Ríkisútvarpið er ekki félag 5. október 2011 06:00 Mikið er gott að leynast skuli lífsmark með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem nú heitir bara Rúv. Formaður stjórnarinnar, Svanhildur Kaaber, skrifaði grein í Fréttablaðið (28.09.2011) sem meðal annars er svar við gagnrýni á heimasíðu minni og bloggi (www.eidur.is) á því að heiti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið gert útlægt úr dagskrá og óæskilegt talið að starfsmenn taki sér það í munn. Það er ekkert til í lögum eða starfsreglum Ríkisútvarpsins sem heitir Rúv. Hinsvegar er auðvitað ekkert að því að nota þessa skammstöfun til þæginda til dæmis í erlendum samskiptum og öðru hverju í dagskrá. En það er engin réttlæting finnanleg fyrir því að hætta algjörlega að tala um fréttastofu Ríkisútvarpsins og tala eingöngu um fréttastofu Rúv og leggja starfsfólki þær lífsreglur að hætta að tala um Ríkisútvarpið. Nafn stofnunarinnar er óaðskiljanlegur hluti af dagskrá og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ég hélt að slíkt heyrði samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. (L. nr. 6 1. febrúar 2007) og gildandi reglum ekki undir stjórn Ríkisútvarpsins heldur útvarpsstjóra. Í lögunum segir berum orðum ( 10. gr. 1. málsgrein): „Útvarpsstjóri er æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar“. Þetta er alveg afdráttarlaust orðalag. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir: „…það er stjórn RÚV sem ræður úrslitum þegar á hólminn er komið en ekki útvarpsstjórinn einn…“ Þetta er rangt og í andstöðu við lögin um Ríkisútvarp þar sem ótvírætt segir að útvarpsstjóri ráði allri dagskránni einn. Eitt er sérstaklega merkilegt við grein Svanhildar Kaaber. Þegar hún talar um Ríkisútvarpið þá talar hún alltaf um „félagið“. Nú veit ég að formlega er Ríkisútvarpið opinbert hlutafélag. Það gerir Ríkisútvarpið ekki að „félagi“. Hverskonar rugl er þetta eiginlega? Ríkisútvarpið er stofnun. Rúmlega áttatíu ára gömul stofnun. Stofnun sem er hluti af innviðum íslensks samfélags. Nóg er nú Rúv-ruglið, en ekki breyta Ríkisútvarpinu líka í „félag“. Margt afburðafólk starfar hjá Ríkisútvarpinu. En of mörgum bögubósum hefur þó að undanförnu verið hleypt að hljóðnemunum í Efstaleiti og íslensk tunga hefur þar verið hornreka, en gagnvart henni hefur Ríkisútvarpið ríkar skyldur. Þær felast í: „Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð“ (töluliður 1. í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið ohf.) Það á ekki að fela bögubósum stjórn þátta sem eru á dagskrá 2-3 klukkustundir á dag fimm daga vikunnar. Það hefur margt verið vel gert í dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu bæði hljóðvarpi og sjónvarpi. En þar hefur mönnum líka orðið á í messunni ekki síst þegar kemur að uppsetningu dagskrár, uppröðun efnis í sjónvarpinu. Þar viðgengst og hefur viðgengist látlaus dýrkun boltaíþrótta af öllu tagi á kostnað almenns efnis. Allt fýkur burt þegar fótboltinn á í hlut. Ríkisútvarpið hefur verið – vonandi breytist það – á góðri leið með að breytast í íþróttarás og ameríska vídeóleigu með efni úr neðsta gæðaflokka amerísku myndaverksmiðjunnar. Eins og læknasápur á læknasápur ofan bera vott um. Tvöfaldur skammtur sum kvöldin. Það er fínt að sýna íslenskrar kvikmyndir í Ríkissjónvarpinu. Þær hefðu hinsvegar átt frekar heima í vetrardagskrá en í dagskránni yfir hásumarið. Þá hefur það verið ríkjandi stefna að sýna amerískar unglingamyndir á besta tíma á föstudags- og laugardagskvöldum. Eru unglingar að horfa á sjónvarp þá? Ég held ekki. Ekki margir. Hefur Ríkissjónvarpið kannað hvaða aldurshópar eru að horfa á sjónvarp milli klukkan 20.00 og 23.00 á föstudags- og laugardagskvöldum? Oft er eins og stefnt sé markvisst að því að sýna helst bitastætt efni upp úr klukkan 23.00 og um og eftir miðnætti. Það finnst mér vond dagskrárgerð. Þá er nú reyndar margt eldra fólk (tryggustu vinir stofnunarinnar, ekki félagsins) farið að sofa. Sígild tónlist, óperuflutningur og sjónvarp frá tónleikum hér á landi og erlendis hefur verið næstum bannefni í Ríkissjónvarpinu um langt skeið. Þar breytir engu prýðilegur þáttur frá tónleikum Jonasar Kaufmann sl. miðvikudag. En takk samt. Það er hægt að hafa poppþætti í hverri viku en klassíkin húkir í horninu. Og hversvegna er ekki kvikmyndaþáttur í sjónvarpinu? Hann er í útvarpinu svo einkennilegt sem það nú er! Hversvegna sjáum við svo sjaldan sígildar kvikmyndir? Sígild leikrit? Þar er af nógu að taka. En þetta virðist utan áhugasviðs þeirra sem ráða dagskránni. Svo er að lokum eins spurning til stjórnar Ríkisútvarpsins ohf.: Ef stjórnin er svona valdamikil hversvegna lætur hún þá viðgangast að Ríkissjónvarpið auglýsi áfengi kvöld eftir kvöld, stundum á tímum, þegar börn eru að horfa? Það breytir engu þótt orðið léttöl birtist í tvær sekúndur með örsmáu letri í skjáhorni. Það vita allir að verið er að auglýsa bjór. Það er lögbrot að auglýsa áfengi. Hversvegna stöðvar stjórn Ríkisútvarpsins ekki þessi augljósu lögbrot? Gott væri að fá svar við því. En mikið var annars gott að sjá vott um lífsmark frá stjórn þessarar stofnunar sem á að vera okkar mikilvægasta þjónustu- og menningarstofnun. Guð láti gott á vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er gott að leynast skuli lífsmark með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem nú heitir bara Rúv. Formaður stjórnarinnar, Svanhildur Kaaber, skrifaði grein í Fréttablaðið (28.09.2011) sem meðal annars er svar við gagnrýni á heimasíðu minni og bloggi (www.eidur.is) á því að heiti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið gert útlægt úr dagskrá og óæskilegt talið að starfsmenn taki sér það í munn. Það er ekkert til í lögum eða starfsreglum Ríkisútvarpsins sem heitir Rúv. Hinsvegar er auðvitað ekkert að því að nota þessa skammstöfun til þæginda til dæmis í erlendum samskiptum og öðru hverju í dagskrá. En það er engin réttlæting finnanleg fyrir því að hætta algjörlega að tala um fréttastofu Ríkisútvarpsins og tala eingöngu um fréttastofu Rúv og leggja starfsfólki þær lífsreglur að hætta að tala um Ríkisútvarpið. Nafn stofnunarinnar er óaðskiljanlegur hluti af dagskrá og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ég hélt að slíkt heyrði samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. (L. nr. 6 1. febrúar 2007) og gildandi reglum ekki undir stjórn Ríkisútvarpsins heldur útvarpsstjóra. Í lögunum segir berum orðum ( 10. gr. 1. málsgrein): „Útvarpsstjóri er æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar“. Þetta er alveg afdráttarlaust orðalag. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir: „…það er stjórn RÚV sem ræður úrslitum þegar á hólminn er komið en ekki útvarpsstjórinn einn…“ Þetta er rangt og í andstöðu við lögin um Ríkisútvarp þar sem ótvírætt segir að útvarpsstjóri ráði allri dagskránni einn. Eitt er sérstaklega merkilegt við grein Svanhildar Kaaber. Þegar hún talar um Ríkisútvarpið þá talar hún alltaf um „félagið“. Nú veit ég að formlega er Ríkisútvarpið opinbert hlutafélag. Það gerir Ríkisútvarpið ekki að „félagi“. Hverskonar rugl er þetta eiginlega? Ríkisútvarpið er stofnun. Rúmlega áttatíu ára gömul stofnun. Stofnun sem er hluti af innviðum íslensks samfélags. Nóg er nú Rúv-ruglið, en ekki breyta Ríkisútvarpinu líka í „félag“. Margt afburðafólk starfar hjá Ríkisútvarpinu. En of mörgum bögubósum hefur þó að undanförnu verið hleypt að hljóðnemunum í Efstaleiti og íslensk tunga hefur þar verið hornreka, en gagnvart henni hefur Ríkisútvarpið ríkar skyldur. Þær felast í: „Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð“ (töluliður 1. í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið ohf.) Það á ekki að fela bögubósum stjórn þátta sem eru á dagskrá 2-3 klukkustundir á dag fimm daga vikunnar. Það hefur margt verið vel gert í dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu bæði hljóðvarpi og sjónvarpi. En þar hefur mönnum líka orðið á í messunni ekki síst þegar kemur að uppsetningu dagskrár, uppröðun efnis í sjónvarpinu. Þar viðgengst og hefur viðgengist látlaus dýrkun boltaíþrótta af öllu tagi á kostnað almenns efnis. Allt fýkur burt þegar fótboltinn á í hlut. Ríkisútvarpið hefur verið – vonandi breytist það – á góðri leið með að breytast í íþróttarás og ameríska vídeóleigu með efni úr neðsta gæðaflokka amerísku myndaverksmiðjunnar. Eins og læknasápur á læknasápur ofan bera vott um. Tvöfaldur skammtur sum kvöldin. Það er fínt að sýna íslenskrar kvikmyndir í Ríkissjónvarpinu. Þær hefðu hinsvegar átt frekar heima í vetrardagskrá en í dagskránni yfir hásumarið. Þá hefur það verið ríkjandi stefna að sýna amerískar unglingamyndir á besta tíma á föstudags- og laugardagskvöldum. Eru unglingar að horfa á sjónvarp þá? Ég held ekki. Ekki margir. Hefur Ríkissjónvarpið kannað hvaða aldurshópar eru að horfa á sjónvarp milli klukkan 20.00 og 23.00 á föstudags- og laugardagskvöldum? Oft er eins og stefnt sé markvisst að því að sýna helst bitastætt efni upp úr klukkan 23.00 og um og eftir miðnætti. Það finnst mér vond dagskrárgerð. Þá er nú reyndar margt eldra fólk (tryggustu vinir stofnunarinnar, ekki félagsins) farið að sofa. Sígild tónlist, óperuflutningur og sjónvarp frá tónleikum hér á landi og erlendis hefur verið næstum bannefni í Ríkissjónvarpinu um langt skeið. Þar breytir engu prýðilegur þáttur frá tónleikum Jonasar Kaufmann sl. miðvikudag. En takk samt. Það er hægt að hafa poppþætti í hverri viku en klassíkin húkir í horninu. Og hversvegna er ekki kvikmyndaþáttur í sjónvarpinu? Hann er í útvarpinu svo einkennilegt sem það nú er! Hversvegna sjáum við svo sjaldan sígildar kvikmyndir? Sígild leikrit? Þar er af nógu að taka. En þetta virðist utan áhugasviðs þeirra sem ráða dagskránni. Svo er að lokum eins spurning til stjórnar Ríkisútvarpsins ohf.: Ef stjórnin er svona valdamikil hversvegna lætur hún þá viðgangast að Ríkissjónvarpið auglýsi áfengi kvöld eftir kvöld, stundum á tímum, þegar börn eru að horfa? Það breytir engu þótt orðið léttöl birtist í tvær sekúndur með örsmáu letri í skjáhorni. Það vita allir að verið er að auglýsa bjór. Það er lögbrot að auglýsa áfengi. Hversvegna stöðvar stjórn Ríkisútvarpsins ekki þessi augljósu lögbrot? Gott væri að fá svar við því. En mikið var annars gott að sjá vott um lífsmark frá stjórn þessarar stofnunar sem á að vera okkar mikilvægasta þjónustu- og menningarstofnun. Guð láti gott á vita.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun