Gagnagrunnur gegn ferðafrelsi 30. janúar 2013 06:00 Nú er komið fram frumvarp til náttúruverndarlaga og liggur það fyrir Alþingi. Í þessu nýja frumvarpi er ýmislegt ágætt en einnig margt sem er undarlegt, illa skilgreint eða sem beinist beinlínis gegn ákveðnum hópum ferðamanna. Meðal þess sem ósátt er um er að lagt er til að búinn verði til ríkisgagnagrunnur yfir vegslóða. Verði lögin samþykkt verður bannað að keyra allar leiðir nema þær sem samþykktar hafa verið í gagnagrunninn. Þetta gæti hljómað vel í eyrum sumra, sem tæki til náttúruverndar. Raunin er hins vegar sú að þvert á móti vinnur þessi grunnur gegn náttúruvernd. Það er fullkomlega óraunhæft að allar leiðir sem farnar hafa verið rati inn í grunninn. Það eitt og sér takmarkar ferðalög fólks, því leiðir sem fólk hefur ekið árum eða áratugum saman verða túlkaðar sem utanvegaakstur, jafnvel þótt þar sé greinileg slóð. Samkvæmt lögunum má sekta eða gera ökutæki upptækt við slíkt athæfi fjölskyldu sem kannski er að fara að tjalda, fara í veiðiferð eða í berjamó. Því er refsað fyrir það að ferðast, en ekki fyrir að valda landsspjöllum. Þá er verið að þröngva fólki til að aka eftir sömu ríkisleiðunum, með auknu álagi á þær og þeirra nærumhverfi. Með auknu álagi er meiri hætta á náttúruskemmdum. Það virðist þó vera í lagi samkvæmt lögunum, því farið er eftir ríkisleiðinni. Getur það kannski verið að fólk muni samt aka leiðirnar án athugasemda yfirvalda og lagaákvæðin þannig verða marklaus? Eða verður slóðalögga sett á laggirnar sem fylgist með öllu hálendinu, vetur sem sumar? Verða kannski settar myndavélar upp um allt hálendið til að fylgjast með fólki? Þetta er í alla staði vont ákvæði fyrir ferðafólk og náttúruna. Ákvæðið virðist frekar ætlað til stjórnunar og eftirlits en til náttúruverndar. Ég tel að í þessu samhengi ætti náttúran að njóta vafans og ákvæðið um ríkisgagnagrunninn að fara út. Hættum nú eftirlits- og forsjárhyggjunni, tökum frekar höndum saman um að vinna regluverk sem við getum sameinast um, sem gefur okkur frelsi til að ferðast en felur okkur jafnframt ábyrgð til að ganga vel um landið okkar. Hjálpumst að við að uppfræða landa okkar og gesti um skynsamlega umgengni á ferðalögum og njótum landsins okkar í sátt og samlyndi. Á ferdafrelsi.is er nú í gangi undirskriftasöfnun til að mótmæla þessu frumvarpi. Ég hvet almenning til að kynna sér það sem þar kemur fram og skrifa undir ef hann er ósáttur. Ég hvet einnig þingmenn til að hafna frumvarpinu eins og það er, svo hægt sé að vinna að nýju frumvarpi í sátt við þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú er komið fram frumvarp til náttúruverndarlaga og liggur það fyrir Alþingi. Í þessu nýja frumvarpi er ýmislegt ágætt en einnig margt sem er undarlegt, illa skilgreint eða sem beinist beinlínis gegn ákveðnum hópum ferðamanna. Meðal þess sem ósátt er um er að lagt er til að búinn verði til ríkisgagnagrunnur yfir vegslóða. Verði lögin samþykkt verður bannað að keyra allar leiðir nema þær sem samþykktar hafa verið í gagnagrunninn. Þetta gæti hljómað vel í eyrum sumra, sem tæki til náttúruverndar. Raunin er hins vegar sú að þvert á móti vinnur þessi grunnur gegn náttúruvernd. Það er fullkomlega óraunhæft að allar leiðir sem farnar hafa verið rati inn í grunninn. Það eitt og sér takmarkar ferðalög fólks, því leiðir sem fólk hefur ekið árum eða áratugum saman verða túlkaðar sem utanvegaakstur, jafnvel þótt þar sé greinileg slóð. Samkvæmt lögunum má sekta eða gera ökutæki upptækt við slíkt athæfi fjölskyldu sem kannski er að fara að tjalda, fara í veiðiferð eða í berjamó. Því er refsað fyrir það að ferðast, en ekki fyrir að valda landsspjöllum. Þá er verið að þröngva fólki til að aka eftir sömu ríkisleiðunum, með auknu álagi á þær og þeirra nærumhverfi. Með auknu álagi er meiri hætta á náttúruskemmdum. Það virðist þó vera í lagi samkvæmt lögunum, því farið er eftir ríkisleiðinni. Getur það kannski verið að fólk muni samt aka leiðirnar án athugasemda yfirvalda og lagaákvæðin þannig verða marklaus? Eða verður slóðalögga sett á laggirnar sem fylgist með öllu hálendinu, vetur sem sumar? Verða kannski settar myndavélar upp um allt hálendið til að fylgjast með fólki? Þetta er í alla staði vont ákvæði fyrir ferðafólk og náttúruna. Ákvæðið virðist frekar ætlað til stjórnunar og eftirlits en til náttúruverndar. Ég tel að í þessu samhengi ætti náttúran að njóta vafans og ákvæðið um ríkisgagnagrunninn að fara út. Hættum nú eftirlits- og forsjárhyggjunni, tökum frekar höndum saman um að vinna regluverk sem við getum sameinast um, sem gefur okkur frelsi til að ferðast en felur okkur jafnframt ábyrgð til að ganga vel um landið okkar. Hjálpumst að við að uppfræða landa okkar og gesti um skynsamlega umgengni á ferðalögum og njótum landsins okkar í sátt og samlyndi. Á ferdafrelsi.is er nú í gangi undirskriftasöfnun til að mótmæla þessu frumvarpi. Ég hvet almenning til að kynna sér það sem þar kemur fram og skrifa undir ef hann er ósáttur. Ég hvet einnig þingmenn til að hafna frumvarpinu eins og það er, svo hægt sé að vinna að nýju frumvarpi í sátt við þjóðina.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar