Lýðræðisáætlun í stað stjórnar- skrárbreytingar Haukur Arnþórsson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun