Kjósum fólk, ekki flokka Óðinn Spencer skrifar 4. október 2011 14:24 Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta vissulega unnið kosningar, myndað stjórn, og komið "málum í gegn" en að öðru leyti virðast þeir afdönkuð fyrirbæri. Líkt og með trúna á jólasveininn þurfa menn að vaxa upp úr trúnni á flokkakerfið. Við vitum öll hvernig flokkapólitíkin virkar. Mikill tími, orka og fjármunir vel meinandi fólks fara í lands- og flokksfundi árið um kring og í dæmigerða smölun atkvæða rétt fyrir kosningar. Auglýsingastofur aðstoða við hönnun stefnumála. Forystumenn mæta í sjónvarpssal öðru hverju og rífast eins og hundar og kettir, skipta um lit og skammtímalausnir eins og hendi sé veifað. Flókin og alvarleg málefni eru rædd með yfirborðskenndum slagorðum sem "selja". Með loforðaflaumnum er komið fram við kjósendur eins og jórtrandi sauðahjörð. Umræður á Alþingi, með stofnanavæddri stjórn og stjórnarandstöðu, eru einstaklega tímafrekar og sjálfhverfar, þar sem málefni eru reifuð í anda karpsins og flokkslínunnar fremur en samstarfsvilja og tilhlýðilegrar auðmýktar. Samt liggur í augum uppi að ákvarðanir eru ekki teknar í sýndarveruleika sjónvarpssals eða á leiksviði Alþingis. Þær eru teknar á bak við tjöldin, með tilheyrandi hrossakaupum. Og um langa hríð hafa flokkar gert sér far um að vingast við þá þjóðfélagshópa sem hafa efni á að styðja flokkana fjárhagslega og í kosningabarráttu þeirra. Flokksafbrigði nepótismans eru aldrei langt undan. Kjósendur þreytast á þessu, sjá oft lítinn mun á þessum flokksfyrirbærum og segja sama rassinn undir þeim öllum. Og flokkspólitíkusarnir þreytast sjálfir - nú síðast kvaðst einn vera "þreyttur á að verja eitthvað sem ég hafði ekki sannfæringu fyrir". Og sagði sig úr flokknum sínum. Afleiðingarnar af þessari meingölluðu pólitísku menningu flokkakerfisins hafa lengi verið þekktar. Árið 1796 reit George Washington um stjórnmálaflokka: "Hlutverk þeirra er að skipuleggja og standa vörð um hagsmuni flokksins, færa þá í búning og miðla þeim gríðarlegu afli; í staðinn fyrir vilja þjóðarinnar kemur vilji flokksins, sem oft er lítill en kænn og framtakssamur minnihluti í samfélaginu." Hvað hefur flokkakerfið með lýðræði að gera? Er flokkakerfið ekki í raun skrumskæling á lýðræðinu? Stuðlar það ekki einfaldlega að gervilýðræði, sem byggir á þeim sömu markaðslögmálum frjálshyggjunnar sem settu Ísland á hausinn hér um árið? Starfa flokkar ekki í raun á frjálsum samkeppnismarkaði þar sem hver þeirra hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og setur sína eigin pólitísku hagsmuni ofar öllu öðru? Eru ákvarðanir ekki teknar með "ósýnilegri hönd" kapítalismans sem beitir sér á dularfullan hátt í hrærigraut flokka, fjölmiðla, hagsmunagæsluhópa og auðugra einstaklinga? Nýtt Ísland þarf að losa sig við þetta gervilýðræði. Persónukjörið til stjórnlagaráðs var merkilegt einmitt fyrir þær sakir að þar fékk hæfileikaríkt fólk að vinna saman utan flokkagrautsins og fylgikvilla hans. Algjörlega óháð því hvort drög þeirra að nýrri stjórnarskrá hafi verið gallalaus eða ekki, er sú samheldni og samvinna sem einkenndi vinnubrögð stjórnlagaráðs forsmekkur að pólitískri menningu sem gæti stuðlað að mun öflugra lýðræði í landinu en hægt er með gjaldþrota flokkakerfi. Þjóðfundurinn lagði áherslu á að þingmenn vinni að þjóðarhag, hætti að karpa, starfi betur saman, og hafi hagsmuni þjóðarinnar ætíð í huga við afgreiðslu mála. Flokkakerfið er ekki svarið við þessari málaleitan. Þessum mikilvægu markmiðum yrði betur náð án stjórnmálaflokka. Ísland er lítið land þar sem boðleiðir eru stuttar og tilraunir til að skapa nýja og betri pólitíska menningu eru raunhæfari en annars staðar. Göngum lengra en aðrar þjóðir og kjósum fólk, ekki flokka. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta vissulega unnið kosningar, myndað stjórn, og komið "málum í gegn" en að öðru leyti virðast þeir afdönkuð fyrirbæri. Líkt og með trúna á jólasveininn þurfa menn að vaxa upp úr trúnni á flokkakerfið. Við vitum öll hvernig flokkapólitíkin virkar. Mikill tími, orka og fjármunir vel meinandi fólks fara í lands- og flokksfundi árið um kring og í dæmigerða smölun atkvæða rétt fyrir kosningar. Auglýsingastofur aðstoða við hönnun stefnumála. Forystumenn mæta í sjónvarpssal öðru hverju og rífast eins og hundar og kettir, skipta um lit og skammtímalausnir eins og hendi sé veifað. Flókin og alvarleg málefni eru rædd með yfirborðskenndum slagorðum sem "selja". Með loforðaflaumnum er komið fram við kjósendur eins og jórtrandi sauðahjörð. Umræður á Alþingi, með stofnanavæddri stjórn og stjórnarandstöðu, eru einstaklega tímafrekar og sjálfhverfar, þar sem málefni eru reifuð í anda karpsins og flokkslínunnar fremur en samstarfsvilja og tilhlýðilegrar auðmýktar. Samt liggur í augum uppi að ákvarðanir eru ekki teknar í sýndarveruleika sjónvarpssals eða á leiksviði Alþingis. Þær eru teknar á bak við tjöldin, með tilheyrandi hrossakaupum. Og um langa hríð hafa flokkar gert sér far um að vingast við þá þjóðfélagshópa sem hafa efni á að styðja flokkana fjárhagslega og í kosningabarráttu þeirra. Flokksafbrigði nepótismans eru aldrei langt undan. Kjósendur þreytast á þessu, sjá oft lítinn mun á þessum flokksfyrirbærum og segja sama rassinn undir þeim öllum. Og flokkspólitíkusarnir þreytast sjálfir - nú síðast kvaðst einn vera "þreyttur á að verja eitthvað sem ég hafði ekki sannfæringu fyrir". Og sagði sig úr flokknum sínum. Afleiðingarnar af þessari meingölluðu pólitísku menningu flokkakerfisins hafa lengi verið þekktar. Árið 1796 reit George Washington um stjórnmálaflokka: "Hlutverk þeirra er að skipuleggja og standa vörð um hagsmuni flokksins, færa þá í búning og miðla þeim gríðarlegu afli; í staðinn fyrir vilja þjóðarinnar kemur vilji flokksins, sem oft er lítill en kænn og framtakssamur minnihluti í samfélaginu." Hvað hefur flokkakerfið með lýðræði að gera? Er flokkakerfið ekki í raun skrumskæling á lýðræðinu? Stuðlar það ekki einfaldlega að gervilýðræði, sem byggir á þeim sömu markaðslögmálum frjálshyggjunnar sem settu Ísland á hausinn hér um árið? Starfa flokkar ekki í raun á frjálsum samkeppnismarkaði þar sem hver þeirra hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og setur sína eigin pólitísku hagsmuni ofar öllu öðru? Eru ákvarðanir ekki teknar með "ósýnilegri hönd" kapítalismans sem beitir sér á dularfullan hátt í hrærigraut flokka, fjölmiðla, hagsmunagæsluhópa og auðugra einstaklinga? Nýtt Ísland þarf að losa sig við þetta gervilýðræði. Persónukjörið til stjórnlagaráðs var merkilegt einmitt fyrir þær sakir að þar fékk hæfileikaríkt fólk að vinna saman utan flokkagrautsins og fylgikvilla hans. Algjörlega óháð því hvort drög þeirra að nýrri stjórnarskrá hafi verið gallalaus eða ekki, er sú samheldni og samvinna sem einkenndi vinnubrögð stjórnlagaráðs forsmekkur að pólitískri menningu sem gæti stuðlað að mun öflugra lýðræði í landinu en hægt er með gjaldþrota flokkakerfi. Þjóðfundurinn lagði áherslu á að þingmenn vinni að þjóðarhag, hætti að karpa, starfi betur saman, og hafi hagsmuni þjóðarinnar ætíð í huga við afgreiðslu mála. Flokkakerfið er ekki svarið við þessari málaleitan. Þessum mikilvægu markmiðum yrði betur náð án stjórnmálaflokka. Ísland er lítið land þar sem boðleiðir eru stuttar og tilraunir til að skapa nýja og betri pólitíska menningu eru raunhæfari en annars staðar. Göngum lengra en aðrar þjóðir og kjósum fólk, ekki flokka. Höfundur er nemi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun