Stuðningsgrein: Afhverju að kjósa Andreu Ólafs sem Forseta Íslands? Hákon Einar Júlíusson skrifar 28. júní 2012 19:00 Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. En afhverju Andrea? Ég hef fylgst með störfum Andreu nánast frá því að áhugi á samfélagsmálum greip mig og ég fór að þora að kalla mig aktivista. Andrea hefur ávallt sýnt bjartsýni sína og trú á betri heimi í verki og hefur sterk réttlætiskennd einkennt hennar framkvæmdir í öllu sem hún hefur gert. Hún er ekki bara munnstykki eða tóm orð, heldur hefur hún látið verkin tala sínu máli og ekki óskað eftir miklu í staðinn, ólíkt mörgum sem ég hef fylgst með á þessum vettvangi. Ég man ekki eftir því að hún hafi talað af meðvirkni eða hún hafi sveigt hugsjónir sínar eitthvað í takt við vilja valdastéttarinnar sem hefur í langan tíma úthlutað eignum þjóðarinnar til fárra útvalda og látið almenning borga skuldirnar þeirra, hvort sem það hefur verið Icesave eða eitthvað annað. Þegar ég kom að því að skipuleggja borgarafund um verðtryggingu fyrir nokkrum mánuðum voru það orð hennar og bjartsýni sem ég tók sérstaklega eftir í hennar fari, hún talaði um uppskeruna af baráttumálum almennings sem væri á leiðinni og að við mættum ekki gefast upp á þessu öllu saman. Sannfæringarmáttur hennar var sterkur og það greip mig sérstök tilfinning sem ég finn ekki oft þegar pólitískt fólk er annars vegar. Þarna var á ferð alvöru hugsjónarmanneskja og umhyggjusamur einstaklingur. Það var t.d. Andrea sem þorði og fór á vegum hagsmunasamtaka heimilana og kærði ólöglegar vörslusviptingar fyrir hönd þeirra sem höfðu mátt þola fasíska ofstækið sem fjármögnunarfyrirtækin stöðu fyrir með ránum á eignum almennings þegar enginn annar hafði í krafti sínum burði til þess að gera slíkt, nema að sjálfsögðu nokkrir einstaklingar sem reyndu en var meinað af lögreglunni að kæra verknaðinn. Svona framkvæmd er vottur um mikinn styrkleika og að þora að leggja nafn sitt og tilveru í veð fyrir aðra. Það var Andrea sem hefur ásamt öðrum haldið uppi málefnum skuldsettra og illa staddra heimila. Andrea skilur hvað fátækt er mikil böl og hvaða afleiðingar slík ógæfa færir samfélaginu, þess vegna hefur hún barist fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og að fólk haldi heimilum sínum. Andrea skilur líka að málskotsréttur forseta er ekki endilega hans réttur eins og margir vilja meina (sumir vilja jafnvel svipta forsetann af slíku), heldur réttur almennings til þess að verja sig fyrir vafasömum lagafrumvörpum og ofríki sem hefur því miður færst í aukana, ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. Andrea skilur líka að atkvæðaréttur almennings er heilagur og á að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þar hefur hún nefnt Evrópusambandið í þeim efnum og get ég vel tekið undir það. Persónulega er ég mjög andvígur framsali á öllu valdi og aðgerðum þar sem valdadreifing tapast og miðstýring eykst. Til þess að tryggja frelsi og fjölbreytileika í ákvarðanatöku um örlög okkar þurfa sem flestir að koma að borðinu, hvort sem okkur finnst það erfitt eða ekki. Það á enginn einn eða tveir að ráða úrslitum fleiri þúsund manns eða fleiri milljón, enda er það einkennandi bragur Evrópusambandsins þessa dagana og ganga framkvæmdir þess sem mest út á það að miðstýra öllum þáttum í okkar lífum alveg frá Brussel til Reykjavíkur. Ég sé ekki farsæld okkar betur borgið undir framkvæmdaráði þess. Ólíkt öðrum frambjóðendum skilur Andrea þá staðreynd að Forseti Íslands á að geta lagt fram lagafrumvörp til alþingis ef honum finnst þingið ekki vera að sinna ákveðnum málum. Sama hugsun með málskotsréttinn, ef almenningur óskar eftir lagafrumvarpi á forsetinn að geta lagt það fram. T.d. leiðréttingar á lánum o.s.frv. eins og hún hefur nefnt. Andrea skilur að að samstarf forsetans og almennings er forsenda þess að vafasöm öfl geti ekki haft lokaorðið á okkar örlögum, þetta hefur Andrea haldið á lofti og er það þess vegna sem hún vill efna til þjóðfundar um forsetaembættið ef hún nær kjöri. Til þess að staðsetja sig "nær" almenningi hefur hún líka hafnað fullum forsetalaunum og hyggst aðeins þyggja lágmarkslaun fyrir embættið ef hún nær kjöri, þetta ætlar enginn annar frambjóðandi að gera! Ef við viljum hreinskilinn, heiðarlegann og tryggann einstakling til þess að sinna þessu verkefni sem er framundan sem forsetaembættið er, sem er meðal annars að halda uppi vörnum fyrir almenning gegn ofstæki fjármálafyrirtækjana og annarra vafasama afla þurfum við að kjósa Andreu. Ef við viljum manneskju sem vill efla lýðræðið og færa völd í hendurnar á almenningi kjósum við Andreu. Ef við viljum einstakling sem hlustar á þjóðina þegar hún óskar eftir því kjósum við Andreu. Ef við viljum umhyggjusaman einstakling sem ber hag almennings fyrir brjósti að þá kjósum við Andreu. Andrea er það sem þjóðin þarf núna sem forseta, kærleikur og réttlæti mun ávallt einkenna hennar störf, það er ég sannfærður um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. En afhverju Andrea? Ég hef fylgst með störfum Andreu nánast frá því að áhugi á samfélagsmálum greip mig og ég fór að þora að kalla mig aktivista. Andrea hefur ávallt sýnt bjartsýni sína og trú á betri heimi í verki og hefur sterk réttlætiskennd einkennt hennar framkvæmdir í öllu sem hún hefur gert. Hún er ekki bara munnstykki eða tóm orð, heldur hefur hún látið verkin tala sínu máli og ekki óskað eftir miklu í staðinn, ólíkt mörgum sem ég hef fylgst með á þessum vettvangi. Ég man ekki eftir því að hún hafi talað af meðvirkni eða hún hafi sveigt hugsjónir sínar eitthvað í takt við vilja valdastéttarinnar sem hefur í langan tíma úthlutað eignum þjóðarinnar til fárra útvalda og látið almenning borga skuldirnar þeirra, hvort sem það hefur verið Icesave eða eitthvað annað. Þegar ég kom að því að skipuleggja borgarafund um verðtryggingu fyrir nokkrum mánuðum voru það orð hennar og bjartsýni sem ég tók sérstaklega eftir í hennar fari, hún talaði um uppskeruna af baráttumálum almennings sem væri á leiðinni og að við mættum ekki gefast upp á þessu öllu saman. Sannfæringarmáttur hennar var sterkur og það greip mig sérstök tilfinning sem ég finn ekki oft þegar pólitískt fólk er annars vegar. Þarna var á ferð alvöru hugsjónarmanneskja og umhyggjusamur einstaklingur. Það var t.d. Andrea sem þorði og fór á vegum hagsmunasamtaka heimilana og kærði ólöglegar vörslusviptingar fyrir hönd þeirra sem höfðu mátt þola fasíska ofstækið sem fjármögnunarfyrirtækin stöðu fyrir með ránum á eignum almennings þegar enginn annar hafði í krafti sínum burði til þess að gera slíkt, nema að sjálfsögðu nokkrir einstaklingar sem reyndu en var meinað af lögreglunni að kæra verknaðinn. Svona framkvæmd er vottur um mikinn styrkleika og að þora að leggja nafn sitt og tilveru í veð fyrir aðra. Það var Andrea sem hefur ásamt öðrum haldið uppi málefnum skuldsettra og illa staddra heimila. Andrea skilur hvað fátækt er mikil böl og hvaða afleiðingar slík ógæfa færir samfélaginu, þess vegna hefur hún barist fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og að fólk haldi heimilum sínum. Andrea skilur líka að málskotsréttur forseta er ekki endilega hans réttur eins og margir vilja meina (sumir vilja jafnvel svipta forsetann af slíku), heldur réttur almennings til þess að verja sig fyrir vafasömum lagafrumvörpum og ofríki sem hefur því miður færst í aukana, ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. Andrea skilur líka að atkvæðaréttur almennings er heilagur og á að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þar hefur hún nefnt Evrópusambandið í þeim efnum og get ég vel tekið undir það. Persónulega er ég mjög andvígur framsali á öllu valdi og aðgerðum þar sem valdadreifing tapast og miðstýring eykst. Til þess að tryggja frelsi og fjölbreytileika í ákvarðanatöku um örlög okkar þurfa sem flestir að koma að borðinu, hvort sem okkur finnst það erfitt eða ekki. Það á enginn einn eða tveir að ráða úrslitum fleiri þúsund manns eða fleiri milljón, enda er það einkennandi bragur Evrópusambandsins þessa dagana og ganga framkvæmdir þess sem mest út á það að miðstýra öllum þáttum í okkar lífum alveg frá Brussel til Reykjavíkur. Ég sé ekki farsæld okkar betur borgið undir framkvæmdaráði þess. Ólíkt öðrum frambjóðendum skilur Andrea þá staðreynd að Forseti Íslands á að geta lagt fram lagafrumvörp til alþingis ef honum finnst þingið ekki vera að sinna ákveðnum málum. Sama hugsun með málskotsréttinn, ef almenningur óskar eftir lagafrumvarpi á forsetinn að geta lagt það fram. T.d. leiðréttingar á lánum o.s.frv. eins og hún hefur nefnt. Andrea skilur að að samstarf forsetans og almennings er forsenda þess að vafasöm öfl geti ekki haft lokaorðið á okkar örlögum, þetta hefur Andrea haldið á lofti og er það þess vegna sem hún vill efna til þjóðfundar um forsetaembættið ef hún nær kjöri. Til þess að staðsetja sig "nær" almenningi hefur hún líka hafnað fullum forsetalaunum og hyggst aðeins þyggja lágmarkslaun fyrir embættið ef hún nær kjöri, þetta ætlar enginn annar frambjóðandi að gera! Ef við viljum hreinskilinn, heiðarlegann og tryggann einstakling til þess að sinna þessu verkefni sem er framundan sem forsetaembættið er, sem er meðal annars að halda uppi vörnum fyrir almenning gegn ofstæki fjármálafyrirtækjana og annarra vafasama afla þurfum við að kjósa Andreu. Ef við viljum manneskju sem vill efla lýðræðið og færa völd í hendurnar á almenningi kjósum við Andreu. Ef við viljum einstakling sem hlustar á þjóðina þegar hún óskar eftir því kjósum við Andreu. Ef við viljum umhyggjusaman einstakling sem ber hag almennings fyrir brjósti að þá kjósum við Andreu. Andrea er það sem þjóðin þarf núna sem forseta, kærleikur og réttlæti mun ávallt einkenna hennar störf, það er ég sannfærður um.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun