Ríkisútvarpið er ekki félag 5. október 2011 06:00 Mikið er gott að leynast skuli lífsmark með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem nú heitir bara Rúv. Formaður stjórnarinnar, Svanhildur Kaaber, skrifaði grein í Fréttablaðið (28.09.2011) sem meðal annars er svar við gagnrýni á heimasíðu minni og bloggi (www.eidur.is) á því að heiti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið gert útlægt úr dagskrá og óæskilegt talið að starfsmenn taki sér það í munn. Það er ekkert til í lögum eða starfsreglum Ríkisútvarpsins sem heitir Rúv. Hinsvegar er auðvitað ekkert að því að nota þessa skammstöfun til þæginda til dæmis í erlendum samskiptum og öðru hverju í dagskrá. En það er engin réttlæting finnanleg fyrir því að hætta algjörlega að tala um fréttastofu Ríkisútvarpsins og tala eingöngu um fréttastofu Rúv og leggja starfsfólki þær lífsreglur að hætta að tala um Ríkisútvarpið. Nafn stofnunarinnar er óaðskiljanlegur hluti af dagskrá og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ég hélt að slíkt heyrði samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. (L. nr. 6 1. febrúar 2007) og gildandi reglum ekki undir stjórn Ríkisútvarpsins heldur útvarpsstjóra. Í lögunum segir berum orðum ( 10. gr. 1. málsgrein): „Útvarpsstjóri er æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar“. Þetta er alveg afdráttarlaust orðalag. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir: „…það er stjórn RÚV sem ræður úrslitum þegar á hólminn er komið en ekki útvarpsstjórinn einn…“ Þetta er rangt og í andstöðu við lögin um Ríkisútvarp þar sem ótvírætt segir að útvarpsstjóri ráði allri dagskránni einn. Eitt er sérstaklega merkilegt við grein Svanhildar Kaaber. Þegar hún talar um Ríkisútvarpið þá talar hún alltaf um „félagið“. Nú veit ég að formlega er Ríkisútvarpið opinbert hlutafélag. Það gerir Ríkisútvarpið ekki að „félagi“. Hverskonar rugl er þetta eiginlega? Ríkisútvarpið er stofnun. Rúmlega áttatíu ára gömul stofnun. Stofnun sem er hluti af innviðum íslensks samfélags. Nóg er nú Rúv-ruglið, en ekki breyta Ríkisútvarpinu líka í „félag“. Margt afburðafólk starfar hjá Ríkisútvarpinu. En of mörgum bögubósum hefur þó að undanförnu verið hleypt að hljóðnemunum í Efstaleiti og íslensk tunga hefur þar verið hornreka, en gagnvart henni hefur Ríkisútvarpið ríkar skyldur. Þær felast í: „Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð“ (töluliður 1. í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið ohf.) Það á ekki að fela bögubósum stjórn þátta sem eru á dagskrá 2-3 klukkustundir á dag fimm daga vikunnar. Það hefur margt verið vel gert í dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu bæði hljóðvarpi og sjónvarpi. En þar hefur mönnum líka orðið á í messunni ekki síst þegar kemur að uppsetningu dagskrár, uppröðun efnis í sjónvarpinu. Þar viðgengst og hefur viðgengist látlaus dýrkun boltaíþrótta af öllu tagi á kostnað almenns efnis. Allt fýkur burt þegar fótboltinn á í hlut. Ríkisútvarpið hefur verið – vonandi breytist það – á góðri leið með að breytast í íþróttarás og ameríska vídeóleigu með efni úr neðsta gæðaflokka amerísku myndaverksmiðjunnar. Eins og læknasápur á læknasápur ofan bera vott um. Tvöfaldur skammtur sum kvöldin. Það er fínt að sýna íslenskrar kvikmyndir í Ríkissjónvarpinu. Þær hefðu hinsvegar átt frekar heima í vetrardagskrá en í dagskránni yfir hásumarið. Þá hefur það verið ríkjandi stefna að sýna amerískar unglingamyndir á besta tíma á föstudags- og laugardagskvöldum. Eru unglingar að horfa á sjónvarp þá? Ég held ekki. Ekki margir. Hefur Ríkissjónvarpið kannað hvaða aldurshópar eru að horfa á sjónvarp milli klukkan 20.00 og 23.00 á föstudags- og laugardagskvöldum? Oft er eins og stefnt sé markvisst að því að sýna helst bitastætt efni upp úr klukkan 23.00 og um og eftir miðnætti. Það finnst mér vond dagskrárgerð. Þá er nú reyndar margt eldra fólk (tryggustu vinir stofnunarinnar, ekki félagsins) farið að sofa. Sígild tónlist, óperuflutningur og sjónvarp frá tónleikum hér á landi og erlendis hefur verið næstum bannefni í Ríkissjónvarpinu um langt skeið. Þar breytir engu prýðilegur þáttur frá tónleikum Jonasar Kaufmann sl. miðvikudag. En takk samt. Það er hægt að hafa poppþætti í hverri viku en klassíkin húkir í horninu. Og hversvegna er ekki kvikmyndaþáttur í sjónvarpinu? Hann er í útvarpinu svo einkennilegt sem það nú er! Hversvegna sjáum við svo sjaldan sígildar kvikmyndir? Sígild leikrit? Þar er af nógu að taka. En þetta virðist utan áhugasviðs þeirra sem ráða dagskránni. Svo er að lokum eins spurning til stjórnar Ríkisútvarpsins ohf.: Ef stjórnin er svona valdamikil hversvegna lætur hún þá viðgangast að Ríkissjónvarpið auglýsi áfengi kvöld eftir kvöld, stundum á tímum, þegar börn eru að horfa? Það breytir engu þótt orðið léttöl birtist í tvær sekúndur með örsmáu letri í skjáhorni. Það vita allir að verið er að auglýsa bjór. Það er lögbrot að auglýsa áfengi. Hversvegna stöðvar stjórn Ríkisútvarpsins ekki þessi augljósu lögbrot? Gott væri að fá svar við því. En mikið var annars gott að sjá vott um lífsmark frá stjórn þessarar stofnunar sem á að vera okkar mikilvægasta þjónustu- og menningarstofnun. Guð láti gott á vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikið er gott að leynast skuli lífsmark með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem nú heitir bara Rúv. Formaður stjórnarinnar, Svanhildur Kaaber, skrifaði grein í Fréttablaðið (28.09.2011) sem meðal annars er svar við gagnrýni á heimasíðu minni og bloggi (www.eidur.is) á því að heiti Ríkisútvarpsins skuli hafa verið gert útlægt úr dagskrá og óæskilegt talið að starfsmenn taki sér það í munn. Það er ekkert til í lögum eða starfsreglum Ríkisútvarpsins sem heitir Rúv. Hinsvegar er auðvitað ekkert að því að nota þessa skammstöfun til þæginda til dæmis í erlendum samskiptum og öðru hverju í dagskrá. En það er engin réttlæting finnanleg fyrir því að hætta algjörlega að tala um fréttastofu Ríkisútvarpsins og tala eingöngu um fréttastofu Rúv og leggja starfsfólki þær lífsreglur að hætta að tala um Ríkisútvarpið. Nafn stofnunarinnar er óaðskiljanlegur hluti af dagskrá og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ég hélt að slíkt heyrði samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. (L. nr. 6 1. febrúar 2007) og gildandi reglum ekki undir stjórn Ríkisútvarpsins heldur útvarpsstjóra. Í lögunum segir berum orðum ( 10. gr. 1. málsgrein): „Útvarpsstjóri er æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar“. Þetta er alveg afdráttarlaust orðalag. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir: „…það er stjórn RÚV sem ræður úrslitum þegar á hólminn er komið en ekki útvarpsstjórinn einn…“ Þetta er rangt og í andstöðu við lögin um Ríkisútvarp þar sem ótvírætt segir að útvarpsstjóri ráði allri dagskránni einn. Eitt er sérstaklega merkilegt við grein Svanhildar Kaaber. Þegar hún talar um Ríkisútvarpið þá talar hún alltaf um „félagið“. Nú veit ég að formlega er Ríkisútvarpið opinbert hlutafélag. Það gerir Ríkisútvarpið ekki að „félagi“. Hverskonar rugl er þetta eiginlega? Ríkisútvarpið er stofnun. Rúmlega áttatíu ára gömul stofnun. Stofnun sem er hluti af innviðum íslensks samfélags. Nóg er nú Rúv-ruglið, en ekki breyta Ríkisútvarpinu líka í „félag“. Margt afburðafólk starfar hjá Ríkisútvarpinu. En of mörgum bögubósum hefur þó að undanförnu verið hleypt að hljóðnemunum í Efstaleiti og íslensk tunga hefur þar verið hornreka, en gagnvart henni hefur Ríkisútvarpið ríkar skyldur. Þær felast í: „Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð“ (töluliður 1. í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið ohf.) Það á ekki að fela bögubósum stjórn þátta sem eru á dagskrá 2-3 klukkustundir á dag fimm daga vikunnar. Það hefur margt verið vel gert í dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu bæði hljóðvarpi og sjónvarpi. En þar hefur mönnum líka orðið á í messunni ekki síst þegar kemur að uppsetningu dagskrár, uppröðun efnis í sjónvarpinu. Þar viðgengst og hefur viðgengist látlaus dýrkun boltaíþrótta af öllu tagi á kostnað almenns efnis. Allt fýkur burt þegar fótboltinn á í hlut. Ríkisútvarpið hefur verið – vonandi breytist það – á góðri leið með að breytast í íþróttarás og ameríska vídeóleigu með efni úr neðsta gæðaflokka amerísku myndaverksmiðjunnar. Eins og læknasápur á læknasápur ofan bera vott um. Tvöfaldur skammtur sum kvöldin. Það er fínt að sýna íslenskrar kvikmyndir í Ríkissjónvarpinu. Þær hefðu hinsvegar átt frekar heima í vetrardagskrá en í dagskránni yfir hásumarið. Þá hefur það verið ríkjandi stefna að sýna amerískar unglingamyndir á besta tíma á föstudags- og laugardagskvöldum. Eru unglingar að horfa á sjónvarp þá? Ég held ekki. Ekki margir. Hefur Ríkissjónvarpið kannað hvaða aldurshópar eru að horfa á sjónvarp milli klukkan 20.00 og 23.00 á föstudags- og laugardagskvöldum? Oft er eins og stefnt sé markvisst að því að sýna helst bitastætt efni upp úr klukkan 23.00 og um og eftir miðnætti. Það finnst mér vond dagskrárgerð. Þá er nú reyndar margt eldra fólk (tryggustu vinir stofnunarinnar, ekki félagsins) farið að sofa. Sígild tónlist, óperuflutningur og sjónvarp frá tónleikum hér á landi og erlendis hefur verið næstum bannefni í Ríkissjónvarpinu um langt skeið. Þar breytir engu prýðilegur þáttur frá tónleikum Jonasar Kaufmann sl. miðvikudag. En takk samt. Það er hægt að hafa poppþætti í hverri viku en klassíkin húkir í horninu. Og hversvegna er ekki kvikmyndaþáttur í sjónvarpinu? Hann er í útvarpinu svo einkennilegt sem það nú er! Hversvegna sjáum við svo sjaldan sígildar kvikmyndir? Sígild leikrit? Þar er af nógu að taka. En þetta virðist utan áhugasviðs þeirra sem ráða dagskránni. Svo er að lokum eins spurning til stjórnar Ríkisútvarpsins ohf.: Ef stjórnin er svona valdamikil hversvegna lætur hún þá viðgangast að Ríkissjónvarpið auglýsi áfengi kvöld eftir kvöld, stundum á tímum, þegar börn eru að horfa? Það breytir engu þótt orðið léttöl birtist í tvær sekúndur með örsmáu letri í skjáhorni. Það vita allir að verið er að auglýsa bjór. Það er lögbrot að auglýsa áfengi. Hversvegna stöðvar stjórn Ríkisútvarpsins ekki þessi augljósu lögbrot? Gott væri að fá svar við því. En mikið var annars gott að sjá vott um lífsmark frá stjórn þessarar stofnunar sem á að vera okkar mikilvægasta þjónustu- og menningarstofnun. Guð láti gott á vita.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun