Í nýju og skapandi samhengi 6. ágúst 2009 06:00 Eitt megineinkenna nútímans er að heimurinn hefur skroppið saman, ferðatími milli landa hefur styst, samgangur þjóða á milli stóraukist og heimurinn þar með orðið einsleitari en áður var. Með stórauknum ferðalögum, stúdentaskiptum og ýmsu erlendu samstarfi ungs fólks síðustu áratugi eru utanlandsferðir nú ekki þau stórtíðindi fyrir það eins og þær voru fyrir okkur á sínum tíma. Fjarlægðirnar verða þannig að þeim finnst ekkert tiltökumál að skreppa til Spánar, Frakklands eða Þýskalands. Evrópa var ævintýraheimur fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur, en í þeirra huga hefst ævintýraheimurinn í raun ekki fyrr en Evrópu sleppir: Afríka, Suður-Ameríka, Kína … Víðsýnt ungt fólkMeð öðrum orðum, þá erum við í þeirri sérstöku stöðu núna að til sögunnar er að koma vel menntað heimsfólk, við erum loks að sjá hilla undir það að komast af heimóttarstiginu þegar gjörspilltir stjórnmálamenn og gráðugir fjárglæframenn setja hér allt á annan endann og stórskaða orðspor Íslendinga um allan hinn siðmenntaða heim. Ef við pössum okkur ekki vel á því að halda uppi öflugum og formlegum samskiptum við umheiminn nennir þetta unga fólk, okkar besta unga fólk, hreinlega ekki að hanga uppi á þessu guðsvolaða skeri og flytur út. Ímyndað ráðabruggHér fyrr á árum skiptust menn mjög í fylkingar miðað við afstöðu þeirra til samstarfs við frændþjóðirnar okkar á Norðurlöndunum. Þeir sem voru andsnúnir því samstarfi voru margir knúnir áfram af minnimáttarkennd í garð gömlu herraþjóðarinnar okkar, Dana, aðrir höfðu horn í síðu Svía fyrir að vera forríkir og merkilegir með sig, o.s.frv.Ein skondnasta birtingarmynd þessarar andúðar í garð Norðurlandanna var sú lífseiga flökkusaga að einhver norræn mafía (eða í það minnsta elíta) stjórnaði öllu hér meira og minna úr reykfylltum bakherbergjum í Norræna húsinu. Þetta er auðvitað, eins og allir vita, fáránleg kenning og hefur aldrei átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Starfsemin í Norræna húsinu hefur alla tíð gengið út á að efla og treysta vináttuböndin milli okkar og annarra Norðurlandaþjóða og það hefur sinnt því með miklum glæsibrag.Enginn er eyþjóðSvipuð umræða á sér stað núna um Evrópubandalagið. Þar halda ýmsir að embættismenn í Brussel hafi ekkert þarfara að iðja en að brugga launráð gegn litla Íslandi. Það er reginmisskilningur: Evrópubúum, þar á meðal embættismönnum í Brussel, er langflestum alveg sama um Ísland og Íslendinga, en mörgum þeirra finnst við að ýmsu leyti áhugaverð og dugleg smáþjóð sem eflaust væri ágætt að kynnast aðeins nánar og jafnvel vinna með.Engin nútímaþjóð getur staðið ein, allra síst fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum. Samstarf við aðrar þjóðir er okkur lífsnauðsyn, það hafa Íslendingar vitað og stundað frá upphafi byggðar hér. Samstarf við nágranna- og frændþjóðirnar á Norðurlöndunum hefur löngum verið eðlilegast og hentugast.Meðalvegurinn milli heimilisins og heimsinsMeistari Milan Kundera fjallar í nýjasta ritgerðasafni sínu, „Kynnum", um það samhengi sem þjóðir í leit að sjálfsmynd setja sjálfar sig í, hvernig þær leitast við að finna „meðalveginn milli heimilisins og heimsins". Við eigum gríðarmikil samskipti við aðildarríki Evrópusambandsins á öllum sviðum og deilum með þeim sama gildismati í öllum grundvallaratriðum. Getur ekki verið að Evrópusambandið fyrir okkur Íslendinga nú á 21. öldinni, sé það samhengi sem Norðurlöndin voru okkur á síðari hluta þeirrar 20? Evrópusambandið er nefnilega ekki heimsveldi, eins og sumir hér virðast halda, heldur bandalag sjálfstæðra og fullvalda þjóðríkja. Þess vegna var það alveg hárrétt ákvörðun hjá meirihluta Alþingis um daginn að senda inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, senda síðan úrvals fagfólk til að semja fyrir okkar hönd og leggja þau samningsdrög loks í dóm þjóðarinnar. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Eitt megineinkenna nútímans er að heimurinn hefur skroppið saman, ferðatími milli landa hefur styst, samgangur þjóða á milli stóraukist og heimurinn þar með orðið einsleitari en áður var. Með stórauknum ferðalögum, stúdentaskiptum og ýmsu erlendu samstarfi ungs fólks síðustu áratugi eru utanlandsferðir nú ekki þau stórtíðindi fyrir það eins og þær voru fyrir okkur á sínum tíma. Fjarlægðirnar verða þannig að þeim finnst ekkert tiltökumál að skreppa til Spánar, Frakklands eða Þýskalands. Evrópa var ævintýraheimur fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur, en í þeirra huga hefst ævintýraheimurinn í raun ekki fyrr en Evrópu sleppir: Afríka, Suður-Ameríka, Kína … Víðsýnt ungt fólkMeð öðrum orðum, þá erum við í þeirri sérstöku stöðu núna að til sögunnar er að koma vel menntað heimsfólk, við erum loks að sjá hilla undir það að komast af heimóttarstiginu þegar gjörspilltir stjórnmálamenn og gráðugir fjárglæframenn setja hér allt á annan endann og stórskaða orðspor Íslendinga um allan hinn siðmenntaða heim. Ef við pössum okkur ekki vel á því að halda uppi öflugum og formlegum samskiptum við umheiminn nennir þetta unga fólk, okkar besta unga fólk, hreinlega ekki að hanga uppi á þessu guðsvolaða skeri og flytur út. Ímyndað ráðabruggHér fyrr á árum skiptust menn mjög í fylkingar miðað við afstöðu þeirra til samstarfs við frændþjóðirnar okkar á Norðurlöndunum. Þeir sem voru andsnúnir því samstarfi voru margir knúnir áfram af minnimáttarkennd í garð gömlu herraþjóðarinnar okkar, Dana, aðrir höfðu horn í síðu Svía fyrir að vera forríkir og merkilegir með sig, o.s.frv.Ein skondnasta birtingarmynd þessarar andúðar í garð Norðurlandanna var sú lífseiga flökkusaga að einhver norræn mafía (eða í það minnsta elíta) stjórnaði öllu hér meira og minna úr reykfylltum bakherbergjum í Norræna húsinu. Þetta er auðvitað, eins og allir vita, fáránleg kenning og hefur aldrei átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Starfsemin í Norræna húsinu hefur alla tíð gengið út á að efla og treysta vináttuböndin milli okkar og annarra Norðurlandaþjóða og það hefur sinnt því með miklum glæsibrag.Enginn er eyþjóðSvipuð umræða á sér stað núna um Evrópubandalagið. Þar halda ýmsir að embættismenn í Brussel hafi ekkert þarfara að iðja en að brugga launráð gegn litla Íslandi. Það er reginmisskilningur: Evrópubúum, þar á meðal embættismönnum í Brussel, er langflestum alveg sama um Ísland og Íslendinga, en mörgum þeirra finnst við að ýmsu leyti áhugaverð og dugleg smáþjóð sem eflaust væri ágætt að kynnast aðeins nánar og jafnvel vinna með.Engin nútímaþjóð getur staðið ein, allra síst fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum. Samstarf við aðrar þjóðir er okkur lífsnauðsyn, það hafa Íslendingar vitað og stundað frá upphafi byggðar hér. Samstarf við nágranna- og frændþjóðirnar á Norðurlöndunum hefur löngum verið eðlilegast og hentugast.Meðalvegurinn milli heimilisins og heimsinsMeistari Milan Kundera fjallar í nýjasta ritgerðasafni sínu, „Kynnum", um það samhengi sem þjóðir í leit að sjálfsmynd setja sjálfar sig í, hvernig þær leitast við að finna „meðalveginn milli heimilisins og heimsins". Við eigum gríðarmikil samskipti við aðildarríki Evrópusambandsins á öllum sviðum og deilum með þeim sama gildismati í öllum grundvallaratriðum. Getur ekki verið að Evrópusambandið fyrir okkur Íslendinga nú á 21. öldinni, sé það samhengi sem Norðurlöndin voru okkur á síðari hluta þeirrar 20? Evrópusambandið er nefnilega ekki heimsveldi, eins og sumir hér virðast halda, heldur bandalag sjálfstæðra og fullvalda þjóðríkja. Þess vegna var það alveg hárrétt ákvörðun hjá meirihluta Alþingis um daginn að senda inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, senda síðan úrvals fagfólk til að semja fyrir okkar hönd og leggja þau samningsdrög loks í dóm þjóðarinnar. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar