Möguleg skýring á kynbundnum launamun, ábending til forsætisráðherra Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 28. september 2011 06:00 Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. Vissulega ber að fagna því að ráðherra vilji beita sér í jafn mikilvægu máli og jafnrétti til launa. Hins vegar er það túlkunaratriði hvernig best verður ráðið við þennan landsins forna fjanda, sem kynbundinn launamunur er.Taxtar, svigrúm og aukagreiðslur Forsætisráðherra bendir á aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum sem mögulega rót vandans, enda leiti slíkar greiðslur í ríkari mæli til karla en kvenna. Bæði þessi úrræði, þ.e. að greiða umfram taxta og að fullnýta það svigrúm í stofnanasamningum sem gefst til að hækka laun, eru viðbrögð við kröfum um hærri laun en felast í lágmarksröðun samninga. Kjarasamningar, þar með talið sá hluti þeirra sem nefnist stofnanasamningur, kveða á um lágmarkskjör, en hvergi stendur skrifað að ekki megi greiða laun umfram samninga (nema að vísu hvað varðar tiltölulega nýlegt bann fjármálaráðuneytisins við því að greiða ríkisstarfsmönnum hærri laun en sem nemur grunntaxta forsætisráðherra). Rétt er að hafa það hugfast að laun samkvæmt taxta eru almennt mjög lág hjá ríkinu miðað við almennan vinnumarkað og að almennt er ríkið vinnustaður kvenna umfram karla. Því væri það í mínum huga fyrsta mál á dagskrá hjá ríkinu, sem aðgerð til höfuðs kynbundnum launamun, að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem þar ríkir. Það er komið nóg af því að jafna kjörin niður á við, tími til kominn að jafna þau upp. Verðmætamat málaflokka Launamunur kynjanna hjá ríkinu tengist náið launamun milli málaflokka, en það er staðreynd að laun eru almennt hærri á þeim sviðum ríkisrekstrar sem lúta að framkvæmdum en félags-, heilbrigðis- og menntamálum. Forsætisráðherra bendir á þetta í viðtalinu og lýsir yfir vilja til að leiðrétta þessa stöðu. Það er kominn tími til að hækka launaviðmið í „mannlegu" geirunum, þannig að hægt sé að segja að umönnun sjúkra verði jafnverðmæt og umsýsla fjár svo klassískt dæmi sé tekið.Samkeppnislaun Karlar í starfi hjá ríkinu tilheyra oftar en konurnar stéttum sem starfa jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, þeir eru með öðrum orðum oftar í samkeppnisstöðu hvað varðar störf og laun. Sá sem getur gengið í betur launað starf á almennum markaði hefur jafnan meira vogarafl til að sækja sér aukagreiðslur en hinn sem eingöngu á þess kost að starfa á vettvangi hins opinbera. Aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum þyrfti síður að nota ef laun væru almennt metin hærra í grunninn.Kynbundnar launalækkanir Forsætisráðherra virðist í umræddu viðtali vonsvikin með árangur af launalækkunum ríkisins í kjölfar hrunsins, sem „var talið að ... myndu bitna meira á körlum en konum". Eins virðist hún telja það vandamál að þær launalækkanir séu nú „að einhverju leyti að ganga til baka". Það hlýtur að teljast varasöm aðferð að beita kynbundnum launalækkunum til að jafna kjör, þótt einhver gæti haldið því fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Bandalag háskólamanna leggst gegn aðgerðum sem framkalla eiga kynbundna launalækkun, enda ekki á það bætandi að lækka laun hjá ríkinu. Horfumst frekar í augu við það að laun ríkisstarfsmanna eru of lág og að ríkið er ekki samkeppnishæft um starfsfólk nema með því að deila út allra handa sporslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. Vissulega ber að fagna því að ráðherra vilji beita sér í jafn mikilvægu máli og jafnrétti til launa. Hins vegar er það túlkunaratriði hvernig best verður ráðið við þennan landsins forna fjanda, sem kynbundinn launamunur er.Taxtar, svigrúm og aukagreiðslur Forsætisráðherra bendir á aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum sem mögulega rót vandans, enda leiti slíkar greiðslur í ríkari mæli til karla en kvenna. Bæði þessi úrræði, þ.e. að greiða umfram taxta og að fullnýta það svigrúm í stofnanasamningum sem gefst til að hækka laun, eru viðbrögð við kröfum um hærri laun en felast í lágmarksröðun samninga. Kjarasamningar, þar með talið sá hluti þeirra sem nefnist stofnanasamningur, kveða á um lágmarkskjör, en hvergi stendur skrifað að ekki megi greiða laun umfram samninga (nema að vísu hvað varðar tiltölulega nýlegt bann fjármálaráðuneytisins við því að greiða ríkisstarfsmönnum hærri laun en sem nemur grunntaxta forsætisráðherra). Rétt er að hafa það hugfast að laun samkvæmt taxta eru almennt mjög lág hjá ríkinu miðað við almennan vinnumarkað og að almennt er ríkið vinnustaður kvenna umfram karla. Því væri það í mínum huga fyrsta mál á dagskrá hjá ríkinu, sem aðgerð til höfuðs kynbundnum launamun, að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem þar ríkir. Það er komið nóg af því að jafna kjörin niður á við, tími til kominn að jafna þau upp. Verðmætamat málaflokka Launamunur kynjanna hjá ríkinu tengist náið launamun milli málaflokka, en það er staðreynd að laun eru almennt hærri á þeim sviðum ríkisrekstrar sem lúta að framkvæmdum en félags-, heilbrigðis- og menntamálum. Forsætisráðherra bendir á þetta í viðtalinu og lýsir yfir vilja til að leiðrétta þessa stöðu. Það er kominn tími til að hækka launaviðmið í „mannlegu" geirunum, þannig að hægt sé að segja að umönnun sjúkra verði jafnverðmæt og umsýsla fjár svo klassískt dæmi sé tekið.Samkeppnislaun Karlar í starfi hjá ríkinu tilheyra oftar en konurnar stéttum sem starfa jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, þeir eru með öðrum orðum oftar í samkeppnisstöðu hvað varðar störf og laun. Sá sem getur gengið í betur launað starf á almennum markaði hefur jafnan meira vogarafl til að sækja sér aukagreiðslur en hinn sem eingöngu á þess kost að starfa á vettvangi hins opinbera. Aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum þyrfti síður að nota ef laun væru almennt metin hærra í grunninn.Kynbundnar launalækkanir Forsætisráðherra virðist í umræddu viðtali vonsvikin með árangur af launalækkunum ríkisins í kjölfar hrunsins, sem „var talið að ... myndu bitna meira á körlum en konum". Eins virðist hún telja það vandamál að þær launalækkanir séu nú „að einhverju leyti að ganga til baka". Það hlýtur að teljast varasöm aðferð að beita kynbundnum launalækkunum til að jafna kjör, þótt einhver gæti haldið því fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Bandalag háskólamanna leggst gegn aðgerðum sem framkalla eiga kynbundna launalækkun, enda ekki á það bætandi að lækka laun hjá ríkinu. Horfumst frekar í augu við það að laun ríkisstarfsmanna eru of lág og að ríkið er ekki samkeppnishæft um starfsfólk nema með því að deila út allra handa sporslum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun