Í tilefni niðurstöðu launakönnunar VR 2011 Maríanna Traustadóttir skrifar 27. september 2011 06:00 Eitt af hlutverkum verkalýðshreyfingarinnar er að fylgja eftir markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það felur m.a. í sér að komið verði á og viðhaldið jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Til þess að ná fram ofangreindum markmiðum er nauðsynlegt að efla og styrkja samstarf við alla aðila vinnumarkaðarins og önnur hagsmuna- og félagasamtök sem vinna að jafnrétti kvenna og karla. VR er fjölmennasta aðildarfélag ASÍ og hefur félagið birt niðurstöðu launakönnunar sinnar undanfarin ár. Niðurstöðurnar hafa ekki aðeins nýst félagsmönnum VR heldur og launafólki almennt. Allar tölulegar upplýsingar þar sem fram kemur þróun og breytingar á launum á almenna vinnumarkaðinum eru mikilvæg viðbót við aðrar launakannanir. Niðurstöður launakönnunar VR staðfesta launamun kynjanna sem fram hefur komið í öðrum könnunum. Niðurstöður launakönnunar VR fyrir árið 2011 sýna að almenn hækkun heildarlauna frá síðasta ári er 4,5% en það er um tvö prósentustig umfram kjarasamninga frá janúar 2010 til janúar 2011, og er það ánægjulegt. Önnur niðurstaða könnunarinnar er ekki eins ánægjuleg en það er að launamunur kynjanna er óbreyttur á milli ára. Konur í VR eru með 15,3% lægri heildarlaun en karlar en kynbundinn launamunur er 10,6%. Það eru mikil vonbrigði. Launamunur kynjanna hefur ekki tekið marktækum breytingum til hins betra á undanförnum árum. Í nafni kvenfrelsis og jafnréttis voru konur hvattar til virkrar þátttöku á vinnumarkaði og sannarlega hlýddu þær því kalli, þar sem atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er i dag um 80%. Íslenskt atvinnulíf er háð vinnuframlagi kvenna. Konur starfa í öllum starfsgreinum, þær bera m.a. uppi fjölda þjónustugreina, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Íslenskt samfélag er einfaldlega óstarfhæft án vinnuframlags kvenna. Konur hafa sótt sig í veðrið og eflt menntun sína á öllum sviðum. Þær eru meirihluti þeirra sem úrskrifast úr framhaldsskólum og háskólum. Fram kemur í launakönnun VR að menntun hefur áhrif á launamun kynjanna á þann hátt að munurinn minnkar eftir því sem menntunin eykst. En því miður þá hefur launamunur kynjanna, í þessum hópi, aukist á milli áranna 2010 og 2011. Árið 2010 var hann 5,3% en er nú 9,9% hjá félagsmönnum VR með meistara- eða doktorsgráðu. Hvað er til ráða? Kynbundinn launamunur er svartur blettur á íslensku samfélagi, jafnir möguleikar kvenna og karla til starfa, starfsþróunar og launa er hagsmunamál launafólks og fyrirtækja. Verkalýðshreyfingin vill axla ábyrgð og hefur í samvinnu við SA og velferðarráðuneytið unnið að gerð staðals um framkvæmd stefnu launajafnréttis innan fyrirtækja og stofnana sem leiðbeinir atvinnurekendum hvernig markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verður náð. Upplýsingar og fræðsla um kynbundinn launamun til stjórnenda fyrirtækja og launafólks almennt eru nauðsynlegt og mikilvægt skref til að eyða þessari óværu. Í kjarasamningi ASÍ og SA frá 5. maí sl. var samþykkt bókun um jafnréttisáherslur. Bókunin er í fjórum liðum og m.a. samþykktu aðilar að gera sameiginlegt kynningar- og fræðsluefni fyrir launafólk og fyrirtæki um jafnrétti á vinnumarkaði. ASÍ hefur þegar hafið undirbúning að því verkefni í samstarfi við jafnréttis- og fjölskyldunefnd sambandsins. Jafnréttisbókunina er að finna í heild sinni á www.asi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af hlutverkum verkalýðshreyfingarinnar er að fylgja eftir markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það felur m.a. í sér að komið verði á og viðhaldið jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Til þess að ná fram ofangreindum markmiðum er nauðsynlegt að efla og styrkja samstarf við alla aðila vinnumarkaðarins og önnur hagsmuna- og félagasamtök sem vinna að jafnrétti kvenna og karla. VR er fjölmennasta aðildarfélag ASÍ og hefur félagið birt niðurstöðu launakönnunar sinnar undanfarin ár. Niðurstöðurnar hafa ekki aðeins nýst félagsmönnum VR heldur og launafólki almennt. Allar tölulegar upplýsingar þar sem fram kemur þróun og breytingar á launum á almenna vinnumarkaðinum eru mikilvæg viðbót við aðrar launakannanir. Niðurstöður launakönnunar VR staðfesta launamun kynjanna sem fram hefur komið í öðrum könnunum. Niðurstöður launakönnunar VR fyrir árið 2011 sýna að almenn hækkun heildarlauna frá síðasta ári er 4,5% en það er um tvö prósentustig umfram kjarasamninga frá janúar 2010 til janúar 2011, og er það ánægjulegt. Önnur niðurstaða könnunarinnar er ekki eins ánægjuleg en það er að launamunur kynjanna er óbreyttur á milli ára. Konur í VR eru með 15,3% lægri heildarlaun en karlar en kynbundinn launamunur er 10,6%. Það eru mikil vonbrigði. Launamunur kynjanna hefur ekki tekið marktækum breytingum til hins betra á undanförnum árum. Í nafni kvenfrelsis og jafnréttis voru konur hvattar til virkrar þátttöku á vinnumarkaði og sannarlega hlýddu þær því kalli, þar sem atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er i dag um 80%. Íslenskt atvinnulíf er háð vinnuframlagi kvenna. Konur starfa í öllum starfsgreinum, þær bera m.a. uppi fjölda þjónustugreina, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Íslenskt samfélag er einfaldlega óstarfhæft án vinnuframlags kvenna. Konur hafa sótt sig í veðrið og eflt menntun sína á öllum sviðum. Þær eru meirihluti þeirra sem úrskrifast úr framhaldsskólum og háskólum. Fram kemur í launakönnun VR að menntun hefur áhrif á launamun kynjanna á þann hátt að munurinn minnkar eftir því sem menntunin eykst. En því miður þá hefur launamunur kynjanna, í þessum hópi, aukist á milli áranna 2010 og 2011. Árið 2010 var hann 5,3% en er nú 9,9% hjá félagsmönnum VR með meistara- eða doktorsgráðu. Hvað er til ráða? Kynbundinn launamunur er svartur blettur á íslensku samfélagi, jafnir möguleikar kvenna og karla til starfa, starfsþróunar og launa er hagsmunamál launafólks og fyrirtækja. Verkalýðshreyfingin vill axla ábyrgð og hefur í samvinnu við SA og velferðarráðuneytið unnið að gerð staðals um framkvæmd stefnu launajafnréttis innan fyrirtækja og stofnana sem leiðbeinir atvinnurekendum hvernig markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verður náð. Upplýsingar og fræðsla um kynbundinn launamun til stjórnenda fyrirtækja og launafólks almennt eru nauðsynlegt og mikilvægt skref til að eyða þessari óværu. Í kjarasamningi ASÍ og SA frá 5. maí sl. var samþykkt bókun um jafnréttisáherslur. Bókunin er í fjórum liðum og m.a. samþykktu aðilar að gera sameiginlegt kynningar- og fræðsluefni fyrir launafólk og fyrirtæki um jafnrétti á vinnumarkaði. ASÍ hefur þegar hafið undirbúning að því verkefni í samstarfi við jafnréttis- og fjölskyldunefnd sambandsins. Jafnréttisbókunina er að finna í heild sinni á www.asi.is
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun