Rangfærslur Sigrúnar Elsu 8. ágúst 2009 06:00 Í grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa og stjórnarmanns í REI, í Fréttablaðinu miðvikudaginn 15. júlí sl. koma fram nokkur mikilvæg atriði sem fá ekki staðist eða eru beinlínis röng. 1. Hún fullyrðir að hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun hafi verið seldur á of lágu verði. Staðreyndin er sú að hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var seldur á góðu verði miðað við öll gögn sem lágu fyrir í málinu. Það var og er m.a. skoðun borgarhagfræðings, sem var fulltrúi borgarinnar í söluferlinu. Í dag er núvirði söluverðsins rúmlega 32 milljarðar króna. Þessir fjármunir hafa meðal annars gert það að verkum að fjárhagsleg staða borgarinnar er miklu traustari en ella hefði verið og um leið lánshæfi, rekstrarstaða og lausafjárstaða borgarinnar. Þetta er mat borgarhagfræðings og fjármálastjóra borgarinnar. Fullyrðingar hennar um að Landsvirkjun hafi ekki greitt Reykjavíkurborg ábyrgðargjald eins og ætlast er til eru rangar. Í bréfi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, dags. 16. júlí sl., til Sigrúnar Elsu (afrit m.a. sent undirrituðum) eru þessar rangfærslur hennar leiðréttar. 2. Sigrún Elsa gerir enga grein fyrir þeirri ákvörðun 100 daga meirihlutans að REI hafi ætlað, með samþykki stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, á stjórnarfundi fyrirtækisins þann 3. nóvember 2007, að kaupa hlutabréf fyrir 12,5 milljarða íslenskra króna í ríkisreknu orkufyrirtæki á Filippseyjum sem stóð í einkavæðingarferli. Hún svarar því ekki heldur hvers vegna engin umræða fór fram í borgarráði eða borgarstjórn um þetta stórmál í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Vissulega fóru fram umræður í stjórn REI um málið en ekkert samkomulag eða samningar lágu fyrir, hvorki í stjórn REI né OR, um kaup á hlutabréfum fyrir 12,5 milljarða íslenskra króna í filippeyska orkufyrirtækinu. Sigrún er því að segja ósatt. Ef þessi fyrirhuguðu kaup, sem stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember 2007, hefðu gengið eftir væri REI/Orkuveitan í dag búin að tapa mörgum milljörðum íslenskra króna á fyrirhuguðum viðskiptum miðað við lántöku, gengi krónunnar og núverandi hlutabréfagengi orkufyrirtækisins á Filippseyjum. 3. Sigrún Elsa er vinsamlegast beðin um að rökstyðja sinn málflutning en ekki reyna að snúa út úr með rangfærslum. Henni er enn fremur bent á að leita frekari upplýsinga hjá fyrrverandi oddvita VG í borgarstjórn, Svandísi Svavarsdóttur, um þetta mál en fulltrúar borgarstjórnarflokka VG og Samfylkingar í stjórn OR samþykktu að gengið yrði til þessara kaupa. Greinilegt er að bæði Sigrún Elsa og Svandís vildu stuðla að einkavæðingarferli ríkisrekins orkufyrirtækis á Filippseyjum þótt a.m.k. Svandís hafi allt aðra skoðun á slíkum málum hvað Ísland varðar. Og að lokum, Sigrún, hvers vegna svarar þú því ekki hvort þetta mál hafi verið rætt eða samþykkt í borgarráði eða í borgarstjórn? Í REI-skýrslunni svokölluðu sem Svandís ritstýrði var m.a. lögð sérstök áhersla á „að öll stærri verkefni og viðfangsefni [skyldu] þola opna og gagnrýna umræðu". Höfundur er forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa og stjórnarmanns í REI, í Fréttablaðinu miðvikudaginn 15. júlí sl. koma fram nokkur mikilvæg atriði sem fá ekki staðist eða eru beinlínis röng. 1. Hún fullyrðir að hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun hafi verið seldur á of lágu verði. Staðreyndin er sú að hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var seldur á góðu verði miðað við öll gögn sem lágu fyrir í málinu. Það var og er m.a. skoðun borgarhagfræðings, sem var fulltrúi borgarinnar í söluferlinu. Í dag er núvirði söluverðsins rúmlega 32 milljarðar króna. Þessir fjármunir hafa meðal annars gert það að verkum að fjárhagsleg staða borgarinnar er miklu traustari en ella hefði verið og um leið lánshæfi, rekstrarstaða og lausafjárstaða borgarinnar. Þetta er mat borgarhagfræðings og fjármálastjóra borgarinnar. Fullyrðingar hennar um að Landsvirkjun hafi ekki greitt Reykjavíkurborg ábyrgðargjald eins og ætlast er til eru rangar. Í bréfi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, dags. 16. júlí sl., til Sigrúnar Elsu (afrit m.a. sent undirrituðum) eru þessar rangfærslur hennar leiðréttar. 2. Sigrún Elsa gerir enga grein fyrir þeirri ákvörðun 100 daga meirihlutans að REI hafi ætlað, með samþykki stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, á stjórnarfundi fyrirtækisins þann 3. nóvember 2007, að kaupa hlutabréf fyrir 12,5 milljarða íslenskra króna í ríkisreknu orkufyrirtæki á Filippseyjum sem stóð í einkavæðingarferli. Hún svarar því ekki heldur hvers vegna engin umræða fór fram í borgarráði eða borgarstjórn um þetta stórmál í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Vissulega fóru fram umræður í stjórn REI um málið en ekkert samkomulag eða samningar lágu fyrir, hvorki í stjórn REI né OR, um kaup á hlutabréfum fyrir 12,5 milljarða íslenskra króna í filippeyska orkufyrirtækinu. Sigrún er því að segja ósatt. Ef þessi fyrirhuguðu kaup, sem stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember 2007, hefðu gengið eftir væri REI/Orkuveitan í dag búin að tapa mörgum milljörðum íslenskra króna á fyrirhuguðum viðskiptum miðað við lántöku, gengi krónunnar og núverandi hlutabréfagengi orkufyrirtækisins á Filippseyjum. 3. Sigrún Elsa er vinsamlegast beðin um að rökstyðja sinn málflutning en ekki reyna að snúa út úr með rangfærslum. Henni er enn fremur bent á að leita frekari upplýsinga hjá fyrrverandi oddvita VG í borgarstjórn, Svandísi Svavarsdóttur, um þetta mál en fulltrúar borgarstjórnarflokka VG og Samfylkingar í stjórn OR samþykktu að gengið yrði til þessara kaupa. Greinilegt er að bæði Sigrún Elsa og Svandís vildu stuðla að einkavæðingarferli ríkisrekins orkufyrirtækis á Filippseyjum þótt a.m.k. Svandís hafi allt aðra skoðun á slíkum málum hvað Ísland varðar. Og að lokum, Sigrún, hvers vegna svarar þú því ekki hvort þetta mál hafi verið rætt eða samþykkt í borgarráði eða í borgarstjórn? Í REI-skýrslunni svokölluðu sem Svandís ritstýrði var m.a. lögð sérstök áhersla á „að öll stærri verkefni og viðfangsefni [skyldu] þola opna og gagnrýna umræðu". Höfundur er forseti borgarstjórnar.
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar