Dóttir og systir lögreglumanna Sandra Jónasdóttir skrifar 2. október 2011 17:41 Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. Ég var nýkomin með bílpróf þegar ég sótti litla bróður minn í bíó. Þegar við komum að heimili okkar hafði bíl verið ekið í gegnum garðinn og á húsið okkar. Þarna var veikur einstaklingur að verki, hann var vopnaður hnífi og reyndi að drepa pabba minn. Til allrar hamingju var pabbi stór og sterkur, náði að yfirbuga manneskjuna og slapp með smá skurði. Ég var í heimavistarskóla á þessum tíma og dreymdi lengi á eftir að þessi manneskja myndi elta mig uppi. Á svipuðum tíma fengu foreldrar mínir hótun um að yngri bróður minn yrði drepinn, hann var þá sjö ára. Ég man að mamma þurfti að hætta að vinna því það mátti ekki líta af honum. Ég gekk með mitt fyrsta barn þegar annar veikur einstaklingur bankaði upp á á heimili okkar. Þegar ég kom til dyra var hurðinni þrykkt upp og mátti minnstu muna að ég fengi hurðina í magann en þá var ég gengin með barnið á níunda mánuð. Pabbi hafði reynt að hjálpa þessum einstaklingi og þetta voru fylgikvillarnir. Pabbi hætti að starfa sem lögreglumaður þegar hann varð sextugur (kannski sem betur fer því mér er annt um heilsu hans) og var þá kominn í yfirmannsstöðu. Mánaðarlaun hans verða ekki gefin upp hér en það var bæði hægt að hlæja og gráta yfir þeim. Systir mín útskrifaðist seinna sem lögreglumaður. Ég man þegar við ætluðum að kíkja út á lífið saman fyrst eftir að hún útskrifaðist. Við vorum ekki komnar á dansgólfið þegar dauðadrukkinn einstaklingur vatt sér að henni og hellti yfir hana blótsyrðunum því að hún hafði stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Ég man líka þegar hún þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðum úr blóðmælingu því að hún hafði verið bitin af einstaklingi sem var með lifrarbólgu. Það er vafalaust mjög margt gefandi við það að starfa sem lögreglumaður en ég held að við þurfum ekki að efast um það að álagið er mikið hjá þessari stétt og ekki aðeins á lögreglumönnum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka. Ég lít upp til lögreglumanna og styð þá af fullum hug í baráttu sinni fyrir betri launakjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. Ég var nýkomin með bílpróf þegar ég sótti litla bróður minn í bíó. Þegar við komum að heimili okkar hafði bíl verið ekið í gegnum garðinn og á húsið okkar. Þarna var veikur einstaklingur að verki, hann var vopnaður hnífi og reyndi að drepa pabba minn. Til allrar hamingju var pabbi stór og sterkur, náði að yfirbuga manneskjuna og slapp með smá skurði. Ég var í heimavistarskóla á þessum tíma og dreymdi lengi á eftir að þessi manneskja myndi elta mig uppi. Á svipuðum tíma fengu foreldrar mínir hótun um að yngri bróður minn yrði drepinn, hann var þá sjö ára. Ég man að mamma þurfti að hætta að vinna því það mátti ekki líta af honum. Ég gekk með mitt fyrsta barn þegar annar veikur einstaklingur bankaði upp á á heimili okkar. Þegar ég kom til dyra var hurðinni þrykkt upp og mátti minnstu muna að ég fengi hurðina í magann en þá var ég gengin með barnið á níunda mánuð. Pabbi hafði reynt að hjálpa þessum einstaklingi og þetta voru fylgikvillarnir. Pabbi hætti að starfa sem lögreglumaður þegar hann varð sextugur (kannski sem betur fer því mér er annt um heilsu hans) og var þá kominn í yfirmannsstöðu. Mánaðarlaun hans verða ekki gefin upp hér en það var bæði hægt að hlæja og gráta yfir þeim. Systir mín útskrifaðist seinna sem lögreglumaður. Ég man þegar við ætluðum að kíkja út á lífið saman fyrst eftir að hún útskrifaðist. Við vorum ekki komnar á dansgólfið þegar dauðadrukkinn einstaklingur vatt sér að henni og hellti yfir hana blótsyrðunum því að hún hafði stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Ég man líka þegar hún þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðum úr blóðmælingu því að hún hafði verið bitin af einstaklingi sem var með lifrarbólgu. Það er vafalaust mjög margt gefandi við það að starfa sem lögreglumaður en ég held að við þurfum ekki að efast um það að álagið er mikið hjá þessari stétt og ekki aðeins á lögreglumönnum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka. Ég lít upp til lögreglumanna og styð þá af fullum hug í baráttu sinni fyrir betri launakjörum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun