Mánaðamót án verðtryggingar Jens Pétur Jensen skrifar 4. október 2011 06:00 Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa „mánaðamót án verðtryggingar" og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Hins vegar mætti vaxtaprósentan vissulega vera lægri, en 6,45% ársvextir þýða að bankinn fær lánsfjárhæðina til baka á innan við 12 árum! Íslandsbanki býður mun lægri vexti á samsvarandi lánum, eða 5,4%, sem gerir 20,3% lægri vaxtagreiðslur. Á móti kemur að vextir Íslandsbanka breytast í takt við vexti Seðlabankans og þar er ekki á vísan að róa. Arion banki býður hins vegar fasta vexti til fimm ára í senn, sem er lykilatriði. Vonandi fá húsnæðiskaupendur enn betra tilboð frá Landsbankanum, banka allra landsmanna, á næstunni. Bankarnir bregðast með þessum lánum við óskum almennings um húsnæðislán án verðtryggingar líkt og tíðkast í öðrum löndum. Þeir brugðust hins vegar ekki svona vel við þessum óskum fyrir bankahrunið, heldur veittu fólki og fyrirtækjum nær óheftan aðgang að erlendum lágvaxtalánum þrátt fyrir að þurfa að innheimta þau í íslenskum krónum. Þetta var auðvitað galin blanda og þess vegna fór sem fór. Ef verðbólgan fer aftur á skrið geta óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum orðið launafólki ofviða, eins og sýndi sig í kjölfar skattlausa ársins 1987 þegar verðbólgan fór í 21,8%. Höfuðmeinsemdin og aðalástæðan fyrir hinni almennu verðtryggingu er verðbólgan og veikur gjaldmiðill. Hefði verðtryggingin hins vegar ekki komið til á sínum tíma væru Íslendingar nú verr staddir en raunin er og ættu lítinn sem engan lífeyrissparnað. Því er spurning hvort við getum ekki áfram verðtryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu. Færa má rök fyrir því að hin almenna notkun lánveitenda, stofnana og sumra fyrirtækja á vísitölum neysluverðs og byggingarkostnaðar ýti undir verðbólgu. Þannig er verðlag hækkað sjálfkrafa hjá sumum fyrirtækjum og stofnunum eftir því sem vísitölurnar hækka, án tillits til þess hvort um raunverulega hækkunarþörf sé að ræða í hverju tilviki. Þetta fyrirkomulag mætti kalla sjálfnærandi eða heimatilbúna verðbólgu. Í kjölfar bankahrunsins 2008, og verðbólgunnar sem fylgdi í kjölfar falls krónunnar, sáu mörg fyrirtæki og stofnanir sig knúin til að aftengja vísitöluuppreikninginn (a.m.k. tímabundið) eða þurfa að öðrum kosti að horfa á eftir viðskiptamönnum sínum í gjaldþrot. Við þessar aðstæður sýndi sig að hin almenna verðtrygging gekk ekki upp. Sú sjálfnærandi verðbólga sem almenn verðtrygging fjárskuldbindinga og einingaverða myndar verður líklega aðeins stöðvuð með meiri samkeppni á fjármálamarkaði, sbr. tilboð bankanna hér að ofan, og/eða lagasetningu sem þrengir notkun verðtryggingarinnar við tilgreindar tegundir samninga, líkt og gert var þegar tilraunin með verðtryggingu launa var afnumin. Svo virðist sem mörg fyrirtæki (þ.m.t. bankar og ýmsar stofnanir) hafi á einhverjum tímapunkti gefist upp á samkeppninni og sameinast um að nota verðvísitölur, sem eru frítt í boði hins opinbera, til að hækka sjálfkrafa verð á vörum og þjónustu án tillits til annarra þátta, svo sem áhrifa verðhækkana á eftirspurnina. Í þessu felst vítahringur sjálfnærandi verðbólgu en einnig tækifæri til aukinnar markaðshlutdeildar fyrir þau fyrirtæki sem segja skilið við vísitölubindinguna og sækjast fremur eftir aukinni markaðshlutdeild sér til handa á grundvelli lægra verðs eða lægri vaxta. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir eru hvött til að beina viðskiptum sínum til þeirra banka og fyrirtækja sem sagt hafa skilið við verðtrygginguna. Vonandi verða „mánaðamót án verðtryggingar" hversdagslegur veruleiki hjá sem flestum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa „mánaðamót án verðtryggingar" og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Hins vegar mætti vaxtaprósentan vissulega vera lægri, en 6,45% ársvextir þýða að bankinn fær lánsfjárhæðina til baka á innan við 12 árum! Íslandsbanki býður mun lægri vexti á samsvarandi lánum, eða 5,4%, sem gerir 20,3% lægri vaxtagreiðslur. Á móti kemur að vextir Íslandsbanka breytast í takt við vexti Seðlabankans og þar er ekki á vísan að róa. Arion banki býður hins vegar fasta vexti til fimm ára í senn, sem er lykilatriði. Vonandi fá húsnæðiskaupendur enn betra tilboð frá Landsbankanum, banka allra landsmanna, á næstunni. Bankarnir bregðast með þessum lánum við óskum almennings um húsnæðislán án verðtryggingar líkt og tíðkast í öðrum löndum. Þeir brugðust hins vegar ekki svona vel við þessum óskum fyrir bankahrunið, heldur veittu fólki og fyrirtækjum nær óheftan aðgang að erlendum lágvaxtalánum þrátt fyrir að þurfa að innheimta þau í íslenskum krónum. Þetta var auðvitað galin blanda og þess vegna fór sem fór. Ef verðbólgan fer aftur á skrið geta óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum orðið launafólki ofviða, eins og sýndi sig í kjölfar skattlausa ársins 1987 þegar verðbólgan fór í 21,8%. Höfuðmeinsemdin og aðalástæðan fyrir hinni almennu verðtryggingu er verðbólgan og veikur gjaldmiðill. Hefði verðtryggingin hins vegar ekki komið til á sínum tíma væru Íslendingar nú verr staddir en raunin er og ættu lítinn sem engan lífeyrissparnað. Því er spurning hvort við getum ekki áfram verðtryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu. Færa má rök fyrir því að hin almenna notkun lánveitenda, stofnana og sumra fyrirtækja á vísitölum neysluverðs og byggingarkostnaðar ýti undir verðbólgu. Þannig er verðlag hækkað sjálfkrafa hjá sumum fyrirtækjum og stofnunum eftir því sem vísitölurnar hækka, án tillits til þess hvort um raunverulega hækkunarþörf sé að ræða í hverju tilviki. Þetta fyrirkomulag mætti kalla sjálfnærandi eða heimatilbúna verðbólgu. Í kjölfar bankahrunsins 2008, og verðbólgunnar sem fylgdi í kjölfar falls krónunnar, sáu mörg fyrirtæki og stofnanir sig knúin til að aftengja vísitöluuppreikninginn (a.m.k. tímabundið) eða þurfa að öðrum kosti að horfa á eftir viðskiptamönnum sínum í gjaldþrot. Við þessar aðstæður sýndi sig að hin almenna verðtrygging gekk ekki upp. Sú sjálfnærandi verðbólga sem almenn verðtrygging fjárskuldbindinga og einingaverða myndar verður líklega aðeins stöðvuð með meiri samkeppni á fjármálamarkaði, sbr. tilboð bankanna hér að ofan, og/eða lagasetningu sem þrengir notkun verðtryggingarinnar við tilgreindar tegundir samninga, líkt og gert var þegar tilraunin með verðtryggingu launa var afnumin. Svo virðist sem mörg fyrirtæki (þ.m.t. bankar og ýmsar stofnanir) hafi á einhverjum tímapunkti gefist upp á samkeppninni og sameinast um að nota verðvísitölur, sem eru frítt í boði hins opinbera, til að hækka sjálfkrafa verð á vörum og þjónustu án tillits til annarra þátta, svo sem áhrifa verðhækkana á eftirspurnina. Í þessu felst vítahringur sjálfnærandi verðbólgu en einnig tækifæri til aukinnar markaðshlutdeildar fyrir þau fyrirtæki sem segja skilið við vísitölubindinguna og sækjast fremur eftir aukinni markaðshlutdeild sér til handa á grundvelli lægra verðs eða lægri vaxta. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir eru hvött til að beina viðskiptum sínum til þeirra banka og fyrirtækja sem sagt hafa skilið við verðtrygginguna. Vonandi verða „mánaðamót án verðtryggingar" hversdagslegur veruleiki hjá sem flestum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun