Verndum bernskuna - hverjir eiga gera það? María Birna Jónsdóttir skrifar 5. október 2011 06:00 Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. En hvernig er það hægt þegar lögbrot eru framin í fjölmiðlum þessa lands daglega. Áfengisauglýsingar verða sífellt fyrirferðarmeiri í íslensku samfélagi og ekki nóg með að fjölmiðlar séu duglegir að birta áfengisauglýsingar því einnig má sjá ýmsa fyrirtækjabíla merkta áfengistegundum. Eitt er víst að við síendurteknar auglýsingar á áfengi þá myndast jákvæðari viðhorf til áfengis og væntanlega aukast líkurnar hjá þeim sem horfir eða hlustar á áfengisauglýsingu á að kaupa auglýsta vöru. En erum við ekki með lög í landinu sem segja að það sé bannað að auglýsa áfengi? Í áfengislöggjöfinni kemur fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu (Lög um áfengi nr.7515/1998). Og ef við skoðum lög um tóbaksvarnir þá er svipað uppi á teningnum. En þar kemur fram að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi (Lög um tóbaksvarnir, nr.631/2002). Ekki er mikil munur á orðalagi í þessum tveimur greinum, annars vegar 7.gr í Lög um tóbaksvarnir og hins vegar 20.gr. Tóbaksauglýsingar hef ég ekki orðið vör við en sífellt er verið að auglýsa áfengi í fjölmiðlum landsins. Hvernig stendur á því? Eru innflytjendur áfengis tilbúnari til þess að fremja lögbrot en þeir sem flytja inn tóbakið? Eða er þetta bara allt sama tóbakið? Það að lög séu ekki virt í landinu er til háborinnar skammar. Innflytjendur áfengis þurfa leyfi til þess að fá að flytja inn áfengi og það leyfi fá þeir frá stjórnvöldum. Lög hafa svo verið sett þar sem bannað er að auglýsa þessa ákveðna neysluvöru sem, eins og flestir vita, er engin venjuleg neysluvara. Hvernig svo stendur á því að innflytjendur geta í sífellu verið að brjóta landslög og komast upp með það á ég erfitt með að skilja. Kærur vegna áfengisauglýsinga hafa verið sendar en lítið sem ekkert er gert til þess að stöðva þetta áreiti. Ef eitthvað er þá fjölgar áfengisauglýsingum frekar en hitt. Til hvers að vera með lög ef ekki er farið eftir þeim? Í skýrslu, Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna sem forsætisráðuneytið lét gera til þess að styðja við útrásina er talið til kosta að Íslendingar séu ekki svo mikið fyrir reglur og aga. Þessi skýrsla birtist í apríl árið 2008. Við vitum nú öll hvernig það endaði. Viljum við að samfélagið sé þannig að einstaklingar og fyrirtæki brjóti lög og reglur til þess eins að græða sem mest? Því það er væntanlega peningagræðgin sem knýr innflytjendur áfram. Vonin um að fleiri kaupi áfengið og ekki verra að fá að kynna fyrir börn og ungt fólk sem fyrst fyrir vörunni. Dýrar og vel út pældar auglýsingar dynja á okkur þar sem fjölskyldan situr á föstudagskvöldi fyrir framan sjónvarpið og bíður eftir að fjölskylduþátturinn „Útsvar" hefjist. Þvílík snilld og það í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna. Ég sem foreldri og uppalandi er orðin langþreytt á þessari þvælu þeirra sem eiga að sjá til þess að við séum laus við áfengisauglýsingar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Viljum við virkilega að börn og ungmenni séu að „fræðast" um hvaða áfengistegund sé best af ráðandi markaðsöflum sem eru svo sannarlega að nýta sér frjálsræðið hér á landi? Samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð gagnvart börnum hvílir ekki einungis á foreldrum heldur einnig á markaðnum og stjórnvöldum þessa lands sem settu áfengislög á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. En hvernig er það hægt þegar lögbrot eru framin í fjölmiðlum þessa lands daglega. Áfengisauglýsingar verða sífellt fyrirferðarmeiri í íslensku samfélagi og ekki nóg með að fjölmiðlar séu duglegir að birta áfengisauglýsingar því einnig má sjá ýmsa fyrirtækjabíla merkta áfengistegundum. Eitt er víst að við síendurteknar auglýsingar á áfengi þá myndast jákvæðari viðhorf til áfengis og væntanlega aukast líkurnar hjá þeim sem horfir eða hlustar á áfengisauglýsingu á að kaupa auglýsta vöru. En erum við ekki með lög í landinu sem segja að það sé bannað að auglýsa áfengi? Í áfengislöggjöfinni kemur fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu (Lög um áfengi nr.7515/1998). Og ef við skoðum lög um tóbaksvarnir þá er svipað uppi á teningnum. En þar kemur fram að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi (Lög um tóbaksvarnir, nr.631/2002). Ekki er mikil munur á orðalagi í þessum tveimur greinum, annars vegar 7.gr í Lög um tóbaksvarnir og hins vegar 20.gr. Tóbaksauglýsingar hef ég ekki orðið vör við en sífellt er verið að auglýsa áfengi í fjölmiðlum landsins. Hvernig stendur á því? Eru innflytjendur áfengis tilbúnari til þess að fremja lögbrot en þeir sem flytja inn tóbakið? Eða er þetta bara allt sama tóbakið? Það að lög séu ekki virt í landinu er til háborinnar skammar. Innflytjendur áfengis þurfa leyfi til þess að fá að flytja inn áfengi og það leyfi fá þeir frá stjórnvöldum. Lög hafa svo verið sett þar sem bannað er að auglýsa þessa ákveðna neysluvöru sem, eins og flestir vita, er engin venjuleg neysluvara. Hvernig svo stendur á því að innflytjendur geta í sífellu verið að brjóta landslög og komast upp með það á ég erfitt með að skilja. Kærur vegna áfengisauglýsinga hafa verið sendar en lítið sem ekkert er gert til þess að stöðva þetta áreiti. Ef eitthvað er þá fjölgar áfengisauglýsingum frekar en hitt. Til hvers að vera með lög ef ekki er farið eftir þeim? Í skýrslu, Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna sem forsætisráðuneytið lét gera til þess að styðja við útrásina er talið til kosta að Íslendingar séu ekki svo mikið fyrir reglur og aga. Þessi skýrsla birtist í apríl árið 2008. Við vitum nú öll hvernig það endaði. Viljum við að samfélagið sé þannig að einstaklingar og fyrirtæki brjóti lög og reglur til þess eins að græða sem mest? Því það er væntanlega peningagræðgin sem knýr innflytjendur áfram. Vonin um að fleiri kaupi áfengið og ekki verra að fá að kynna fyrir börn og ungt fólk sem fyrst fyrir vörunni. Dýrar og vel út pældar auglýsingar dynja á okkur þar sem fjölskyldan situr á föstudagskvöldi fyrir framan sjónvarpið og bíður eftir að fjölskylduþátturinn „Útsvar" hefjist. Þvílík snilld og það í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna. Ég sem foreldri og uppalandi er orðin langþreytt á þessari þvælu þeirra sem eiga að sjá til þess að við séum laus við áfengisauglýsingar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Viljum við virkilega að börn og ungmenni séu að „fræðast" um hvaða áfengistegund sé best af ráðandi markaðsöflum sem eru svo sannarlega að nýta sér frjálsræðið hér á landi? Samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð gagnvart börnum hvílir ekki einungis á foreldrum heldur einnig á markaðnum og stjórnvöldum þessa lands sem settu áfengislög á sínum tíma.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun