnaðinn og lyfjanotkun er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðalatriðinu. Það sem mestu máli skiptir fyrir okkar samfélag er að við viðurkennum mikilvægi þess að vera tilbúin til að fjárfesta í heilbrigðisgeiranum. Þegar til lengri tíma er litið þá er það fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni að fjárfesta í vísindum, rannsóknum og lyfjaprófunum, þ.e. heilbrigðiskerfinu, einum af mikilvægustu málaflokkum þess velferðarþjóðfélags sem er okkur öllum svo mikilvægt. Annað var ekki að skilja á Jóhönnu Sigurðardóttur á fundi sem fór fram í Lofoten í Noregi fyrr í vor með forsætisráðherrum annarra norrænna ríkja. Lokaályktun þess fundar var að nauðsynlegt væri fyrir Norðurlöndin öll að renna styrkari stoðum undir lýðheilsu og heilbrigði þegna sinna. Mikilvægt sé að Norðurlönd tapi ekki þeirri forystu sem þau hafa haft í álfunni þegar kemur að því að veita þegnum sínum öryggi í heilbrigðismálum. Aukaverkanir af lyfjum geta verið alvarlegt mál sem bæði læknar og starfsfólk heilbrigðisstétta eru meðvitaðir um. Það hlýtur að vera markmið þeirra, sem taka þátt í og stuðla að lyfjaþróun, að lágmarka skaðsemi aukaverkana eins mikið og mögulegt er. Nauðsynlegt skref í átt að því er sameiginlegur vilji starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, lyfjafyrirtækja, vísindasamfélagsins og stjórnvalda til að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið. Öflugasta verkfærið til þess er fjárfesting í heilbrigðiskerfinu. Frumtök telja umræðu um lyf og lyfjanotkun vera af hinu góða. Þegar öllu er á botninn hvolft stuðla lyf að því að tugmilljónir einstaklinga geti lifað við sjúkdóm sinn á þann hátt að hann raskar lífi þeirra eins lítið og mögulegt er. Vissulega geta aukaverkanir verið alvarlegar, en í stað þess að kasta vopnum okkar í baráttunni við alvarlega sjúkdóma væri nær að efla þau og styrkja með auknum rannsóknum og fjárveitingum til að við öll getum lifað eins heilbrigðu og góðu lífi og lækna- og lyfjavísindin gera okkur kleift á hverjum tíma.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar