Hvernig hjúkrun vilt þú? 31. janúar 2013 06:00 Með sameiningu stofnana og niðurskurði í heilbrigðisþjónustu hefur möguleikum hjúkrunarfræðinga á að velja sér vinnustað fækkað mjög. Ekki síst í því ljósi eru uppsagnir tæplega 300 þeirra á LSH mjög alvarlegar og ljóst að mikil óánægja býr þar að baki. Um er að ræða hóp hjúkrunarfræðinga sem hefur að jafnaði fjögurra ára háskólanám að baki. Þar að auki hafa margir í þessum hópi aflað sér sérfræðimenntunar, til dæmis á sviði svæfinga- eða skurðstofuhjúkrunar eða aflað sér meistaragráðu frá háskóla innanlands eða erlendis. Rök heilbrigðisyfirvalda Rök fyrir vondri launasetningu hjúkrunarfræðinga í samanburði við aðrar stéttir með jafnlangt háskólanám hafa yfirleitt verið þau að stéttin sé stór og þar af leiðandi erfitt að launa hana vel og að svo sé vaktavinna hluti af starfi hjúkrunarfræðinga og hana beri að líta á sem möguleika til að hækka tekjur. Sjálfir líta hjúkrunarfræðingar flestir þannig á að byrði sé af nætur- og helgarvinnu og kalla þennan „tekjumöguleika“ vaktabyrði. Þar hefur hins vegar orðið sú breyting á að sífellt fleiri sjúklingar fá þjónustu á dag- og göngudeildum og hefur því vinnutími hjúkrunarfræðinga færst meira til dagvinnu en áður var. Hvað varðar stærð stéttarinnar þá eru allir sem koma að uppsögnum hjúkrunarfræðinga á LSH nú sammála um að við þurfum á þessum hjúkrunarfræðingum að halda, við viljum njóta starfskrafta þeirra, gerum kröfu um þekkingu þeirra og reynslu þegar mest á reynir hjá okkur sjálfum. Pólitísk hræðsla En hvert stefnir þessi stétt þar sem meðalaldurinn nálgast að vera 50 ár? Það er ljóst að nýliðun í stéttinni er langt frá því að vera nægjanleg, hvort sem miðað er við núverandi verkefni eða þá miklu áskorun sem fjölgun aldraðra og langveikra er fyrir okkur hjúkrunarfræðinga. Að mínu mati þarf að taka pólitíska ákvörðun um framtíð hjúkrunarþjónustu á Íslandi og það fyrr en seinna. Eiga hjúkrunarfræðingar að veita þá þjónustu sem þeir nú veita eða aðrir með minni menntun? Ég treysti mér til að fullyrða að verði það raunin hefði slíkt í för með sér verri árangur heilbrigðiskerfisins. Verri árangur heilbrigðiskerfisins þýðir lengri biðlista, lengri viðbragðstíma, og fleiri mistök sem mátt hefði koma í veg fyrir. Hjúkrun var færð á háskólastig á Íslandi af mikilli framsýni þar sem óteljandi rannsóknir sýna að góð fræðileg þekking er undirstaða árangurs og framfara. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir þeirri spurningu hvort Íslendingar forgangsraði þannig að ungt fólk sjái sér fært eða yfirleitt langi að læra hjúkrunarfræði og stunda hjúkrun á Íslandi. Þangað til stendur erlendur vinnumarkaður okkur opinn því íslenskir hjúkrunarfræðingar eru mjög vel menntuð stétt og eftirsóttir til starfa á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Með sameiningu stofnana og niðurskurði í heilbrigðisþjónustu hefur möguleikum hjúkrunarfræðinga á að velja sér vinnustað fækkað mjög. Ekki síst í því ljósi eru uppsagnir tæplega 300 þeirra á LSH mjög alvarlegar og ljóst að mikil óánægja býr þar að baki. Um er að ræða hóp hjúkrunarfræðinga sem hefur að jafnaði fjögurra ára háskólanám að baki. Þar að auki hafa margir í þessum hópi aflað sér sérfræðimenntunar, til dæmis á sviði svæfinga- eða skurðstofuhjúkrunar eða aflað sér meistaragráðu frá háskóla innanlands eða erlendis. Rök heilbrigðisyfirvalda Rök fyrir vondri launasetningu hjúkrunarfræðinga í samanburði við aðrar stéttir með jafnlangt háskólanám hafa yfirleitt verið þau að stéttin sé stór og þar af leiðandi erfitt að launa hana vel og að svo sé vaktavinna hluti af starfi hjúkrunarfræðinga og hana beri að líta á sem möguleika til að hækka tekjur. Sjálfir líta hjúkrunarfræðingar flestir þannig á að byrði sé af nætur- og helgarvinnu og kalla þennan „tekjumöguleika“ vaktabyrði. Þar hefur hins vegar orðið sú breyting á að sífellt fleiri sjúklingar fá þjónustu á dag- og göngudeildum og hefur því vinnutími hjúkrunarfræðinga færst meira til dagvinnu en áður var. Hvað varðar stærð stéttarinnar þá eru allir sem koma að uppsögnum hjúkrunarfræðinga á LSH nú sammála um að við þurfum á þessum hjúkrunarfræðingum að halda, við viljum njóta starfskrafta þeirra, gerum kröfu um þekkingu þeirra og reynslu þegar mest á reynir hjá okkur sjálfum. Pólitísk hræðsla En hvert stefnir þessi stétt þar sem meðalaldurinn nálgast að vera 50 ár? Það er ljóst að nýliðun í stéttinni er langt frá því að vera nægjanleg, hvort sem miðað er við núverandi verkefni eða þá miklu áskorun sem fjölgun aldraðra og langveikra er fyrir okkur hjúkrunarfræðinga. Að mínu mati þarf að taka pólitíska ákvörðun um framtíð hjúkrunarþjónustu á Íslandi og það fyrr en seinna. Eiga hjúkrunarfræðingar að veita þá þjónustu sem þeir nú veita eða aðrir með minni menntun? Ég treysti mér til að fullyrða að verði það raunin hefði slíkt í för með sér verri árangur heilbrigðiskerfisins. Verri árangur heilbrigðiskerfisins þýðir lengri biðlista, lengri viðbragðstíma, og fleiri mistök sem mátt hefði koma í veg fyrir. Hjúkrun var færð á háskólastig á Íslandi af mikilli framsýni þar sem óteljandi rannsóknir sýna að góð fræðileg þekking er undirstaða árangurs og framfara. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir þeirri spurningu hvort Íslendingar forgangsraði þannig að ungt fólk sjái sér fært eða yfirleitt langi að læra hjúkrunarfræði og stunda hjúkrun á Íslandi. Þangað til stendur erlendur vinnumarkaður okkur opinn því íslenskir hjúkrunarfræðingar eru mjög vel menntuð stétt og eftirsóttir til starfa á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun