Dóttir og systir lögreglumanna Sandra Jónasdóttir skrifar 2. október 2011 17:41 Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. Ég var nýkomin með bílpróf þegar ég sótti litla bróður minn í bíó. Þegar við komum að heimili okkar hafði bíl verið ekið í gegnum garðinn og á húsið okkar. Þarna var veikur einstaklingur að verki, hann var vopnaður hnífi og reyndi að drepa pabba minn. Til allrar hamingju var pabbi stór og sterkur, náði að yfirbuga manneskjuna og slapp með smá skurði. Ég var í heimavistarskóla á þessum tíma og dreymdi lengi á eftir að þessi manneskja myndi elta mig uppi. Á svipuðum tíma fengu foreldrar mínir hótun um að yngri bróður minn yrði drepinn, hann var þá sjö ára. Ég man að mamma þurfti að hætta að vinna því það mátti ekki líta af honum. Ég gekk með mitt fyrsta barn þegar annar veikur einstaklingur bankaði upp á á heimili okkar. Þegar ég kom til dyra var hurðinni þrykkt upp og mátti minnstu muna að ég fengi hurðina í magann en þá var ég gengin með barnið á níunda mánuð. Pabbi hafði reynt að hjálpa þessum einstaklingi og þetta voru fylgikvillarnir. Pabbi hætti að starfa sem lögreglumaður þegar hann varð sextugur (kannski sem betur fer því mér er annt um heilsu hans) og var þá kominn í yfirmannsstöðu. Mánaðarlaun hans verða ekki gefin upp hér en það var bæði hægt að hlæja og gráta yfir þeim. Systir mín útskrifaðist seinna sem lögreglumaður. Ég man þegar við ætluðum að kíkja út á lífið saman fyrst eftir að hún útskrifaðist. Við vorum ekki komnar á dansgólfið þegar dauðadrukkinn einstaklingur vatt sér að henni og hellti yfir hana blótsyrðunum því að hún hafði stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Ég man líka þegar hún þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðum úr blóðmælingu því að hún hafði verið bitin af einstaklingi sem var með lifrarbólgu. Það er vafalaust mjög margt gefandi við það að starfa sem lögreglumaður en ég held að við þurfum ekki að efast um það að álagið er mikið hjá þessari stétt og ekki aðeins á lögreglumönnum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka. Ég lít upp til lögreglumanna og styð þá af fullum hug í baráttu sinni fyrir betri launakjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hendur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyjagosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurftum að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefnadeildinni. Ég var nýkomin með bílpróf þegar ég sótti litla bróður minn í bíó. Þegar við komum að heimili okkar hafði bíl verið ekið í gegnum garðinn og á húsið okkar. Þarna var veikur einstaklingur að verki, hann var vopnaður hnífi og reyndi að drepa pabba minn. Til allrar hamingju var pabbi stór og sterkur, náði að yfirbuga manneskjuna og slapp með smá skurði. Ég var í heimavistarskóla á þessum tíma og dreymdi lengi á eftir að þessi manneskja myndi elta mig uppi. Á svipuðum tíma fengu foreldrar mínir hótun um að yngri bróður minn yrði drepinn, hann var þá sjö ára. Ég man að mamma þurfti að hætta að vinna því það mátti ekki líta af honum. Ég gekk með mitt fyrsta barn þegar annar veikur einstaklingur bankaði upp á á heimili okkar. Þegar ég kom til dyra var hurðinni þrykkt upp og mátti minnstu muna að ég fengi hurðina í magann en þá var ég gengin með barnið á níunda mánuð. Pabbi hafði reynt að hjálpa þessum einstaklingi og þetta voru fylgikvillarnir. Pabbi hætti að starfa sem lögreglumaður þegar hann varð sextugur (kannski sem betur fer því mér er annt um heilsu hans) og var þá kominn í yfirmannsstöðu. Mánaðarlaun hans verða ekki gefin upp hér en það var bæði hægt að hlæja og gráta yfir þeim. Systir mín útskrifaðist seinna sem lögreglumaður. Ég man þegar við ætluðum að kíkja út á lífið saman fyrst eftir að hún útskrifaðist. Við vorum ekki komnar á dansgólfið þegar dauðadrukkinn einstaklingur vatt sér að henni og hellti yfir hana blótsyrðunum því að hún hafði stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Ég man líka þegar hún þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðum úr blóðmælingu því að hún hafði verið bitin af einstaklingi sem var með lifrarbólgu. Það er vafalaust mjög margt gefandi við það að starfa sem lögreglumaður en ég held að við þurfum ekki að efast um það að álagið er mikið hjá þessari stétt og ekki aðeins á lögreglumönnum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka. Ég lít upp til lögreglumanna og styð þá af fullum hug í baráttu sinni fyrir betri launakjörum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun