Hvar liggja skilin á milli sérhagsmuna og almannahagsmuna? 29. september 2011 06:00 Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun