Fleiri fréttir

Kynlíf án fullnægingar

Sigga Dögg skrifar

Mig langar til að bera undir þig eftirfarandi. Ég fæ ekki fullnægingu og finnst það ekkert mál. Þetta verður meira vandamál í hans huga, því hann heldur að hann sé ekki að standa sig og við eigum kannski ekki saman kynferðislega.

Fór hann illa fram úr rúminu?

Jóhann Hauksson skrifar

Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa.

Á sömu blaðsíðu?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í skýrslunni, sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann um hagvaxtarmöguleika á Íslandi og birti síðastliðið haust, var lagt til að settur yrði á fót samráðshópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna og ýmissa hagsmunaaðila til að hrinda í framkvæmd ýmsum hugmyndum sem þar komu fram.

Hvað er að náttúruverndarlögunum?

Logi Már Einarsson skrifar

Nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið er umdeilt og mikil óánægja með marga hluti þar hjá stórum hópi útivistarfólks. Hér á eftir fara nokkur dæmi um hluti sem fólk er óánægt með.

Smára svarað

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar

Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag.

Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði

Hannes G. Sigurðsson skrifar

Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra).

Um jarmandi rollur í Animal Farm

Ellert B. Schram skrifar

Ég hef aldrei farið dult með það, að vera Evrópusinni. Ég er í hópi þeirra sem vilja að Íslendingar ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og síðan verði málið lagt fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta eru mín viðhorf, enda þótt ég hafi auðvitað þann varnagla á, hvort samningar við EBS séu ásættanlegir fyrir land og þjóð, þegar þar að kemur.

Gnarr hættir sér í Grafarvog

Björn Jón Bragason skrifar

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, boðaði til fundar með íbúum Grafarvogs hinn 29. janúar sl. en tilgangur fundarins var að kynna sýndarlýðræði það sem svokallaður Besti flokkur og Samfylkingin hafa innleitt í borginni og er ekki ósvipað hugmyndafræði keisaranna í Róm til forna – brauð og leikar. Borgararnir fá það á tilfinninguna að þeir ráði einhverju en í reynd er aðeins um örfáar milljónir að ræða.

Réttlæti eða refsingar

Páll Rúnar M. Kristjánsson skrifar

Hugtakið mannréttindi merkir að allir menn njóti ákveðinna grunnréttinda sem ekki verða af þeim tekin. Af því leiðir að aðstæður, atvik og aðgerðir þessara einstaklinga hafa almennt ekki áhrif á þessi ákveðnu réttindi. Réttindin eru fortakslaus og bundin sérhverju mannsbarni órjúfanlegum böndum.

Einelti á vinnustöðum

Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar

Einelti á vinnustöðum er ofbeldi. Ofbeldi gagnvart einstaklingi sem á einhvern hátt sker sig úr hópnum. Þetta getur verið t.d vegna klæðnaðar, öðruvísi bakgrunns eða vegna öfundar samstarfsmanns í hans garð. Oftast er þetta þó einfaldlega vegna þess að sá sem beitir ofbeldinu kemst upp með það. Fullorðinn einstaklingur sem beitir slíku ofbeldi hefur jafnvel komist upp með það frá því í grunnskóla. Enginn verðskuldar að verða fyrir einelti. Það er því mikilvægt að stjórnendur hlusti á þá starfsmenn sem telja sig verða fyrir einelti og kanni vel hvort málið sé á rökum reist.

Menntastefna byggð á úreltum hugmyndum

Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar

Starfshópur forsætisráðuneytis sendi frá sér skýrslu nýlega um samþættingu mennta- og atvinnustefnu. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, leiddi starfið með fulltrúum ráðuneyta, háskóla, atvinnulífs og ASÍ.

Hvernig hjúkrun vilt þú?

Með sameiningu stofnana og niðurskurði í heilbrigðisþjónustu hefur möguleikum hjúkrunarfræðinga á að velja sér vinnustað fækkað mjög. Ekki síst í því ljósi eru uppsagnir tæplega 300 þeirra á LSH mjög alvarlegar og ljóst að mikil óánægja býr þar að baki. Um er að ræða hóp hjúkrunarfræðinga sem hefur að jafnaði fjögurra ára háskólanám að baki. Þar að auki hafa margir í þessum hópi aflað sér sérfræðimenntunar, til dæmis á sviði svæfinga- eða skurðstofuhjúkrunar eða aflað sér meistaragráðu frá háskóla innanlands eða erlendis. Rök heilbrigðisyfirvalda

Opinber stuðningur við vísindi og fræði

Davíð Ólafsson skrifar

Hinn 10. janúar sl. stofnaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna. Sjóðurinn byggir á Launasjóði fræðirithöfunda sem var lagður niður en tekur jafnframt mið af starfslaunasjóðum þeim sem heyra undir stjórn listamannalauna.

Alltaf sama lagið

Ég er Júróvisjónmaður eins og flestir góðir Íslendingar. Hef fylgst með keppninni nánast frá upphafi og átt yfir henni margar ógleymanlegar stundir. Yfirburðasigur Ítala með Non Ho L"Etá (Heyr mína bæn) árið 1964 er enn í fersku minni, sem og naumur sigur Spánverja með La La La fjórum árum síðar. Að ekki sé nú minnst á þann lygilega atburð þegar Spánn, Bretland, Holland og Frakkland voru jöfn að stigum í efsta sætinu 1969. Þá duttu mér allar dauðar lýs úr hári.

Tækifæri til uppstokkunar

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Forysta Kennarasambands Íslands lýsti því yfir í fjölmiðlum í síðustu viku að hún vildi skilgreina kennarastarfið upp á nýtt. Sú yfirlýsing býður upp á einstakt tækifæri því þar með virðast kennarar og sveitastjórnarmenn sammála um að tími sé kominn til að núverandi kerfi verði endurmetið í heild sinni. Fram að þessu hafa báðir aðilar sett fram ólíkar kröfur um breytingar sem enda iðulega sem breyting eða sem viðbót við eldri samning. Samningurinn sem nú er í gildi er því orðinn mjög ítarlegur og inniheldur of margar hindranir að mati margra, bæði innan kennarastéttar og utan. Það er kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt svo að skólastarf og kennarar fái að blómstra.

Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Jöfnuður og bætt lífskjör

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur.

Handbendi valdsins

Pétur Fjeldsted Einarsson skrifar

Senn líður að kosningum. Atkvæðaveiðar frambjóðenda eru fram undan. Tími loforða, leikja og látbragða er runninn upp. Riddarans á hvíta hestinum með lausnirnar er vænst, sem leiða mun þjóðina úr skugga fortíðar og inn í birtu og yl þeirrar framtíðar er þjóðin þráir.

Já, nei – Eyrbyggja

Svavar Hávarðsson skrifar

Ég er nýkomin heim úr ferðalagi. Sat ráðstefnu um norðurslóðamál í Tromsö í Noregi. Þar var glímt við stórar spurningar tengdar stjórnmálum, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismálum. Spurningar um óljósa framtíð.

Ef keisarinn er ekki í neinum fötum…

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft.

Gagnagrunnur gegn ferðafrelsi

Nú er komið fram frumvarp til náttúruverndarlaga og liggur það fyrir Alþingi. Í þessu nýja frumvarpi er ýmislegt ágætt en einnig margt sem er undarlegt, illa skilgreint eða sem beinist beinlínis gegn ákveðnum hópum ferðamanna.

Lög gegn vanda sem er ekki til

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi.

Lýðræðisáætlun í stað stjórnar- skrárbreytingar

Haukur Arnþórsson skrifar

Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla.

Útvarps- og sjónvarps-samband í dreifbýli

Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir skrifar

Þar sem ég er nýorðin 18 ára, lögráða og byrjuð að borga skatta fór ég að kynna mér fyrir hvað ég borga skatt. Það sem liggur mér helst á brjósti er skattur sem okkur ber að greiða fyrir ríkisútvarpið, það er 17.000 krónur árlega á mann, og dagskráin og þjónustan þar af skornum skammti.

Áfram, þetta er ekki búið

Magnús Halldórsson skrifar

Viðbrögð við Icesave-dómnum eru kannski stuttlega orðuð svona: Mikill léttir, gott að þurfa ekki að borga meira í erlendum gjaldeyri, en við erum samt í hrikalegum vandræðum. Vonandi munu allir stjórnarmálaflokkarnir leggja fram trúverðug plön um hvernig mögulegt verður að standa við skuldbindingar í erlendri mynt, á árunum 2015 til 2018. Eftir aðeins tvö ár myndast hér neyðarástand að óbreyttu. Mikilvægt er að muna að ódýrt erlent lánsfé í ótakmörkuðu magni kemur aldrei aftur. Þannig að það mun ekki redda neinu.

Það er djamm!

Erla Hlynsdóttir skrifar

"Eru það bara óléttuhormónin eða langar fleirum að grenja af gleði?" Þetta voru fyrstu viðbrögð óléttrar konu á Facebook eftir að ljóst var að Ísland vann. (Ísland vann. Ísland vann. Já, mig langaði bara að skrifa það aftur.) En þetta voru aldeilis ekki óléttuhormónin. Fólk fékk gæsahúð, hoppaði, öskraði og spurði hvort búið væri að opna Vínbúðirnar. Á Rás 2 hljómaði "Ísland er land þitt" og einhverjir drógu fána að húni. Nú er þjóðhátíð. Ísland vann.

Kaflalok

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður.

Vítamín og heilsa

Teitur Guðmundsson skrifar

Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót.

Þingmenn skoði sjálfa sig

Haukur Sigurðsson skrifar

Margir hafa áhyggjur af því hve almenningur metur stjórnmálamenn lítils. Skoðanakannanir segja að um tíu af hundraði landsmanna beri traust til Alþingis. Lægri hefur prósentan ekki orðið, nema hún sé það núna, og þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu og eru ekki reiðubúnir að endurskoða vinnubrögð sín í neinu.

Af hverju fær Hjallastefna hærri framlög?

Í rekstri bæjarfélags er mikilvægt að gætt sé jafnræðis við niðurgreiðslu á þjónustu til einstakra hópa. Þannig verður að tryggja jafnræðissjónarmið að baki frjálsu vali um grunnskóla, það er að segja að bæjarreknir jafnt sem einkareknir leik- og grunnskólar búi við sams konar rekstrarskilyrði.

Einkavæðingarblús

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að fjárhagsleg endurskipulagning Skipta, móðurfélags Símans, Skjásins og Mílu, væri hafin. Félagið skuldar nú um 62 milljarða króna og er langstærstur hluti þess vegna risavaxins sambankaláns sem félagið tók árið 2005 þegar það keypti 98,8 prósenta hlut í Símanum af íslenska ríkinu. Söluverðið var 66,7 milljarðar króna.

Ofbeldisklám og börn

Ögmundur Jónasson skrifar

Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu,

Efnahagur við hengiflug

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara.

Tækjabúnaður í heilbrigðisþjónustu

Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð

Nýr bókmenntapáfi

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Árlega birtast í blöðum og netmiðlum myndir af listamönnum sem hlotið hafa úthlutun úr launasjóðum á vegum ríkisins. Þessar myndbirtingar vekja hugrenningatengsl við myndir af sakborningum í fjársvikamálum. Okkur er ætlað að horfa á þessi andlit og hugsa um það hvílíkir loddarar þau séu – hversu auðveldlega þau komist yfir almannafé. Okkur er ætlað að hugsa: Af hverju þau? Okkur er ætlað að hugsa: Aha! Klíka!

Gullfoss, Laxá og framtíðin

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Við Gullfoss stendur minnisvarði um merka konu, Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríðar er minnst vegna ötullar baráttu hennar gegn því að Gullfoss yrði virkjaður um aldamótin 1900 og er oft nefnd fyrsti íslenski náttúruverndarsinninn.

Rótarmeinið mikla

Árni Páll Árnason skrifar

Ísland hefur náð miklum árangri undanfarin ár en við vitum líka að enn er margt óunnið. Horfum til þess vanda sem bíður: Kaupmáttar, skuldastöðu, stöðu lífeyrisþega sem geta ekki aukið tekjur sínar með því að bæta við sig vinnu, húsnæðislausna ungs fólks og þeirrar lykilspurningar af hverju sjálfbær hagvöxtur og fjárfesting lætur á sér standa.

Hlutskipti ömmunnar

Þórey A. Matthíasdóttir skrifar

Nú er það komið þannig í okkar samfélagi að illmögulegt er fyrir konur yfir fimmtugu að fá vinnu hérlendis. Konur á þessum aldri eru farnar að hugsa sér til hreyfings og eru jafnvel fluttar erlendis til að komast í vinnu. Börn sem eru afkomendur þeirra þekkja ekki brottfluttar ömmur sínar nema að litlu leyti í samskiptum í gegnum Skype eða Facebook. Er það þannig sem samfélagið okkar vill hafa hlutina, klippa á tengsl kynslóðanna? Eitthvað virðist vera auðveldara fyrir konur yfir fimmtugu að fá vinnu í Noregi en hér og það er fljótt að vinna sig upp eftir 10-15 ár þar í starfi og öðlast lífeyrisréttindin. Þó svo að maður heyri að hugur miðaldra kvenna sem ég veit um liggi alltaf heim til Íslands aftur í ellina. Með betri eftirlaun í sterkum gjaldmiðli.

Loftslagsbjörgun fyrir 36 milljarða dollara?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera?

Endurreisn á forsendum jöfnuðar

Guðbjartur Hannesson skrifar

Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.

Fjaðurvigt fjórða valdsins

Þorsteinn Pálsson skrifar

Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra.

Sjá næstu 50 greinar