Setning Alþingis fari fram í kyrrþey Kristján Guðlaugsson skrifar 29. september 2011 06:00 Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. Vafalaust bíða þeirra þreytandi kokteilboð, en kannski þurfa þeir líka að hafa fataskipti og komast í ærlegt bað eftir hina hátíðlegu þingsetningu ef fram fer sem horfir. Lögreglumenn ætla nefnilega ekki að standa heiðursvörð um athöfnina og óeirðadeildir lögreglumanna, sem gæta eiga þessa fjöreggs þjóðarinnar, hafa lýst sig afhuga slíkum starfa í ár. Það er að hluta til vegna þess að þingið hefur ekki sýnt launaþörfum þeirra áhuga, en hefur setið hjá meðan gerðardómur skammtar þeim nöturlegar ölmusur, en að hluta til vegna almennrar óánægju meðal landsmanna með störf og starfsaðferðir þingheims. Ekki reynir Helgi þó að gera lítið úr ótta þingheims við umbjóðendur sína, alþýðu og kjósendur þessa lands, en segir þetta um fyrirhuguð mótmæli við þingsetningu í viðtali við Morgunblaðið 27. september síðastliðinn: „Ég veit að þingforseti hefur af því miklar áhyggjur, enda var það mikið slys hvernig þetta fór í fyrra.“ Hann reynir hins vegar ekki að skýra orsakir þessa „mikla slyss“, enda þótt öllum megi þær vera ljósar. Helgi hefur greinilega verið gerður út af örkinni til þess að lægja öldur almennrar óánægju og þá er fátt betra en að halda umdeildar samkomur í skjóli nætur eða haustmyrkurs. Svo má spyrja hvers vegna setningu Alþingis stafar ógn af umbjóðendum sínum og þeirri spurningu hefði þingheimur sjálfur átt að varpa fram áður en í óefni var komið. Kannski óttast hann svarið eftir að ekki er lengur hægt að dylja hvernig helstu skjólstæðingar þingmanna, vinaklíkan innan bankanna og fjárfestingaraðalsins, hafa fengið afskrifuð öll sín kúlulán, skuldavafninga og önnur augljós lögbrot. Svarið verður þeim kannski enn ógnvænlegra þegar á það er litið að þriðjungur þjóðarinnar stendur uppi slyppur, snauður og gjaldþrota eftir góðærin sem þingheimur hyllti sem mest hér á árum áður. Þingmenn þekkja svarið vel og vita upp á sig skömmina, þess vegna sneiða þeir hjá spurningunni og gera Helga Bernódusson út af örkinni til að segja þjóðinni að þeir ætli að taka þingsetningarhelgina snemma í ár. Sannleikurinn er svo sáraeinfaldur að enginn getur komist hjá því að sjá hann, nema hann hafi einhverja hagsmuni af lyginni. Það er vitað að Alþingi hefur gert sitt ýtrasta til að koma gjaldþrota bönkum, sparisjóðum og fjárfestingarfyrirtækjum aftur í hendur þeirra óreiðumanna sem keyrðu þá á hausinn. Bankar og fjármálastofnanir eru sjálf slagæð kapítalismans og þess vegna hafa allir aðrir hagsmunir verið látnir sitja á hakanum. Endurreisa á kapítalismann og frjálshyggjuþvættinginn líka og svo má það einu gilda hvort vinnandi fólki blæðir eða ekki. Það virðist svo sem hobbý-sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon hafi slíka ofurtrú á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bankahugsjónum hans, að hann sjái ekki að kapítalisminn er ekki bara búinn að rýja alþýðu Íslands inn að skinninu, heldur er hann kominn langt á leið með að keyra auðugustu þjóðríki hins vestræna heims ofan í forarpytt gjaldþrota, kreppu og neyðar. Þegar hann segir fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að allt gangi vel á Íslandi er hann annað hvort siðferðilega blindur eða hallur undir blákaldar lygar. Ég get bara minnt þau skötuhjúin á orð Bertolt Brecht, sem á sínum tíma ku hafa ráðlagt yfirvöldum Austur-Þýskalands að skipta einfaldlega um þjóð ef svo skyldi fara að þjóðin þráaðist við að hlýðnast ógnarstjórn þeirra. Það er aumlega komið fyrir þingi og þingmönnum okkar Íslendinga, þeir hafa málað sig út í horn með fáránlegum hætti. Nú virðist bara tvennt vera til í stöðunni fyrir hið háa Alþingi, annað hvort að kveðja nánustu vini sína meðal útrásarvíkinga, kúlulánþega og bankastjóra til heiðursvörslu og óeirðavarna við Dómkirkjuna, eða láta setningu Alþingis fara fram í kyrrþey. Kransar, blóm og mótmæli verði þá að sjálfsögðu afþökkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. Vafalaust bíða þeirra þreytandi kokteilboð, en kannski þurfa þeir líka að hafa fataskipti og komast í ærlegt bað eftir hina hátíðlegu þingsetningu ef fram fer sem horfir. Lögreglumenn ætla nefnilega ekki að standa heiðursvörð um athöfnina og óeirðadeildir lögreglumanna, sem gæta eiga þessa fjöreggs þjóðarinnar, hafa lýst sig afhuga slíkum starfa í ár. Það er að hluta til vegna þess að þingið hefur ekki sýnt launaþörfum þeirra áhuga, en hefur setið hjá meðan gerðardómur skammtar þeim nöturlegar ölmusur, en að hluta til vegna almennrar óánægju meðal landsmanna með störf og starfsaðferðir þingheims. Ekki reynir Helgi þó að gera lítið úr ótta þingheims við umbjóðendur sína, alþýðu og kjósendur þessa lands, en segir þetta um fyrirhuguð mótmæli við þingsetningu í viðtali við Morgunblaðið 27. september síðastliðinn: „Ég veit að þingforseti hefur af því miklar áhyggjur, enda var það mikið slys hvernig þetta fór í fyrra.“ Hann reynir hins vegar ekki að skýra orsakir þessa „mikla slyss“, enda þótt öllum megi þær vera ljósar. Helgi hefur greinilega verið gerður út af örkinni til þess að lægja öldur almennrar óánægju og þá er fátt betra en að halda umdeildar samkomur í skjóli nætur eða haustmyrkurs. Svo má spyrja hvers vegna setningu Alþingis stafar ógn af umbjóðendum sínum og þeirri spurningu hefði þingheimur sjálfur átt að varpa fram áður en í óefni var komið. Kannski óttast hann svarið eftir að ekki er lengur hægt að dylja hvernig helstu skjólstæðingar þingmanna, vinaklíkan innan bankanna og fjárfestingaraðalsins, hafa fengið afskrifuð öll sín kúlulán, skuldavafninga og önnur augljós lögbrot. Svarið verður þeim kannski enn ógnvænlegra þegar á það er litið að þriðjungur þjóðarinnar stendur uppi slyppur, snauður og gjaldþrota eftir góðærin sem þingheimur hyllti sem mest hér á árum áður. Þingmenn þekkja svarið vel og vita upp á sig skömmina, þess vegna sneiða þeir hjá spurningunni og gera Helga Bernódusson út af örkinni til að segja þjóðinni að þeir ætli að taka þingsetningarhelgina snemma í ár. Sannleikurinn er svo sáraeinfaldur að enginn getur komist hjá því að sjá hann, nema hann hafi einhverja hagsmuni af lyginni. Það er vitað að Alþingi hefur gert sitt ýtrasta til að koma gjaldþrota bönkum, sparisjóðum og fjárfestingarfyrirtækjum aftur í hendur þeirra óreiðumanna sem keyrðu þá á hausinn. Bankar og fjármálastofnanir eru sjálf slagæð kapítalismans og þess vegna hafa allir aðrir hagsmunir verið látnir sitja á hakanum. Endurreisa á kapítalismann og frjálshyggjuþvættinginn líka og svo má það einu gilda hvort vinnandi fólki blæðir eða ekki. Það virðist svo sem hobbý-sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon hafi slíka ofurtrú á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bankahugsjónum hans, að hann sjái ekki að kapítalisminn er ekki bara búinn að rýja alþýðu Íslands inn að skinninu, heldur er hann kominn langt á leið með að keyra auðugustu þjóðríki hins vestræna heims ofan í forarpytt gjaldþrota, kreppu og neyðar. Þegar hann segir fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að allt gangi vel á Íslandi er hann annað hvort siðferðilega blindur eða hallur undir blákaldar lygar. Ég get bara minnt þau skötuhjúin á orð Bertolt Brecht, sem á sínum tíma ku hafa ráðlagt yfirvöldum Austur-Þýskalands að skipta einfaldlega um þjóð ef svo skyldi fara að þjóðin þráaðist við að hlýðnast ógnarstjórn þeirra. Það er aumlega komið fyrir þingi og þingmönnum okkar Íslendinga, þeir hafa málað sig út í horn með fáránlegum hætti. Nú virðist bara tvennt vera til í stöðunni fyrir hið háa Alþingi, annað hvort að kveðja nánustu vini sína meðal útrásarvíkinga, kúlulánþega og bankastjóra til heiðursvörslu og óeirðavarna við Dómkirkjuna, eða láta setningu Alþingis fara fram í kyrrþey. Kransar, blóm og mótmæli verði þá að sjálfsögðu afþökkuð.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar