Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar 18. júlí 2025 17:31 Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun