Þingmenn skoði sjálfa sig Haukur Sigurðsson skrifar 29. janúar 2013 06:00 Margir hafa áhyggjur af því hve almenningur metur stjórnmálamenn lítils. Skoðanakannanir segja að um tíu af hundraði landsmanna beri traust til Alþingis. Lægri hefur prósentan ekki orðið, nema hún sé það núna, og þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu og eru ekki reiðubúnir að endurskoða vinnubrögð sín í neinu. Almenningur fellir sig ekki við það form að ná málum fram með illdeilum sem verða persónulegar og þjóna þeim lága tilgangi að sýna fram á hve allt sé vitlaust sem andstæðingur ber á borð. Fólk segist ekki kannast við slíkt á sínum vinnustöðum að þeir skiptist í tvennt: þá sem vinna af alúð fyrir fyrirtækið og hina sem vinna gegn því og reyna að koma í veg fyrir að ákveðin vara sé framleidd eða verk unnið. Þeim hinum síðarnefndu yrði snarlega sagt upp og þeir jafnvel beðnir um að greiða fyrirtækinu skaðabætur. Ef við lítum til Alþingis með þetta í huga þá er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. Alþingi er auðvitað eftir starfsskyldum sínum einstakur vinnustaður. Í lýðræðissamfélögum eru þjóðþing þar sem þingmenn skiptast í slíka meginhópa stjórnarsinna og andstæðinga þeirra og svo er hér.Algjör skil En æskilegt væri að stjórnarandstaðan hverju sinni tæki hlutverk sitt mun alvarlegar en hún gerir nú. Gott væri ef hún yrði eins nauðsynleg og ríkisstjórn. Nú er svo gjarnan hjá okkur að skil eru algjör þarna á milli. Ríkisstjórn gerir ekki ráð fyrir að hún geti tekið neitt mark á því sem stjórnarandstaðan segir. Ekki er það vegna þess að þingmenn stjórnarandstöðu séu svo vitlausir að mati ríkisstjórnar, heldur vegna þess hvernig þeir setja sín mál fram. Því sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þingmenn stjórnarandstöðu eru á móti öllum málum ríkisstjórnar líkt og undirskrift þeirra við eiðstafinn um að fylgja stjórnarskrá í störfum sínum feli þetta eitt í sér. Þetta þrátefli í málflutningi eyðileggur ótrúlega mikið fyrir þingmönnum og veldur einna mestu um lágt gengi þeirra í hugum almennings. Þess vegna er nauðsynlegt að þingmenn temji sér að athuga mál jafnan frá sjónarhóli pólitískra andstæðinga. Nóg eru atriðin til að gagnrýna hvort sem er. Þeir þurfa að spyrja sig hver afstaða þeirra væri til ákveðins máls væru þeir í sporum andstæðinga og hvernig þeir brygðust við ákveðnum málum sem fyrir liggja. Allir vita að þetta form ríkisstjórnarsinna og andstæðinga þeirra er leikform sem ætti að ganga miklu betur upp hjá okkur en reyndin sýnir. Kannski mætti óska sér þess að nýtt Alþingi í apríl 2013 tæki upp breytt og bætt vinnubrögð á þessu sviði fyrst svo varð ekki 2009? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Margir hafa áhyggjur af því hve almenningur metur stjórnmálamenn lítils. Skoðanakannanir segja að um tíu af hundraði landsmanna beri traust til Alþingis. Lægri hefur prósentan ekki orðið, nema hún sé það núna, og þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu og eru ekki reiðubúnir að endurskoða vinnubrögð sín í neinu. Almenningur fellir sig ekki við það form að ná málum fram með illdeilum sem verða persónulegar og þjóna þeim lága tilgangi að sýna fram á hve allt sé vitlaust sem andstæðingur ber á borð. Fólk segist ekki kannast við slíkt á sínum vinnustöðum að þeir skiptist í tvennt: þá sem vinna af alúð fyrir fyrirtækið og hina sem vinna gegn því og reyna að koma í veg fyrir að ákveðin vara sé framleidd eða verk unnið. Þeim hinum síðarnefndu yrði snarlega sagt upp og þeir jafnvel beðnir um að greiða fyrirtækinu skaðabætur. Ef við lítum til Alþingis með þetta í huga þá er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. Alþingi er auðvitað eftir starfsskyldum sínum einstakur vinnustaður. Í lýðræðissamfélögum eru þjóðþing þar sem þingmenn skiptast í slíka meginhópa stjórnarsinna og andstæðinga þeirra og svo er hér.Algjör skil En æskilegt væri að stjórnarandstaðan hverju sinni tæki hlutverk sitt mun alvarlegar en hún gerir nú. Gott væri ef hún yrði eins nauðsynleg og ríkisstjórn. Nú er svo gjarnan hjá okkur að skil eru algjör þarna á milli. Ríkisstjórn gerir ekki ráð fyrir að hún geti tekið neitt mark á því sem stjórnarandstaðan segir. Ekki er það vegna þess að þingmenn stjórnarandstöðu séu svo vitlausir að mati ríkisstjórnar, heldur vegna þess hvernig þeir setja sín mál fram. Því sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þingmenn stjórnarandstöðu eru á móti öllum málum ríkisstjórnar líkt og undirskrift þeirra við eiðstafinn um að fylgja stjórnarskrá í störfum sínum feli þetta eitt í sér. Þetta þrátefli í málflutningi eyðileggur ótrúlega mikið fyrir þingmönnum og veldur einna mestu um lágt gengi þeirra í hugum almennings. Þess vegna er nauðsynlegt að þingmenn temji sér að athuga mál jafnan frá sjónarhóli pólitískra andstæðinga. Nóg eru atriðin til að gagnrýna hvort sem er. Þeir þurfa að spyrja sig hver afstaða þeirra væri til ákveðins máls væru þeir í sporum andstæðinga og hvernig þeir brygðust við ákveðnum málum sem fyrir liggja. Allir vita að þetta form ríkisstjórnarsinna og andstæðinga þeirra er leikform sem ætti að ganga miklu betur upp hjá okkur en reyndin sýnir. Kannski mætti óska sér þess að nýtt Alþingi í apríl 2013 tæki upp breytt og bætt vinnubrögð á þessu sviði fyrst svo varð ekki 2009?
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun