Er uppgjöf í störfum Jafnréttisráðs? 30. september 2011 06:00 Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun