Fleiri fréttir Versta mögulega niðurstaðan Gunnar Smári Egilsson skrifar Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. 5.10.2011 06:00 Erum við að fíflast með Evrópusambandið? Guðni Ágústsson skrifar Tryggvi Haraldsson stjórnmálafræðingur og að auki Evrópufræðingur sendir mér tóninn í blaðinu á fimmtudaginn var. Tryggvi beitir alkunnri aðferð í málsvörn sinni að snúa út úr minni grein og minni rökræðu um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Svo hendir það hann sem verst er í rökræðum að sýna hroka í málflutningi og yfirlæti. Tryggvi er örugglega ekki í Samfylkingunni því hann segir að ESB sé ekkert himnaríki. Ísland er í afar dýru ferli sem kostar milljarða á milljarða ofan og að auki segja þeir sem heitast börðust fyrir þessu að nú horfi ískyggilega og að heiður Íslands sé í hættu. Þar eru þau að mér sýnist samherjar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorsteinn Pálsson og Eiríkur Bergmann í ESB-setrinu á Bifröst ásamt fleirum sem efast um að rétt sé að halda málinu til streitu við þessar aðstæður. Eiríkur Bergmann hlýtur að fá spurningar að utan hvort einhver alvara sé í þessu af hálfu okkar Íslendinga eins og málið er að þróast. Hann skammast sín sjálfsagt fyrir tvískinnunginn hjá ríkisstjórninni og óttast örlög málsins, það sé þegar fallið. 5.10.2011 06:00 Ríkisútvarpið er ekki félag Mikið er gott að leynast skuli lífsmark með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem nú heitir bara Rúv. Formaður stjórnarinnar, Svanhildur Kaaber, skrifaði grein í Fréttablaðið (28.09.2011) sem meðal annars er svar við gagnrýni á heimasíðu minni og bloggi (www.eidur.is) á því að heiti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið gert útlægt úr dagskrá og óæskilegt talið að starfsmenn taki sér það í munn. Það er ekkert til í lögum eða starfsreglum Ríkisútvarpsins sem heitir Rúv. Hinsvegar er auðvitað ekkert að því að nota þessa skammstöfun til þæginda til dæmis í erlendum samskiptum og öðru hverju í dagskrá. En það er engin réttlæting finnanleg fyrir því að hætta algjörlega að tala um fréttastofu Ríkisútvarpsins og tala eingöngu um fréttastofu Rúv og leggja starfsfólki þær lífsreglur að hætta að tala um Ríkisútvarpið. 5.10.2011 06:00 Verndum bernskuna - hverjir eiga gera það? María Birna Jónsdóttir skrifar Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. 5.10.2011 06:00 Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á Ingrid Kuhlman skrifar Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. 5.10.2011 06:00 Hylmir þú yfir glæp? Petrína Ásgeirsdóttir skrifar Kynferðisofbeldi gegn börnum er alvarlegt vandamál um heim allan. Myndefni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi og sýnd á kynferðislegan hátt, oft nefnt barnaklám, er ein birtingarmynd þess. Slíku efni hefur lengi verið dreift manna á meðal en með tilkomu netsins hefur umfangið aukist til muna og erfiðara er að stemma stigu við því. Tengsl eru á milli mansals og framleiðslu á myndefninu. Börn í fátækum löndum, og löndum þar sem lítil áhersla er lögð á vernd barna, eru afar berskjölduð fyrir hvers konar ofbeldi. 5.10.2011 06:00 Hagvöxtur & ávöxtun Már Wolfgang Mixa skrifar Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. 5.10.2011 06:00 Kjósum fólk, ekki flokka Óðinn Spencer skrifar Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta vissulega unnið kosningar, myndað stjórn, og komið "málum í gegn" en að öðru leyti virðast þeir afdönkuð fyrirbæri. Líkt og með trúna á jólasveininn þurfa menn að vaxa upp úr trúnni á flokkakerfið. 4.10.2011 14:24 Lán og ólán Anna Margrét Guðjónsdóttir skrifar Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það á ekki bara við um Íslendinga heldur líka íbúa annars staðar í Evrópu og öllum heiminum ef því er að skipta. En þar sem við erum Evrópubúar getur verið hollt og skynsamlegt að skoða og bera saman hvaða kjör bjóðast okkur í samanburði við nágranna okkar þegar kemur að því finna fé til húsnæðiskaupa. 4.10.2011 13:33 Ísland án tóbaks Í störfum mínum á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga. Meirihluti þessa fólks reykir daglega eða hefur reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu drepi sem það býr við það sem eftir er. Meðferðin beinist að því að takmarka eins og kostur er það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður og viðkomandi verður hjartasjúklingur það sem hann á eftir ólifað. 4.10.2011 11:00 Forseti Íslands, valddreifing og valdtemprun Nokkrar umræður hafa skapast vegna ákvæða í frumvarpi Stjórnlagaráðs um hlutverk forseta Íslands. Í þessum umræðum hefur það greinilega truflað marga hvernig því embætti er gegnt um þessar mundir. Raunar er það ekki nýtt, því að í vinnunni varðandi stjórnarskrána varð að gæta þess að festast ekki alveg í núinu og fortíðinni, heldur horfa fram á við. Í ljósi reynslunnar var það meginstef í nýrri stjórnarskrá að tryggja lýðræði, valddreifingu, valdtemprun, gagnsæi og heiðarleika. Ef þetta á að takast þarf að taka sem flesta aðila inn í valdakerfið og tryggja sem jafnasta stöðu þeirra til þess að koma í veg fyrir misvægi og fáræði. 4.10.2011 06:00 Mánaðamót án verðtryggingar Jens Pétur Jensen skrifar Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa "mánaðamót án verðtryggingar“ og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. 4.10.2011 06:00 Raunhæfur valkostur í Vogum Sigrún Atladóttir skrifar Nýlega samþykkti sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga að aðalskipulag sveitarfélagsins yrði tekið upp og Suðurnesjalínur lagðar í jörð. Ákvörðuninni til grundvallar lá greinargerð Almennu verkfræðistofunnar sem unnin var að beiðni Suðurlinda ehf. í mars 2008 þar sem borin eru saman loftlínur og jarðstrengir en þar kemur meðal annars fram að: 3.10.2011 07:00 Er eitthvað að marka stefnuræðu forsætisráðherra? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Í kvöld flytur Jóhanna Sigurðardóttir stefnuræðu sína. Flestir muna hvernig ástandið var á Austurvelli við sama tilefni fyrir ári síðan. Í ljósi fjöldamótmæla gat ríkisstjórnin ekki annað en brugðist við. Yfirlýsingar voru gefnar um að tekið yrði mynduglega á skuldum heimilanna. Skipuð var nefnd. Niðurstaðan var ekki almenn leiðrétting skulda heldur að búin yrðu til flókin, sértæk úrræði. Reynslan sýnir að fáir hafa getað nýtt sér úrræðin, þau hafa skilað litlu og að fólki er mismunað eftir því við hvaða banka eða lánastofnun það hefur viðskipti. 3.10.2011 07:00 Þýskaland – blómstrandi landslag Hjálmar Sveinsson skrifar Á tímum þegar fjölmiðlar hræða okkur upp úr skónum með vondum fréttum af fjármálamörkuðum og yfirvofandi heimsendi er upplífgandi að fá góðar fréttir öðru hvoru. 3.10.2011 07:00 Dóttir og systir lögreglumanna Sandra Jónasdóttir skrifar Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. 2.10.2011 17:41 "Volaða land“ Sverrir Hermannsson skrifar Einhverju sinni er illa lá á séra Matthíasi orti hann ljóð, þar sem hann bar fósturjörð sinni ófagra söguna. Kvæðið hófst á fyrirsögn þessa greinarstúfs. 2.10.2011 17:34 Komum hugmyndum í framkvæmd Kristján Freyr Kristjánsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir skrifar Til þess að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd þarf margt að koma til. Augljóslega þarf hugmyndin að vera góð, en ekki síður þarf frumkvöðullinn að finna sér gott fólk til vinna með, hann þarf að finna fjármagn, fá rágjöf og komast yfir margvíslegar hindranir sem verða á leið allra þeirra sem vilja stofna ný fyrirtæki. 30.9.2011 12:00 Ákall til menntamálayfirvalda Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. 30.9.2011 06:00 Er uppgjöf í störfum Jafnréttisráðs? Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. 30.9.2011 06:00 Ísland, ESB og LÍÚ Inga Sigrún Atladóttir skrifar Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. 30.9.2011 06:00 Skuldafangelsi Íslandsbanka Kristinn H. Gunnarsson skrifar Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. 30.9.2011 06:00 Er vændi auglýst í Fréttablaðinu? Hildur Sverrisdóttir skrifar Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. 30.9.2011 06:00 Að vera eða vera ekki Þröstur Ólafsson skrifar Góður kunningi minn lagði fyrir mig eftirfarandi spurningu, Hvort er óþjóðlegra að Nupo fái aðgang að Grímsstöðum á Fjöllum eða að erlendir vogunarsjóðir fái í hendur aðfararheimild að íslenskum fjölskyldum ? Fáránleg spurning og byrjaði að brosa út í annað, en eftir að hann hafði útskýrt fyrir mér stöðu margra íslenskra fjölskyldna, eftir að umsaminn afsláttur af lánum til nýju bankanna skilaði sér ekki til lántakanda, og tveir bankar komnir í eigu útlendinga, skildi ég alvöru fáránleikans. Hann bætti við: 30.9.2011 06:00 Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir skrifar Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. 30.9.2011 06:00 Skjaldborg um verðtrygginguna Ásmundur Einar Daðason skrifar Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. 30.9.2011 06:00 Setning Alþingis fari fram í kyrrþey Kristján Guðlaugsson skrifar Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. 29.9.2011 06:00 Af hverju reykleysismeðferð? Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir skrifar Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. 29.9.2011 06:00 „Skynsami“ Guðni Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. 29.9.2011 06:00 Samræmd könnunarpróf á réttardaginn – villa nútímans Ágúst Ólason skrifar Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um samræmd próf. Þeim sem hér ritar er mikið niðri fyrir á þessum haustdögum þegar ungmenni grunnskólanna í 10., 7. og 4. bekk takast á við þetta viðfangsefni. Varla eru liðnar fjórar vikur frá skólasetningu sem nemendur og starfsfólk skólanna hafa notað til að koma sér fyrir, draga fram námsefni, setja sér markmið og gera áætlanir fyrir skólastarf komandi vetrar. 29.9.2011 06:00 Skattastefna eða skammtímareddingar? Almar Guðmundsson skrifar Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. 29.9.2011 06:00 Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. 29.9.2011 06:00 Fjölmiðlar hvetja til eineltis Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. 29.9.2011 06:00 Að velja fyrirmynd Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. 29.9.2011 06:00 Háskóli Íslands 100 ára (einsemd!) Háskóli Íslands er 100 ára á þessu ári. Er látið í það skína að hann muni brátt verða meðal 100 bestu háskóla í heimi en hvernig miðar? 29.9.2011 06:00 Hvar liggja skilin á milli sérhagsmuna og almannahagsmuna? Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? 29.9.2011 06:00 Atvinnupólitík Samtaka atvinnulífsins Vilmundur Jósefsson skrifar Í Fréttablaðinu í gær sakar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mig um að hafa farið með ósannindi á fundi SA um atvinnumál í Hörpu á mánudaginn. 29.9.2011 06:00 Af hverju ég? Gunnar M. H. Diego skrifar Margir spyrja sig "Af hverju ég“ oft á dag án þess að fá svör við þeirri spurningu. Fæddist ég svona ljótur og leiðinlegur eða varð ég svona allt í einu? Er ég dæmdur til að lifa við þetta alla ævi? 29.9.2011 06:00 Í dag erum við öll Sandgerðingar Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. 28.9.2011 06:00 Samstaða um málshöfðun vegna beitingar hryðjuverkalaga Þann 18. nóvember 2010 lögðu allir þingmenn Framsóknarflokksins (að Guðmundi Steingrímssyni undanskildum), þingmenn Hreyfingarinnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktunartillögu um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslandi. 28.9.2011 06:00 RÚV og Ríkisútvarp Að undanförnu hafa margir tekið eftir því að núorðið er jafnan vísað til Ríkisútvarpsins með skammstöfuninni RÚV í kynningu á efni í miðlum félagsins, á vefsíðu þess og víðar. Þetta ræða menn og telja sumir að verið sé að útrýma hugtakinu Ríkisútvarp. Það er mikill misskilningur enda sjá og heyra glöggir notendur miðla RÚV að ekki er öllu dagskrárgerðarfólki þetta nýmæli tamt og það notar þá að sjálfsögðu það hugtak sem því fellur betur. Vangaveltur um nafngiftina komu meðal annars fram í pistli Eiðs Guðnasonar nýlega, en hann telur útvarpsstjóra hafa staðið einan að þessari breytingu. 28.9.2011 06:00 Möguleg skýring á kynbundnum launamun, ábending til forsætisráðherra Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. 28.9.2011 06:00 Allar hliðar máls Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. 28.9.2011 06:00 Viljum við enn vera í skotgröfum? Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 28.9.2011 06:00 Í tilefni niðurstöðu launakönnunar VR 2011 Maríanna Traustadóttir skrifar Eitt af hlutverkum verkalýðshreyfingarinnar er að fylgja eftir markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það felur m.a. í sér að komið verði á og viðhaldið jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Til þess að ná fram ofangreindum markmiðum er nauðsynlegt að efla og styrkja samstarf við alla aðila vinnumarkaðarins og önnur hagsmuna- og félagasamtök sem vinna að jafnrétti kvenna og karla. 27.9.2011 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Versta mögulega niðurstaðan Gunnar Smári Egilsson skrifar Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. 5.10.2011 06:00
Erum við að fíflast með Evrópusambandið? Guðni Ágústsson skrifar Tryggvi Haraldsson stjórnmálafræðingur og að auki Evrópufræðingur sendir mér tóninn í blaðinu á fimmtudaginn var. Tryggvi beitir alkunnri aðferð í málsvörn sinni að snúa út úr minni grein og minni rökræðu um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Svo hendir það hann sem verst er í rökræðum að sýna hroka í málflutningi og yfirlæti. Tryggvi er örugglega ekki í Samfylkingunni því hann segir að ESB sé ekkert himnaríki. Ísland er í afar dýru ferli sem kostar milljarða á milljarða ofan og að auki segja þeir sem heitast börðust fyrir þessu að nú horfi ískyggilega og að heiður Íslands sé í hættu. Þar eru þau að mér sýnist samherjar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorsteinn Pálsson og Eiríkur Bergmann í ESB-setrinu á Bifröst ásamt fleirum sem efast um að rétt sé að halda málinu til streitu við þessar aðstæður. Eiríkur Bergmann hlýtur að fá spurningar að utan hvort einhver alvara sé í þessu af hálfu okkar Íslendinga eins og málið er að þróast. Hann skammast sín sjálfsagt fyrir tvískinnunginn hjá ríkisstjórninni og óttast örlög málsins, það sé þegar fallið. 5.10.2011 06:00
Ríkisútvarpið er ekki félag Mikið er gott að leynast skuli lífsmark með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem nú heitir bara Rúv. Formaður stjórnarinnar, Svanhildur Kaaber, skrifaði grein í Fréttablaðið (28.09.2011) sem meðal annars er svar við gagnrýni á heimasíðu minni og bloggi (www.eidur.is) á því að heiti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið gert útlægt úr dagskrá og óæskilegt talið að starfsmenn taki sér það í munn. Það er ekkert til í lögum eða starfsreglum Ríkisútvarpsins sem heitir Rúv. Hinsvegar er auðvitað ekkert að því að nota þessa skammstöfun til þæginda til dæmis í erlendum samskiptum og öðru hverju í dagskrá. En það er engin réttlæting finnanleg fyrir því að hætta algjörlega að tala um fréttastofu Ríkisútvarpsins og tala eingöngu um fréttastofu Rúv og leggja starfsfólki þær lífsreglur að hætta að tala um Ríkisútvarpið. 5.10.2011 06:00
Verndum bernskuna - hverjir eiga gera það? María Birna Jónsdóttir skrifar Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. 5.10.2011 06:00
Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á Ingrid Kuhlman skrifar Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. 5.10.2011 06:00
Hylmir þú yfir glæp? Petrína Ásgeirsdóttir skrifar Kynferðisofbeldi gegn börnum er alvarlegt vandamál um heim allan. Myndefni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi og sýnd á kynferðislegan hátt, oft nefnt barnaklám, er ein birtingarmynd þess. Slíku efni hefur lengi verið dreift manna á meðal en með tilkomu netsins hefur umfangið aukist til muna og erfiðara er að stemma stigu við því. Tengsl eru á milli mansals og framleiðslu á myndefninu. Börn í fátækum löndum, og löndum þar sem lítil áhersla er lögð á vernd barna, eru afar berskjölduð fyrir hvers konar ofbeldi. 5.10.2011 06:00
Hagvöxtur & ávöxtun Már Wolfgang Mixa skrifar Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. 5.10.2011 06:00
Kjósum fólk, ekki flokka Óðinn Spencer skrifar Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta vissulega unnið kosningar, myndað stjórn, og komið "málum í gegn" en að öðru leyti virðast þeir afdönkuð fyrirbæri. Líkt og með trúna á jólasveininn þurfa menn að vaxa upp úr trúnni á flokkakerfið. 4.10.2011 14:24
Lán og ólán Anna Margrét Guðjónsdóttir skrifar Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það á ekki bara við um Íslendinga heldur líka íbúa annars staðar í Evrópu og öllum heiminum ef því er að skipta. En þar sem við erum Evrópubúar getur verið hollt og skynsamlegt að skoða og bera saman hvaða kjör bjóðast okkur í samanburði við nágranna okkar þegar kemur að því finna fé til húsnæðiskaupa. 4.10.2011 13:33
Ísland án tóbaks Í störfum mínum á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga. Meirihluti þessa fólks reykir daglega eða hefur reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu drepi sem það býr við það sem eftir er. Meðferðin beinist að því að takmarka eins og kostur er það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður og viðkomandi verður hjartasjúklingur það sem hann á eftir ólifað. 4.10.2011 11:00
Forseti Íslands, valddreifing og valdtemprun Nokkrar umræður hafa skapast vegna ákvæða í frumvarpi Stjórnlagaráðs um hlutverk forseta Íslands. Í þessum umræðum hefur það greinilega truflað marga hvernig því embætti er gegnt um þessar mundir. Raunar er það ekki nýtt, því að í vinnunni varðandi stjórnarskrána varð að gæta þess að festast ekki alveg í núinu og fortíðinni, heldur horfa fram á við. Í ljósi reynslunnar var það meginstef í nýrri stjórnarskrá að tryggja lýðræði, valddreifingu, valdtemprun, gagnsæi og heiðarleika. Ef þetta á að takast þarf að taka sem flesta aðila inn í valdakerfið og tryggja sem jafnasta stöðu þeirra til þess að koma í veg fyrir misvægi og fáræði. 4.10.2011 06:00
Mánaðamót án verðtryggingar Jens Pétur Jensen skrifar Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa "mánaðamót án verðtryggingar“ og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. 4.10.2011 06:00
Raunhæfur valkostur í Vogum Sigrún Atladóttir skrifar Nýlega samþykkti sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga að aðalskipulag sveitarfélagsins yrði tekið upp og Suðurnesjalínur lagðar í jörð. Ákvörðuninni til grundvallar lá greinargerð Almennu verkfræðistofunnar sem unnin var að beiðni Suðurlinda ehf. í mars 2008 þar sem borin eru saman loftlínur og jarðstrengir en þar kemur meðal annars fram að: 3.10.2011 07:00
Er eitthvað að marka stefnuræðu forsætisráðherra? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Í kvöld flytur Jóhanna Sigurðardóttir stefnuræðu sína. Flestir muna hvernig ástandið var á Austurvelli við sama tilefni fyrir ári síðan. Í ljósi fjöldamótmæla gat ríkisstjórnin ekki annað en brugðist við. Yfirlýsingar voru gefnar um að tekið yrði mynduglega á skuldum heimilanna. Skipuð var nefnd. Niðurstaðan var ekki almenn leiðrétting skulda heldur að búin yrðu til flókin, sértæk úrræði. Reynslan sýnir að fáir hafa getað nýtt sér úrræðin, þau hafa skilað litlu og að fólki er mismunað eftir því við hvaða banka eða lánastofnun það hefur viðskipti. 3.10.2011 07:00
Þýskaland – blómstrandi landslag Hjálmar Sveinsson skrifar Á tímum þegar fjölmiðlar hræða okkur upp úr skónum með vondum fréttum af fjármálamörkuðum og yfirvofandi heimsendi er upplífgandi að fá góðar fréttir öðru hvoru. 3.10.2011 07:00
Dóttir og systir lögreglumanna Sandra Jónasdóttir skrifar Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. 2.10.2011 17:41
"Volaða land“ Sverrir Hermannsson skrifar Einhverju sinni er illa lá á séra Matthíasi orti hann ljóð, þar sem hann bar fósturjörð sinni ófagra söguna. Kvæðið hófst á fyrirsögn þessa greinarstúfs. 2.10.2011 17:34
Komum hugmyndum í framkvæmd Kristján Freyr Kristjánsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir skrifar Til þess að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd þarf margt að koma til. Augljóslega þarf hugmyndin að vera góð, en ekki síður þarf frumkvöðullinn að finna sér gott fólk til vinna með, hann þarf að finna fjármagn, fá rágjöf og komast yfir margvíslegar hindranir sem verða á leið allra þeirra sem vilja stofna ný fyrirtæki. 30.9.2011 12:00
Ákall til menntamálayfirvalda Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. 30.9.2011 06:00
Er uppgjöf í störfum Jafnréttisráðs? Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. 30.9.2011 06:00
Ísland, ESB og LÍÚ Inga Sigrún Atladóttir skrifar Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. 30.9.2011 06:00
Skuldafangelsi Íslandsbanka Kristinn H. Gunnarsson skrifar Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. 30.9.2011 06:00
Er vændi auglýst í Fréttablaðinu? Hildur Sverrisdóttir skrifar Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. 30.9.2011 06:00
Að vera eða vera ekki Þröstur Ólafsson skrifar Góður kunningi minn lagði fyrir mig eftirfarandi spurningu, Hvort er óþjóðlegra að Nupo fái aðgang að Grímsstöðum á Fjöllum eða að erlendir vogunarsjóðir fái í hendur aðfararheimild að íslenskum fjölskyldum ? Fáránleg spurning og byrjaði að brosa út í annað, en eftir að hann hafði útskýrt fyrir mér stöðu margra íslenskra fjölskyldna, eftir að umsaminn afsláttur af lánum til nýju bankanna skilaði sér ekki til lántakanda, og tveir bankar komnir í eigu útlendinga, skildi ég alvöru fáránleikans. Hann bætti við: 30.9.2011 06:00
Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir skrifar Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. 30.9.2011 06:00
Skjaldborg um verðtrygginguna Ásmundur Einar Daðason skrifar Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. 30.9.2011 06:00
Setning Alþingis fari fram í kyrrþey Kristján Guðlaugsson skrifar Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. 29.9.2011 06:00
Af hverju reykleysismeðferð? Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir skrifar Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. 29.9.2011 06:00
„Skynsami“ Guðni Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. 29.9.2011 06:00
Samræmd könnunarpróf á réttardaginn – villa nútímans Ágúst Ólason skrifar Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um samræmd próf. Þeim sem hér ritar er mikið niðri fyrir á þessum haustdögum þegar ungmenni grunnskólanna í 10., 7. og 4. bekk takast á við þetta viðfangsefni. Varla eru liðnar fjórar vikur frá skólasetningu sem nemendur og starfsfólk skólanna hafa notað til að koma sér fyrir, draga fram námsefni, setja sér markmið og gera áætlanir fyrir skólastarf komandi vetrar. 29.9.2011 06:00
Skattastefna eða skammtímareddingar? Almar Guðmundsson skrifar Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. 29.9.2011 06:00
Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. 29.9.2011 06:00
Fjölmiðlar hvetja til eineltis Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. 29.9.2011 06:00
Að velja fyrirmynd Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. 29.9.2011 06:00
Háskóli Íslands 100 ára (einsemd!) Háskóli Íslands er 100 ára á þessu ári. Er látið í það skína að hann muni brátt verða meðal 100 bestu háskóla í heimi en hvernig miðar? 29.9.2011 06:00
Hvar liggja skilin á milli sérhagsmuna og almannahagsmuna? Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? 29.9.2011 06:00
Atvinnupólitík Samtaka atvinnulífsins Vilmundur Jósefsson skrifar Í Fréttablaðinu í gær sakar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mig um að hafa farið með ósannindi á fundi SA um atvinnumál í Hörpu á mánudaginn. 29.9.2011 06:00
Af hverju ég? Gunnar M. H. Diego skrifar Margir spyrja sig "Af hverju ég“ oft á dag án þess að fá svör við þeirri spurningu. Fæddist ég svona ljótur og leiðinlegur eða varð ég svona allt í einu? Er ég dæmdur til að lifa við þetta alla ævi? 29.9.2011 06:00
Í dag erum við öll Sandgerðingar Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. 28.9.2011 06:00
Samstaða um málshöfðun vegna beitingar hryðjuverkalaga Þann 18. nóvember 2010 lögðu allir þingmenn Framsóknarflokksins (að Guðmundi Steingrímssyni undanskildum), þingmenn Hreyfingarinnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktunartillögu um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslandi. 28.9.2011 06:00
RÚV og Ríkisútvarp Að undanförnu hafa margir tekið eftir því að núorðið er jafnan vísað til Ríkisútvarpsins með skammstöfuninni RÚV í kynningu á efni í miðlum félagsins, á vefsíðu þess og víðar. Þetta ræða menn og telja sumir að verið sé að útrýma hugtakinu Ríkisútvarp. Það er mikill misskilningur enda sjá og heyra glöggir notendur miðla RÚV að ekki er öllu dagskrárgerðarfólki þetta nýmæli tamt og það notar þá að sjálfsögðu það hugtak sem því fellur betur. Vangaveltur um nafngiftina komu meðal annars fram í pistli Eiðs Guðnasonar nýlega, en hann telur útvarpsstjóra hafa staðið einan að þessari breytingu. 28.9.2011 06:00
Möguleg skýring á kynbundnum launamun, ábending til forsætisráðherra Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. 28.9.2011 06:00
Allar hliðar máls Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. 28.9.2011 06:00
Viljum við enn vera í skotgröfum? Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 28.9.2011 06:00
Í tilefni niðurstöðu launakönnunar VR 2011 Maríanna Traustadóttir skrifar Eitt af hlutverkum verkalýðshreyfingarinnar er að fylgja eftir markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það felur m.a. í sér að komið verði á og viðhaldið jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Til þess að ná fram ofangreindum markmiðum er nauðsynlegt að efla og styrkja samstarf við alla aðila vinnumarkaðarins og önnur hagsmuna- og félagasamtök sem vinna að jafnrétti kvenna og karla. 27.9.2011 06:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun