Möguleg skýring á kynbundnum launamun, ábending til forsætisráðherra Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 28. september 2011 06:00 Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. Vissulega ber að fagna því að ráðherra vilji beita sér í jafn mikilvægu máli og jafnrétti til launa. Hins vegar er það túlkunaratriði hvernig best verður ráðið við þennan landsins forna fjanda, sem kynbundinn launamunur er.Taxtar, svigrúm og aukagreiðslur Forsætisráðherra bendir á aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum sem mögulega rót vandans, enda leiti slíkar greiðslur í ríkari mæli til karla en kvenna. Bæði þessi úrræði, þ.e. að greiða umfram taxta og að fullnýta það svigrúm í stofnanasamningum sem gefst til að hækka laun, eru viðbrögð við kröfum um hærri laun en felast í lágmarksröðun samninga. Kjarasamningar, þar með talið sá hluti þeirra sem nefnist stofnanasamningur, kveða á um lágmarkskjör, en hvergi stendur skrifað að ekki megi greiða laun umfram samninga (nema að vísu hvað varðar tiltölulega nýlegt bann fjármálaráðuneytisins við því að greiða ríkisstarfsmönnum hærri laun en sem nemur grunntaxta forsætisráðherra). Rétt er að hafa það hugfast að laun samkvæmt taxta eru almennt mjög lág hjá ríkinu miðað við almennan vinnumarkað og að almennt er ríkið vinnustaður kvenna umfram karla. Því væri það í mínum huga fyrsta mál á dagskrá hjá ríkinu, sem aðgerð til höfuðs kynbundnum launamun, að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem þar ríkir. Það er komið nóg af því að jafna kjörin niður á við, tími til kominn að jafna þau upp. Verðmætamat málaflokka Launamunur kynjanna hjá ríkinu tengist náið launamun milli málaflokka, en það er staðreynd að laun eru almennt hærri á þeim sviðum ríkisrekstrar sem lúta að framkvæmdum en félags-, heilbrigðis- og menntamálum. Forsætisráðherra bendir á þetta í viðtalinu og lýsir yfir vilja til að leiðrétta þessa stöðu. Það er kominn tími til að hækka launaviðmið í „mannlegu" geirunum, þannig að hægt sé að segja að umönnun sjúkra verði jafnverðmæt og umsýsla fjár svo klassískt dæmi sé tekið.Samkeppnislaun Karlar í starfi hjá ríkinu tilheyra oftar en konurnar stéttum sem starfa jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, þeir eru með öðrum orðum oftar í samkeppnisstöðu hvað varðar störf og laun. Sá sem getur gengið í betur launað starf á almennum markaði hefur jafnan meira vogarafl til að sækja sér aukagreiðslur en hinn sem eingöngu á þess kost að starfa á vettvangi hins opinbera. Aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum þyrfti síður að nota ef laun væru almennt metin hærra í grunninn.Kynbundnar launalækkanir Forsætisráðherra virðist í umræddu viðtali vonsvikin með árangur af launalækkunum ríkisins í kjölfar hrunsins, sem „var talið að ... myndu bitna meira á körlum en konum". Eins virðist hún telja það vandamál að þær launalækkanir séu nú „að einhverju leyti að ganga til baka". Það hlýtur að teljast varasöm aðferð að beita kynbundnum launalækkunum til að jafna kjör, þótt einhver gæti haldið því fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Bandalag háskólamanna leggst gegn aðgerðum sem framkalla eiga kynbundna launalækkun, enda ekki á það bætandi að lækka laun hjá ríkinu. Horfumst frekar í augu við það að laun ríkisstarfsmanna eru of lág og að ríkið er ekki samkeppnishæft um starfsfólk nema með því að deila út allra handa sporslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. Vissulega ber að fagna því að ráðherra vilji beita sér í jafn mikilvægu máli og jafnrétti til launa. Hins vegar er það túlkunaratriði hvernig best verður ráðið við þennan landsins forna fjanda, sem kynbundinn launamunur er.Taxtar, svigrúm og aukagreiðslur Forsætisráðherra bendir á aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum sem mögulega rót vandans, enda leiti slíkar greiðslur í ríkari mæli til karla en kvenna. Bæði þessi úrræði, þ.e. að greiða umfram taxta og að fullnýta það svigrúm í stofnanasamningum sem gefst til að hækka laun, eru viðbrögð við kröfum um hærri laun en felast í lágmarksröðun samninga. Kjarasamningar, þar með talið sá hluti þeirra sem nefnist stofnanasamningur, kveða á um lágmarkskjör, en hvergi stendur skrifað að ekki megi greiða laun umfram samninga (nema að vísu hvað varðar tiltölulega nýlegt bann fjármálaráðuneytisins við því að greiða ríkisstarfsmönnum hærri laun en sem nemur grunntaxta forsætisráðherra). Rétt er að hafa það hugfast að laun samkvæmt taxta eru almennt mjög lág hjá ríkinu miðað við almennan vinnumarkað og að almennt er ríkið vinnustaður kvenna umfram karla. Því væri það í mínum huga fyrsta mál á dagskrá hjá ríkinu, sem aðgerð til höfuðs kynbundnum launamun, að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem þar ríkir. Það er komið nóg af því að jafna kjörin niður á við, tími til kominn að jafna þau upp. Verðmætamat málaflokka Launamunur kynjanna hjá ríkinu tengist náið launamun milli málaflokka, en það er staðreynd að laun eru almennt hærri á þeim sviðum ríkisrekstrar sem lúta að framkvæmdum en félags-, heilbrigðis- og menntamálum. Forsætisráðherra bendir á þetta í viðtalinu og lýsir yfir vilja til að leiðrétta þessa stöðu. Það er kominn tími til að hækka launaviðmið í „mannlegu" geirunum, þannig að hægt sé að segja að umönnun sjúkra verði jafnverðmæt og umsýsla fjár svo klassískt dæmi sé tekið.Samkeppnislaun Karlar í starfi hjá ríkinu tilheyra oftar en konurnar stéttum sem starfa jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, þeir eru með öðrum orðum oftar í samkeppnisstöðu hvað varðar störf og laun. Sá sem getur gengið í betur launað starf á almennum markaði hefur jafnan meira vogarafl til að sækja sér aukagreiðslur en hinn sem eingöngu á þess kost að starfa á vettvangi hins opinbera. Aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum þyrfti síður að nota ef laun væru almennt metin hærra í grunninn.Kynbundnar launalækkanir Forsætisráðherra virðist í umræddu viðtali vonsvikin með árangur af launalækkunum ríkisins í kjölfar hrunsins, sem „var talið að ... myndu bitna meira á körlum en konum". Eins virðist hún telja það vandamál að þær launalækkanir séu nú „að einhverju leyti að ganga til baka". Það hlýtur að teljast varasöm aðferð að beita kynbundnum launalækkunum til að jafna kjör, þótt einhver gæti haldið því fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Bandalag háskólamanna leggst gegn aðgerðum sem framkalla eiga kynbundna launalækkun, enda ekki á það bætandi að lækka laun hjá ríkinu. Horfumst frekar í augu við það að laun ríkisstarfsmanna eru of lág og að ríkið er ekki samkeppnishæft um starfsfólk nema með því að deila út allra handa sporslum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun