Loftslagsbjörgun fyrir 36 milljarða dollara? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera? GGAA-liðið telur 132 milljarða dollara (samtölu talnanna hér á undan) duga til þess að einkafjármagn að upphæð 570 milljarðar dollara fáist til fjárfestingar í umrædd verkefni. Þar með eru komnir þeir rúmu 700 milljarðar dollara sem standa á verðmiða kapphlaupsins. Þarna er m.a. horft til sex milljarðanna í Loftslags-Tæknisjóði Alþjóðabankans. Hver dollari þar dregur aðra átta úr einkageiranum inn í fjárfestingar á þessu sviði, aðallega til grænnar orku, sjálfbærra innviða samfélaga og áætlana um sjálfbæran vöxt. Sérfræðingarnir benda líka á að ríkisvald getur hvatt fjármagnseigendur til verka með tryggingum, ábyrgðum, hvötum og pólitískum aðgerðum. Loftslagsmálin standa og falla með stjórnmálum og efnahagsstefnum. Það er líka löngu ljóst. Hvernig ætli fundir í Davos 2013 afgreiði þetta álit eigin starfsfélags? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera? GGAA-liðið telur 132 milljarða dollara (samtölu talnanna hér á undan) duga til þess að einkafjármagn að upphæð 570 milljarðar dollara fáist til fjárfestingar í umrædd verkefni. Þar með eru komnir þeir rúmu 700 milljarðar dollara sem standa á verðmiða kapphlaupsins. Þarna er m.a. horft til sex milljarðanna í Loftslags-Tæknisjóði Alþjóðabankans. Hver dollari þar dregur aðra átta úr einkageiranum inn í fjárfestingar á þessu sviði, aðallega til grænnar orku, sjálfbærra innviða samfélaga og áætlana um sjálfbæran vöxt. Sérfræðingarnir benda líka á að ríkisvald getur hvatt fjármagnseigendur til verka með tryggingum, ábyrgðum, hvötum og pólitískum aðgerðum. Loftslagsmálin standa og falla með stjórnmálum og efnahagsstefnum. Það er líka löngu ljóst. Hvernig ætli fundir í Davos 2013 afgreiði þetta álit eigin starfsfélags?
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar