Ólíklegt að evra myndi víkja fyrir "euro“ Þórhildur Hagalín skrifar 3. júlí 2012 06:00 Af Evrópuvefnum: Er rétt að evran verði að heita euro í öllum aðildarríkjum ESB? Á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evrópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn „euro" og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið „cent". Í opinberum skjölum ESB á öllum tungumálum sambandsins verður gjaldmiðillinn að heita „euro" í nefnifalli eintölu, að teknu tilliti til tungumála sem nota annað stafróf en það latneska. Aðrar myndir af orðinu „euro" eru leyfðar í aukaföllum og í fleirtölu svo fremi sem ekki er horfið frá eur-stofni orðsins. Samkvæmt alþjóðlegum staðli ber enn fremur að nota styttinguna „EUR" með tölum sem vísa til upphæðar í evrum þegar táknið € er ekki notað. Um samræmda notkun orðsins „cent" á öllum opinberum tungumálum ESB gilda ekki jafn strangar reglur. Það skýrist fyrst og fremst af því að í ófáum aðildarríkjum var orðið „cent" notað áður en evran var innleidd og hafði verið aðlagað að viðkomandi tungumáli. Finnar notuðu til að mynda, og nota enn, orðið „sentti" og Spánverjar „céntimo". Í öðrum skjölum en lagatextum ESB, svo sem í landslögum aðildarríkjanna, er annar ritháttur orðsins „euro" leyfilegur, í samræmi við ólíkar málfræðireglur og hefðir hvers tungumáls. Þess eru allnokkur dæmi að aðildarríki ESB noti annað orð en „euro" í daglegu tali. Þannig er lettneska orðið fyrir evru eiro, hið ungverska euró og hið maltneska ewro. Í yfirlýsingu við Lissabon-sáttmálann lýstu Lettar, Ungverjar og Maltverjar því yfir að hinn samræmdi evrópski ritháttur hefði engin áhrif á þær reglur sem gilda um ritun lettnesku, ungversku og maltnesku. Ef Íslendingar ákveða að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru yrði orðið „euro" notað um hinn sameiginlega gjaldmiðil í íslenskum útgáfum evrópskra laga og reglna. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hið ágæta orð evra myndi víkja fyrir „euro" í venjulegu rituðu máli á íslensku og því síður í daglegu tali Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af Evrópuvefnum: Er rétt að evran verði að heita euro í öllum aðildarríkjum ESB? Á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evrópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn „euro" og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið „cent". Í opinberum skjölum ESB á öllum tungumálum sambandsins verður gjaldmiðillinn að heita „euro" í nefnifalli eintölu, að teknu tilliti til tungumála sem nota annað stafróf en það latneska. Aðrar myndir af orðinu „euro" eru leyfðar í aukaföllum og í fleirtölu svo fremi sem ekki er horfið frá eur-stofni orðsins. Samkvæmt alþjóðlegum staðli ber enn fremur að nota styttinguna „EUR" með tölum sem vísa til upphæðar í evrum þegar táknið € er ekki notað. Um samræmda notkun orðsins „cent" á öllum opinberum tungumálum ESB gilda ekki jafn strangar reglur. Það skýrist fyrst og fremst af því að í ófáum aðildarríkjum var orðið „cent" notað áður en evran var innleidd og hafði verið aðlagað að viðkomandi tungumáli. Finnar notuðu til að mynda, og nota enn, orðið „sentti" og Spánverjar „céntimo". Í öðrum skjölum en lagatextum ESB, svo sem í landslögum aðildarríkjanna, er annar ritháttur orðsins „euro" leyfilegur, í samræmi við ólíkar málfræðireglur og hefðir hvers tungumáls. Þess eru allnokkur dæmi að aðildarríki ESB noti annað orð en „euro" í daglegu tali. Þannig er lettneska orðið fyrir evru eiro, hið ungverska euró og hið maltneska ewro. Í yfirlýsingu við Lissabon-sáttmálann lýstu Lettar, Ungverjar og Maltverjar því yfir að hinn samræmdi evrópski ritháttur hefði engin áhrif á þær reglur sem gilda um ritun lettnesku, ungversku og maltnesku. Ef Íslendingar ákveða að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru yrði orðið „euro" notað um hinn sameiginlega gjaldmiðil í íslenskum útgáfum evrópskra laga og reglna. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hið ágæta orð evra myndi víkja fyrir „euro" í venjulegu rituðu máli á íslensku og því síður í daglegu tali Íslendinga.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar