Verndum bernskuna - hverjir eiga gera það? María Birna Jónsdóttir skrifar 5. október 2011 06:00 Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. En hvernig er það hægt þegar lögbrot eru framin í fjölmiðlum þessa lands daglega. Áfengisauglýsingar verða sífellt fyrirferðarmeiri í íslensku samfélagi og ekki nóg með að fjölmiðlar séu duglegir að birta áfengisauglýsingar því einnig má sjá ýmsa fyrirtækjabíla merkta áfengistegundum. Eitt er víst að við síendurteknar auglýsingar á áfengi þá myndast jákvæðari viðhorf til áfengis og væntanlega aukast líkurnar hjá þeim sem horfir eða hlustar á áfengisauglýsingu á að kaupa auglýsta vöru. En erum við ekki með lög í landinu sem segja að það sé bannað að auglýsa áfengi? Í áfengislöggjöfinni kemur fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu (Lög um áfengi nr.7515/1998). Og ef við skoðum lög um tóbaksvarnir þá er svipað uppi á teningnum. En þar kemur fram að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi (Lög um tóbaksvarnir, nr.631/2002). Ekki er mikil munur á orðalagi í þessum tveimur greinum, annars vegar 7.gr í Lög um tóbaksvarnir og hins vegar 20.gr. Tóbaksauglýsingar hef ég ekki orðið vör við en sífellt er verið að auglýsa áfengi í fjölmiðlum landsins. Hvernig stendur á því? Eru innflytjendur áfengis tilbúnari til þess að fremja lögbrot en þeir sem flytja inn tóbakið? Eða er þetta bara allt sama tóbakið? Það að lög séu ekki virt í landinu er til háborinnar skammar. Innflytjendur áfengis þurfa leyfi til þess að fá að flytja inn áfengi og það leyfi fá þeir frá stjórnvöldum. Lög hafa svo verið sett þar sem bannað er að auglýsa þessa ákveðna neysluvöru sem, eins og flestir vita, er engin venjuleg neysluvara. Hvernig svo stendur á því að innflytjendur geta í sífellu verið að brjóta landslög og komast upp með það á ég erfitt með að skilja. Kærur vegna áfengisauglýsinga hafa verið sendar en lítið sem ekkert er gert til þess að stöðva þetta áreiti. Ef eitthvað er þá fjölgar áfengisauglýsingum frekar en hitt. Til hvers að vera með lög ef ekki er farið eftir þeim? Í skýrslu, Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna sem forsætisráðuneytið lét gera til þess að styðja við útrásina er talið til kosta að Íslendingar séu ekki svo mikið fyrir reglur og aga. Þessi skýrsla birtist í apríl árið 2008. Við vitum nú öll hvernig það endaði. Viljum við að samfélagið sé þannig að einstaklingar og fyrirtæki brjóti lög og reglur til þess eins að græða sem mest? Því það er væntanlega peningagræðgin sem knýr innflytjendur áfram. Vonin um að fleiri kaupi áfengið og ekki verra að fá að kynna fyrir börn og ungt fólk sem fyrst fyrir vörunni. Dýrar og vel út pældar auglýsingar dynja á okkur þar sem fjölskyldan situr á föstudagskvöldi fyrir framan sjónvarpið og bíður eftir að fjölskylduþátturinn „Útsvar" hefjist. Þvílík snilld og það í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna. Ég sem foreldri og uppalandi er orðin langþreytt á þessari þvælu þeirra sem eiga að sjá til þess að við séum laus við áfengisauglýsingar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Viljum við virkilega að börn og ungmenni séu að „fræðast" um hvaða áfengistegund sé best af ráðandi markaðsöflum sem eru svo sannarlega að nýta sér frjálsræðið hér á landi? Samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð gagnvart börnum hvílir ekki einungis á foreldrum heldur einnig á markaðnum og stjórnvöldum þessa lands sem settu áfengislög á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. En hvernig er það hægt þegar lögbrot eru framin í fjölmiðlum þessa lands daglega. Áfengisauglýsingar verða sífellt fyrirferðarmeiri í íslensku samfélagi og ekki nóg með að fjölmiðlar séu duglegir að birta áfengisauglýsingar því einnig má sjá ýmsa fyrirtækjabíla merkta áfengistegundum. Eitt er víst að við síendurteknar auglýsingar á áfengi þá myndast jákvæðari viðhorf til áfengis og væntanlega aukast líkurnar hjá þeim sem horfir eða hlustar á áfengisauglýsingu á að kaupa auglýsta vöru. En erum við ekki með lög í landinu sem segja að það sé bannað að auglýsa áfengi? Í áfengislöggjöfinni kemur fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu (Lög um áfengi nr.7515/1998). Og ef við skoðum lög um tóbaksvarnir þá er svipað uppi á teningnum. En þar kemur fram að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi (Lög um tóbaksvarnir, nr.631/2002). Ekki er mikil munur á orðalagi í þessum tveimur greinum, annars vegar 7.gr í Lög um tóbaksvarnir og hins vegar 20.gr. Tóbaksauglýsingar hef ég ekki orðið vör við en sífellt er verið að auglýsa áfengi í fjölmiðlum landsins. Hvernig stendur á því? Eru innflytjendur áfengis tilbúnari til þess að fremja lögbrot en þeir sem flytja inn tóbakið? Eða er þetta bara allt sama tóbakið? Það að lög séu ekki virt í landinu er til háborinnar skammar. Innflytjendur áfengis þurfa leyfi til þess að fá að flytja inn áfengi og það leyfi fá þeir frá stjórnvöldum. Lög hafa svo verið sett þar sem bannað er að auglýsa þessa ákveðna neysluvöru sem, eins og flestir vita, er engin venjuleg neysluvara. Hvernig svo stendur á því að innflytjendur geta í sífellu verið að brjóta landslög og komast upp með það á ég erfitt með að skilja. Kærur vegna áfengisauglýsinga hafa verið sendar en lítið sem ekkert er gert til þess að stöðva þetta áreiti. Ef eitthvað er þá fjölgar áfengisauglýsingum frekar en hitt. Til hvers að vera með lög ef ekki er farið eftir þeim? Í skýrslu, Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna sem forsætisráðuneytið lét gera til þess að styðja við útrásina er talið til kosta að Íslendingar séu ekki svo mikið fyrir reglur og aga. Þessi skýrsla birtist í apríl árið 2008. Við vitum nú öll hvernig það endaði. Viljum við að samfélagið sé þannig að einstaklingar og fyrirtæki brjóti lög og reglur til þess eins að græða sem mest? Því það er væntanlega peningagræðgin sem knýr innflytjendur áfram. Vonin um að fleiri kaupi áfengið og ekki verra að fá að kynna fyrir börn og ungt fólk sem fyrst fyrir vörunni. Dýrar og vel út pældar auglýsingar dynja á okkur þar sem fjölskyldan situr á föstudagskvöldi fyrir framan sjónvarpið og bíður eftir að fjölskylduþátturinn „Útsvar" hefjist. Þvílík snilld og það í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna. Ég sem foreldri og uppalandi er orðin langþreytt á þessari þvælu þeirra sem eiga að sjá til þess að við séum laus við áfengisauglýsingar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Viljum við virkilega að börn og ungmenni séu að „fræðast" um hvaða áfengistegund sé best af ráðandi markaðsöflum sem eru svo sannarlega að nýta sér frjálsræðið hér á landi? Samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð gagnvart börnum hvílir ekki einungis á foreldrum heldur einnig á markaðnum og stjórnvöldum þessa lands sem settu áfengislög á sínum tíma.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun