Ísland án tóbaks 4. október 2011 11:00 Í störfum mínum á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga. Meirihluti þessa fólks reykir daglega eða hefur reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu drepi sem það býr við það sem eftir er. Meðferðin beinist að því að takmarka eins og kostur er það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður og viðkomandi verður hjartasjúklingur það sem hann á eftir ólifað. Þegar ég ræði við þetta fólk kemur í ljós að flestir byrjuðu að reykja um eða upp úr fermingu. Það var ekki yfirveguð ákvörðun fulltíða einstaklings sem réði því að hann varð háður nikotíni tóbaksins. Miklu fremur má líta svo á að þessir einstaklingar hafi á barnsaldri orðið fyrir barðinu á einhverri harðsvíruðustu markaðssetningu sem þekkist. Tóbaksiðnaðurinn hefur það eitt að markmiði að selja tóbak og græða á því. Þetta er iðnaður sem leggur ekkert af gróða sínum til velferðarmála eða uppbyggingar samfélagsins. Annar hver viðskiptavinur tóbakssölufyrirtækjanna kemur til með að deyja fyrir aldur fram af völdum reykinganna vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins eða lungnabilunar. Þeir sem lifa fram á eftirlaunaaldur mega búast við að eyða ævikvöldinu með skert lífsgæði vegna krónískra sjúkdóma eins og lungnaþembu, mæði, hjartabilunar eða lamana. Margir þurfa að gangast undir krabbameinsmeðferð eða hjartaaðgerðir til að reyna að endurheimta heilsu sem þeir hafa glatað. Þessir einstaklingar óska þess að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja á fermingaraldri. Fórnarkostnaður þeirra er mikill. Kostnaður samfélagsins er þó aðallega fjárhagslegur. Þrátt fyrir skatta og álögur ríkisins þá tapar samfélagið um 2.000 krónum á hverjum seldum sígarettupakka. Skattgreiðendur þurfa að borga um 20 þúsund krónur með hverju seldu sígarettukartoni vegna þess kostnaðar sem reykingar valda, í heilbrigðiskerfinu, töpuðu vinnuframlagi, örorku og endurhæfingu reykingamanna. Á hverjum degi byrja tvö ungmenni að reykja á Íslandi. Annað þeirra kemur til með að láta lífið fyrir aldur fram vegna reykinga. Eftir þrjátíu ár verða þessi ungmenni komin með kransæðastíflu eða krónískan sjúkdóm sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við. Milljarðatugir tapast árlega. Nánast allir reykingamenn byrjuðu að reykja fyrir tvítugt og verða sjúklingar fyrir sextugt. Er ekki kominn tími til að við stöldrum við og áttum okkur á orsök og afleiðingu? Það er ekkert náttúrulögmál að börn byrji að reykja. Það er ekkert sjálfsagt og eðlilegt við það að unglingur verði háður tóbaki. Það er sjaldnast frjálst val fulltíða einstaklings sem ræður því að hann gerist reykingamaður. Með því að koma í veg fyrir reykingar barna og unglinga verður Ísland reyklaust innan fárra ára. Öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga. Meirihluti þessa fólks reykir daglega eða hefur reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu drepi sem það býr við það sem eftir er. Meðferðin beinist að því að takmarka eins og kostur er það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður og viðkomandi verður hjartasjúklingur það sem hann á eftir ólifað. Þegar ég ræði við þetta fólk kemur í ljós að flestir byrjuðu að reykja um eða upp úr fermingu. Það var ekki yfirveguð ákvörðun fulltíða einstaklings sem réði því að hann varð háður nikotíni tóbaksins. Miklu fremur má líta svo á að þessir einstaklingar hafi á barnsaldri orðið fyrir barðinu á einhverri harðsvíruðustu markaðssetningu sem þekkist. Tóbaksiðnaðurinn hefur það eitt að markmiði að selja tóbak og græða á því. Þetta er iðnaður sem leggur ekkert af gróða sínum til velferðarmála eða uppbyggingar samfélagsins. Annar hver viðskiptavinur tóbakssölufyrirtækjanna kemur til með að deyja fyrir aldur fram af völdum reykinganna vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins eða lungnabilunar. Þeir sem lifa fram á eftirlaunaaldur mega búast við að eyða ævikvöldinu með skert lífsgæði vegna krónískra sjúkdóma eins og lungnaþembu, mæði, hjartabilunar eða lamana. Margir þurfa að gangast undir krabbameinsmeðferð eða hjartaaðgerðir til að reyna að endurheimta heilsu sem þeir hafa glatað. Þessir einstaklingar óska þess að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja á fermingaraldri. Fórnarkostnaður þeirra er mikill. Kostnaður samfélagsins er þó aðallega fjárhagslegur. Þrátt fyrir skatta og álögur ríkisins þá tapar samfélagið um 2.000 krónum á hverjum seldum sígarettupakka. Skattgreiðendur þurfa að borga um 20 þúsund krónur með hverju seldu sígarettukartoni vegna þess kostnaðar sem reykingar valda, í heilbrigðiskerfinu, töpuðu vinnuframlagi, örorku og endurhæfingu reykingamanna. Á hverjum degi byrja tvö ungmenni að reykja á Íslandi. Annað þeirra kemur til með að láta lífið fyrir aldur fram vegna reykinga. Eftir þrjátíu ár verða þessi ungmenni komin með kransæðastíflu eða krónískan sjúkdóm sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við. Milljarðatugir tapast árlega. Nánast allir reykingamenn byrjuðu að reykja fyrir tvítugt og verða sjúklingar fyrir sextugt. Er ekki kominn tími til að við stöldrum við og áttum okkur á orsök og afleiðingu? Það er ekkert náttúrulögmál að börn byrji að reykja. Það er ekkert sjálfsagt og eðlilegt við það að unglingur verði háður tóbaki. Það er sjaldnast frjálst val fulltíða einstaklings sem ræður því að hann gerist reykingamaður. Með því að koma í veg fyrir reykingar barna og unglinga verður Ísland reyklaust innan fárra ára. Öllum til hagsbóta.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun