Eru verðtryggð húsnæðislán afleiður? Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 5. júlí 2012 06:00 Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007 breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta. Samkvæmt lögunum má ekki selja afleiður til almennings. Við setningu laganna var vísitala neysluverðs til verðtryggingar 278,1 stig, en er nú 400,5 stig. Vísitalan hefur því hækkað um 44% frá upptöku laganna og þ.a.l. einnig verðtryggð lán heimilanna. Það er kristalklárt að verðtryggð húsnæðislán eru afleiður og verður að leiðrétta öll verðtryggð neytenda- og húnæðislán sem þessu nemur því almennir fjárfestar hafa engar forsendur til að meta þá áhættu, sem fylgir verðtryggðum neytenda- og húsnæðislánum.Hvað er afleiða? Á Vísindavefnum segir: „Afleiður eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna." Enn fremur segir: „Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Undirliggjandi eignir þurfa til dæmis ekki að vera fjármálaeignir…" Samkvæmt Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu, segir: „Afleiða í viðskiptum er samningur eða fjármálagerningur þar sem undirliggjandi verðmæti þeirra fer eftir verðþróun annarrar eignar eða eigna. Nafnið vísar því til þess að verðmæti verðbréfsins er leitt af verðþróun annarra eigna. Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Sem dæmi má nefna hlutabréf, húsnæðislán, almenn lán, verðbréf, gjaldmiðla, hagvísitölur eða vextir banka." Jafnramt segir Wikipedia: „Þar sem afleiður eru í eðli sínu samningar á milli tveggja aðila þá eru því nánast engin takmörk sett hvað getur verið sem viðmið, eða undirliggjandi eign, þegar verðmæti afleiðusamningsins er reiknað."Öll áhættan er hjá lántakanda Sá aðili sem tekur á sig áhættuna að taka verðtryggð húsnæðislán er hinn almenni íslenski neytandi. Íslensk fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur tryggja sig gegn verðbólguskotum, slæmri hagstjórn, hækkun eldsneytisverðs, launaskriði, hrávöruverðshækkunum, skattahækkunum, fallandi gengi krónunnar o.s.frv. með útgáfu flókinna verðtryggðra húnæðislánaafleiða (verðtryggð húsnæðislán) sem almenningur situr uppi með og hefur enga leið til að vita hver endanleg upphæð til greiðslu er. Almenningur fær lægri vexti, en sem nemur á óverðtryggðu bréfi í staðinn fyrir þessa verðtryggingu fjármálafyrirtækisins og er það enn ein vísbending að um afleiðu er að ræða. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu eru afleiður skilgreindar sem flóknar fjármálaafurðir, og má eingöngu selja afleiður til viðurkenndra gagnaðila og fagfjárfesta. Almennir fjárfestar njóta sérstakrar verndar sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármálagjörningum á borð við afleiðuviðskipti. Þess vegna er það mjög líklegt að verðtryggð lán sem seld voru til almennings yfir borðið eftir 1. nóv. 2007 séu ólögleg.Kynslóðasátt verður að nást Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins ályktar svo að fjármálastofnanir hafi blekkt þúsundir íslenskra heimila til þess að taka verðtryggð neytenda- og húsnæðislánaafleiður frá 1. nóv. 2007, og ætlar flokkurinn að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum afleiðulánum landsmanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar staðfestir enn fremur að gríðarleg mistök hafi átt sér stað við stofnun nýju bankanna við yfirfærslu verðtryggðra lána ef þau verða dæmd ólögleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007 breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta. Samkvæmt lögunum má ekki selja afleiður til almennings. Við setningu laganna var vísitala neysluverðs til verðtryggingar 278,1 stig, en er nú 400,5 stig. Vísitalan hefur því hækkað um 44% frá upptöku laganna og þ.a.l. einnig verðtryggð lán heimilanna. Það er kristalklárt að verðtryggð húsnæðislán eru afleiður og verður að leiðrétta öll verðtryggð neytenda- og húnæðislán sem þessu nemur því almennir fjárfestar hafa engar forsendur til að meta þá áhættu, sem fylgir verðtryggðum neytenda- og húsnæðislánum.Hvað er afleiða? Á Vísindavefnum segir: „Afleiður eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna." Enn fremur segir: „Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Undirliggjandi eignir þurfa til dæmis ekki að vera fjármálaeignir…" Samkvæmt Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu, segir: „Afleiða í viðskiptum er samningur eða fjármálagerningur þar sem undirliggjandi verðmæti þeirra fer eftir verðþróun annarrar eignar eða eigna. Nafnið vísar því til þess að verðmæti verðbréfsins er leitt af verðþróun annarra eigna. Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Sem dæmi má nefna hlutabréf, húsnæðislán, almenn lán, verðbréf, gjaldmiðla, hagvísitölur eða vextir banka." Jafnramt segir Wikipedia: „Þar sem afleiður eru í eðli sínu samningar á milli tveggja aðila þá eru því nánast engin takmörk sett hvað getur verið sem viðmið, eða undirliggjandi eign, þegar verðmæti afleiðusamningsins er reiknað."Öll áhættan er hjá lántakanda Sá aðili sem tekur á sig áhættuna að taka verðtryggð húsnæðislán er hinn almenni íslenski neytandi. Íslensk fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur tryggja sig gegn verðbólguskotum, slæmri hagstjórn, hækkun eldsneytisverðs, launaskriði, hrávöruverðshækkunum, skattahækkunum, fallandi gengi krónunnar o.s.frv. með útgáfu flókinna verðtryggðra húnæðislánaafleiða (verðtryggð húsnæðislán) sem almenningur situr uppi með og hefur enga leið til að vita hver endanleg upphæð til greiðslu er. Almenningur fær lægri vexti, en sem nemur á óverðtryggðu bréfi í staðinn fyrir þessa verðtryggingu fjármálafyrirtækisins og er það enn ein vísbending að um afleiðu er að ræða. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu eru afleiður skilgreindar sem flóknar fjármálaafurðir, og má eingöngu selja afleiður til viðurkenndra gagnaðila og fagfjárfesta. Almennir fjárfestar njóta sérstakrar verndar sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármálagjörningum á borð við afleiðuviðskipti. Þess vegna er það mjög líklegt að verðtryggð lán sem seld voru til almennings yfir borðið eftir 1. nóv. 2007 séu ólögleg.Kynslóðasátt verður að nást Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins ályktar svo að fjármálastofnanir hafi blekkt þúsundir íslenskra heimila til þess að taka verðtryggð neytenda- og húsnæðislánaafleiður frá 1. nóv. 2007, og ætlar flokkurinn að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum afleiðulánum landsmanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar staðfestir enn fremur að gríðarleg mistök hafi átt sér stað við stofnun nýju bankanna við yfirfærslu verðtryggðra lána ef þau verða dæmd ólögleg.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun